Svindlarasvipan - 12.01.1933, Blaðsíða 4

Svindlarasvipan - 12.01.1933, Blaðsíða 4
S V I N D Næsta dag er veður verra, en þó slarkfært. „Nú eru tveggja manna förin mín í landi“, j segir Ámi. Þriðja daginn er foraðsveður. „Nú [ hafa teinæringar mínir róið í dag“, heldur ; Ámi áfram að ljúga og grobba. En hvort sem það var lýginni að hakka eða öðru, þá fór heimasætan með Áma heim í Ámabotn. Þegar þangað kom var áliðið dags og skugg- sýnt. Móðir Árna kemur til dyra. „Komdu með gulllampann“, skipar Ámi. Kerling fer, kem- ur aftur og kveðst ekki finna gulllampann, og eins fór með silfurlampann. „Kveiktu þá á helvískri grútarkolunni“, verður Áma að orði. Það er nú máske of mikið í borið að snúa þessari gömlu svindlarasögu upp á Ara Þórðarson. En aðferðir hjá Áma og Ara eru þó svipaðar. Ari fer í viðskiftasvikaferð, hann ber niður, þar sem hann heldur að best gangi. Það er blíðviðri og allir bátar hans eru á sjó, — öll lýgin hans fjármunavirði. Ari reynir næsta dag; það er dálítið verri jarðvegur, smálygin dugar ekki, litlu bátamir róa ekki. Og svo kemur þriðji dagurinn, veðrið er orðið vont, viðskiftasvikaútlitið ískyggilegt, Ari notar teinæringana sína, það eru stórskotaliðslygarn- ar hans. Fjármálaferðin er búin, Ari er sestur um kyrt í hinum sólarlausa Arabotni eða Árna- botni sauðaþjófnaðarins og svívirðinganna. En svo líður ekki nema lítil stund, þangað til að táldregnir kaupunautar Ara koma heim til hans, þeir bíða rólegir á meðan leitað er að gulllampanum, og meðan svipast er eftir silf- urlampanum. En svo finnur Ari ekkert nema helvítis grútartýruna, þar sem lýgin er notuð fyrir ljósmeti og svikin fyrir kveik, og grútar- koluljósið í dyrunum hjá Ara slær sviksam- legri birtu á viðskiftamenina hans, sem úti fyrir dyrunum bíða með blæðandi viðskifta- sárin. Það hemar yfir sum sárin eftir því sem árin líða, en aftur á móti hefir komið blóð- eitrun í sum, og þau hafast illa við. Það dreg- ur til þess, sem verða vill. Valur. í réttarsal. Eitt sinn var Ari Þórðarson leiddur fyrir rétt, sem vitni, og skyldi hann bera vitni í máli út af viðskiptum manna, sem Ari hafði sjálfur verið nokkuð óþægilega viðriðinn. Þótti framburður vitnisins nokkuð kynlegur og var ekki tekinn gildur án eiðfestingar, en Ari gugnaði við eiðvinninguna og kvaðst ekki vinna eið sökum trúarskoðana sinna. Þegar honum var bent á, að þar sem hann þættist viðurkenna Lúterska trú, væru trúarskoðanir hans ekki til fyrirstöðu eiðvinningu, en Ari neitaði að vinna eiðinn og stökk úr rétti, yf- irgaf söfnuð sinn og gerðist katólskur. Lii x. Þar sem það er augljóst, að Svindlarasvipan verður víðlesnasta blaðið á landinu, og er sér- staklega skemtilegt aflestrar, má búast við að skynsömum lesendum þyki nokkur ljóður á ráði, ef ekki er tilfærð lagagreinin, sem hann Ari ritstjóri hnaut um á Grettisgötunni þarna í október 1915. Til þess nú að lesendunum verði þetta mikilvæga atriði vel kunnugt, skal það tekið fram, að það er 186. gr. hinna al- mennu hegningarlaga frá 25. júní 1869 og hljóðar svo: „Hver, sem með sauruglegu at- hæfi særir blygðunarsemi manna eða er til al- menns hneykslis, skal sæta fangelsi við vatn og brauð eða betrunarhúsvinnu“. L A R A S Ovðsending. Þér leyfið yður, hr. ritstjóri, að segja, í vðar heiðraða blaði, „Okrarasvipan“, að eg vinni óþrifaverk fyrir Metúsalem Jóhannsson. Hefði mér ekki verið kunnur yðar glæsilegi æfiferill og eg ekki vitað hvílíkur þjóðfélags- höfðingi þér eruð, hefði mér ekki dottið í hug að svara þessu, en af því að eg lít upp til yð- ar, sem annars höfðingja sem á glæsilega for- tíð, þá vil eg með djúpri lotningu fyrir yðar hátign, leyfa mér að leiðrétta þennan yðar misskilning og láta yður vita að Metúsalem Jóhannsson hefir aldrei, hvorki fyr né síðar, beðið mig að vinna fyrir sig óþrifaverk og eg er alveg sannfærður um að nefndur M, J. hefir hvorki misboðið sjálfum sér né öðrum með beiðni um slíkt. En meðal annara orða, hr. ritstjóri, hafið þér ekki sótt um upptöku í