Svindlarasvipan - 03.02.1933, Blaðsíða 3

Svindlarasvipan - 03.02.1933, Blaðsíða 3
SVINDLAR A S V_I_P A_N fé — tvær miljónir — í útlendum bönkum, og j þegar að hann næði í það fé, ætti hann hægt j um vik með endurgreiðslu á öllu þvi, sem hann hefði frá okkur tekið, og þessari ósvífnu stór- j lygi trúði Guðrún statt og stöðugt. j Ég býst líka við því, að lesendunum þyki | viðskiptasagan okkar Ara ærið ljót, en þó eru 'j til menn hér í bænum, sem hafa ljótari sögur ; að segja af viðskiptum sínum við Ara, og : verða þær raktar í næstu blöðum. jj Ég er nú orðinn gamall maður og ég hefi j reynt sitt af hverju og margan barninginn j tekið um dagana, en ég held að ég treysti mér ekki — ef ég væri sem Ari Þórðarson, — að j berjast við mín eigin óþrifaverk, því þau hljóta að ásækja Ara eins og afturganga það sem eftir er æfinnar. Ara-reid Lag: Gissur ríður góðum fáki. Ari ríður Ólafs fáki, eintóm svika reið, fjárprettirnir fönineyti, fer hann |ölt og skeið. Búnir eru dollararnir. Böl er að því. Bundinn skyldi hann hanga á hesti, hlýðið, góðir menn. Vont er Ara veganesti, versnar máske senn. Og sorgirnar hans eru þungar sem blý. Dansa þú nú svikavalsinn sóma bleikur minn. Ég er að kenna þér aðferðina, elsku fákurinn. Búnir eru dollararnir. Böl er að því. Af hálsinum; ef ég hausinn missi: Hver var það sem stal? Ferðu aftur óáreittur upp í Þormóðsdal. Og mínar verða sorgirnar þungar sem blý. Ótal pennar eru á lofti. Allt í loga-glóð. Þórð minn vestur í Þrándarholti þrýtur dug og móð. Búnir eru dollararnir. Böl er að því. Innlend smán mig yfir dynur, ótal gömul svik, því fer mér úr þessu að verða þungt og stirt um vik. Mínar eru sorgirnar þungar sem blý. Z. X. Ari á yfirreið Eitt sinn var Ari á vergangi um Melasveit. Kom hann á bæ nokkurn, hitti bónda að máli og bauð honum munngát. Bónda gazt vel að myðinum, drakk fast og varð ölvaður. Er drykkurinn fór að svífa á bóndann, vildi Ari þegar gera kaup um óðal hans og lét bóndi til- leiðast með kaupin. Vóru þau víst meira Ara í hag en bóndanum. Samdi Ari kaupmálann, en bóndi undirritaði. Reið Ari svo í brott og létti eigi fyr en hann hafði komizt norður fyrir Skarðsheiði. Þegar ölvíman rann af bónda, fór hann að íhuga kaupin og áleit víst, að hann bæri skarðan hlut af komu fóla. Tók bóndi þegar hest sinn, reið eftir, og létti eigi fyr en hann kom norður fyrir Skarðsheiði. Fann hann Ara þar, krafði hann um kaupmál- ann, en Ari kvaðst ekki láta lausan, þar sem Ari á stolxia. Bleik Lag: Man ég grænar grundir. Ari á Ólafs fáki yfir landið fer. hefnd þó honum skáki í hnakkinn lyftir sér. Fullur fals og pretti fer hann yfir láð. Svikanet út setti sitt í lengd og bráð. Stolið hefir hesti horskum bónda frá, hönd á honum festi heima þar hann lá. Vendir svo til Víkur, vöskum hesti reið, jafnt þér flestar flíkur fara á þeirri leið. Sést þú hvergi sveima sann-nefnt hestaval. Átti ávalt heima upp í Þormóðsdal. Ég þann vininn átti, unz að ræninginn, fullur fals og slátti fór með hestinn minn. Seldi Jóni síðan sjálegt essið það, Ólafs iU var líðan er hann vissi hvað? Ari ílskumenni ætlast fyrir nú. Auk hins alls hann spennir