ritstjórafélagið hér í bænum. Þætti mér líklegt, að blaða- mönnum hér í bænum þætti frekar sómi að yður í félaginu og að sjálfsögðu mikill lið- styrkur að yður, svo vitur og virðulegur maður sem þér eruð. Það skal að vísu tekið fram, að Oddi Sigurgeirssyni mun hafa verið synjað um upptöku í nefnt félag, en þar sem þér eruð honum svo langt um fremri, tel eg engar líkur á, að sama verði látið ganga yfir ykkur báða. Ekki nenni eg að skrifa ritdóm um blaðið yðar og væri það þó vel þess vert, en í sem stytstu máli vil eg segja álit mitt um blað þetta. Það er nokkuð Kleppmenskulegt og ekki frítt um að vínþefur nokkur sé af því, en að líkindum gamall og frá þeim tímum, sem þér stóðuð aðallega á staupaþingi, þessi lyktsterku efni eru sein að rjúka burtu. Virðingarfylst. Pétur Jakobsson. Til hr. ritstjóra Ara Þórðarsonar. Ekki er heppilegt fyrir Ara og hans nánustu að búa í húsi, þar sem ekki eru fleiri íbúðir á sömu hæð og Ari býr, því oft verður að bjarga konunni hans úr klónum á honum í ölæðisköstunum, — eða þegar innrætið leitar út. Ef maður býr á Hverfisgötu og skuldar þar rafmagn, þá fylgir skuldin manni þó flutt sé á Laugaveginn, alveg eins og draugamir íylgdu góðum ættum í gamla daga. — í hitt- eðfyrra fylgdi Ara rafmagnsdraugur, og það er ekki hægt að losna við rafmagnsdrauginn nema að kveða hann niður — borga rafmagns- skuldina. En Ari er nú ekki vanur að borga, og af því Ari hefir oft skipt um verustaði síðan í hitteðfyrra, þá er hann líka búinn að útvega konunni sinni og barninu rafmagns- draug. Z. Útgefandi og ábyrgðarmaður: ÓLAFUR ÞORSTEINSSON Grettisgötu 20 A. Prentsmiðjan Acta. V I P A N Auglýsin g Tapast hefir frá Þormóðsdal fyrir mörgum' árum, bleikur hestur, marklaus, snillingur til fótanna. Hver sem gæti gefið upplýsingar um hest þennan, hvert heldur það er Ari Þórðar- son eða aðrir, fær góð ómakslaun hjá útgef- anda þessa blaðs. Ari búfræðingur Þegar eg var ungur bóndi í Borgarfirðin- um kom í búnaðarskólann á Hvanneyri ungur Hafnfirðingur, að nafni Ari Þórðarson. Var það hans fyrsta, er hann var á staðinn kom- inn, að raupa af sér og sínum yfirburðum við skólastjórann, sem var hæglátur og yfirlætis- laus maður. Lýktist Ari þessi mjög Jóni sterka í Skugga^Sveini, að hóflausu raupi og lítilmensku. Það var vani skólastjórans, að láta skóla- sveina rista ofan af, hvern um sig, hundrað ferhymingsfaðma stórum bletti og vildi hann með þessu mæla þrek nemendanna og verk- lægni. Til voru þeir menn í hópi skólasveina, sem ristu ofan af þessum bletti á dag og eng- inn hafði sá amlóði verið á skólabekk þar, að ekki lyki hann þessu verki á tveimur dögum. Leiddist nú skólastjóra marrið í tálknunum á Ara og vildi reyna orku hans víðar en í skolt- inum. Var honum því fenginn hundrað fer- hyrningsfaðma blettur til ofan af ristu og skyldi honum ekki annar starfi til fenginn fyr, en hann hafði lokið þessu verki. Lét Ari drýgindalega yfir og kvað sér ekki mundi endast verk þetta öðrum fremur. Byrjaði svo Ari að vinna verk þetta, en sótt- ist illa. Stóð hann að þessari vinnu í fulla sjö daga og rómaði mikið erfiði verksins og hve vel sér hafði sókst það. Þegar skólastjóri hafði litið yfir verkið, varð honum svohljóð- andi ljóð af munni: „Ofan af rista Ari kann, um það margt ber vottinn. Á sjö dögum verk sitt vann, varð því minni en Drottinn". Kann eg þessa sögu ekki lengri, en sagt var mér að líkt og ofanafristan, sóttist alt nám hjá Ara greyinu. Gamall Borgfirðingur. I næsta blaði verður rætt mikið og margvís- lega um Ara Þórðarson; verða gerðir kunnir nokkrir sprenghlægilegir kaflar úr verslunar- sögu hans og rætt verslunarsamband hans við læknir nokkum hér í bænum. Mun lesendum blaðsins þykja kaflar þessir fróðlegir, enda munu þeir gefa nokkuð glögga hugmynd um viðskiftafélagslíf þeirra, Ara og doktorsins.

x

Svindlarasvipan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svindlarasvipan
https://timarit.is/publication/621

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.