Ólafs hringabrú. Ari eins og dauðinn einatt sést á bleik, fer hann fyrst og seinast fram á þessum leik geyst, með anda örgum, ill með Loka-ráð. Vildi hann yrði vörgum varmennið að bráð. Fjörugur í ferðum fákur Ólaf bar, góður búinn gerðum glæsilegur var. Hátt nam höfuð bera, hljóp mjög létt á skeið, undan vildi vera, væru fleiri á reið. Aldrei hefir Óli eignast slíkan hest. Sýndist eins og sjóli sitja manna bezt fákinn, þó hann þyti þúsund rasta leið. 1 hjarta færðist hiti hann er rann á skeið. Ari skuldar öllum, engum borgar neitt, fær ei varizt föllum, fjandi er það leitt. Geti hann stolið gripum, gerir Jóni skil. Senn mun hýddur svipum satans oní hyl. Ari áfram ríður, allt er svika-reið. Bleikur hvergi bíður, búið er hans skeið. Óli eftir leitast, enginn finna má hestinn, sem að heitast hugans unni þrá. Ómennið hann Ari aldrei skilar bleik, situr í sama fari sinn við skollaleik. Engum grið hann gefur gráðgur vargur sá. Margan hreldan hefur. Hann skai launin fá. Jack. kaupin væru ger. Reiddist bóndi þá og skor- aði Ara á hólm. Ari kvaðst eigi mundi berjast og léti sér lítt hólmgöngur. Reiddi bóndi þá upp svipu sína og kvaðst mundi færa hana í höfuð Ara, ef hann léti ekki kaupmálann lausan, en Ari færðist undan. Tók bóndi hann þá og hristi svo mjög, að brakaði í allri beina- grindinni. Varð Ari þá svo hræddur, að hann hné til jarðar. Sá hann sinn kost beztan að skila afsalsskjölunum, enda hafði bóndi afráð- ið að gera Ara sömu skil og Grettir gerði Gísla forðum, ef hann hefði sýnt mótþróa. Flæktist Ari svo nokkurn tíma um bygðir Borgfirðinga. Hugsaði hann líkt og Grettir, er hann hafði aðsetur á Vestfjörðum, að láta greipar sópa um flet kotunganna, en bæði var, að þingreiðar stóðu ekki yfir og goðar því allir heima og hitt, sem ekki var léttara á metunum, að Ari var ekki eins burðafrekur og Grettir, því það vita allir, að Ari er fúinn ,og óstyrkur með afbrigðum, jafnvel þó flest kvenfólk, seín harin hefir gengið til fangs við hafi órðið undir. Z. C. W. Ari við Brákarpoll - Ari flutti eitt sinn bú sitt vestur um Skarðs- heiði og tók sér bólfestu í Vestfirðingafjórð- ungi, við Brákarpoll. Byggði hann þar skála, færði út veggi og sló rjáfri yfir. Skorti hann mjög föng til framfærslu hjúa sinna og enn- fremur viðu til skálagerðarinnar. Leitaði hann þá fulltingis bænda um flest það, er til þurfti. Gerðist hann nauðleitarmaður í héraði og veitti búum þungar sifjar og skulu hér tilfærð nokkur atriði af handahófi. í þann tíð bjó ríkur hofgoði að Stórahrauni. Kom Ari að máli við hann og beiddist ásjár. Fór svo að goðinn hét honum brautargengi, er fólgið var í ábyrgð, sem Ari sagði að goð- inn þyrfti alls ekki að borga, en svo fóru leik- ar, að goðinn varð að selja sjötíu stóðhross ti) að ljúka ábyrgðarskuld þeirri, er Ari skóp hon- um. Lýkur svo þessurn þætti, en sagt er að Ari hafi enn ekki enaurgoldið goðanum féð, enda bætir Ari engum skaða þann, er hann ! veitir. Sólon.

x

Svindlarasvipan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svindlarasvipan
https://timarit.is/publication/621

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.