Svindlarasvipan - 13.02.1933, Qupperneq 4

Svindlarasvipan - 13.02.1933, Qupperneq 4
S V I N D Andsvar Að gefnu tilefni leyfi ég mér, herra ritstjóri, að óska birtingar í blaði yðar á eftirfarandi: í blaðsnepli, sem út kom hér í bænum fyrir skömmu og nefnist „Okrarasvipan“ er konan Jóhanna A. Jónsdóttir látin skýra ýmist rangt eða þá villandi frá húsakaupum, sem hún gerði við mig vorið 1981. Þetta ár átti ég húseignina nr. 161 við Laugaveg, og auglýsti hana til sölu. Skömmu síðar er ég hringdur upp í síma af Lúðvík Ás- grímssyni vélstjóra hér í bænum, og tjáir hann mér að hjá sér sé stödd kona af ísafirði og sé hún hér í þeim erindum að festa kaup á húsi, og hafi hún mælst til, að hann leið- beindi henni í væntanlegum húsakaupum, og spyr Lúðvík mig hvort þau mættu ekki skoða hús það, sem ég hafði auglýst til sölu, og leyfði ég það viðstöðulaust. Seinna sama dag kem.ur Lúðvík ásamt konu þessari til mín, og kváðust þau hafa skoðað húsið. Konunni leizt vel á húsið að öllu leyti og kveðst hún vilja — ef saman gangi um verð — kaupa það öðrum húsum fremur, af þeim, sem á boðstólum voru og hún hefði séð. Ég skýri þeim strax frá, að kaupverð húss- ins sé 33 þús. kr. og útborgun þar af við af- sal 6 þús. kr. Er ekki að orðlengja það, að konan gekk að þessum kaupum, og daginn eftir var kaup- samningur undirskrifaður að Lúðvík viðstödd- um sem vitundarvotti. Kaupverðið eins og áð- ur er sagt 33 þús. krónur með 6000 kr. út- borgun um leið og afsal færi fram. Skömmu síðar fór kona þessi til Isafjarðar að ráðstafa eignum sínum og búa sig undir flutning hér suður, og kom hingað aftur um miðjan maí. Kom konan til mín þ. 18. maí og greiddi mér hina áskildu útborgun samkv. kaupsamningn- um kr. 6000.00 og fékk um leið afsal fyrir húsinu með áhvílandi veðskuldum kr. 26.776.56. Eftir tilmælum kaupanda og til að spara kaupanda útgjöld (stimpilgjald) var útborgun- in, sem ákveðin var í kaupsamningnum, ekki látin koma fram í afsalinu og taldi ég mér það heimilt. Ennfremur greiddi fymefnd kona við undir- skrift afsalsins kr. 297,75 fyrir þinglestur og stimpilgjald og rúmar 200 kr. til endurgreiðslu á fyrirframdreiddum vöxtum og sköttum af eigninni. Fasteignamat hússins var 21 þús. kr. og leigðist út fyrir 4500 kr. árlega og gat því staðið straum af sér sjálft ef leigan greiddist. „Standsetning" sú á húsinu, sem Jóhanna mínnist á var sem sagt engin, en hinsvegar lét hún setja kvist á húsið — þvert á móti ráð- um annarra, og má vel vera, að hann hafi kost- að allt að 3000 kr. Jóhanna átti hús þetta rúmt ár, henni hélzt illa á leigjendum. Og svo fengu þeir Kr. Sig- mundsson og Guðmundur Þórðarson umboð til að selja það fyrir hana, að hennar sögn. Þeir útveguðu sem kaupanda Þorvald nokk- um Hlíðdal, og fengu allt að eitt þúsund krónur í sölulaun. Þessi Þorvaldur Hlíðdal upp- fyllti engin skilyrði í kaupsamningi þeim, sem hann hafði gert og lánin, sem á eigninni hvíldu L A R A S féllu í gjalddaga án þess af þeim væri borgað, hinsvegar hirti Hlíðdal þessi leigu þá, sem til féll af eigninni og varði henni ekki til að borga rentur og afborganir af skuldum þeim, sem á húsinu hvíldu. Og eftir langa bið eftir greiðslu var ég til neyddur að biðja um nauðungarsölu á eigninni, þar sem sýnilegt var að engin skil myndu verða gjörð, en húsaleigan hinsvegar hirt af Hlíðdal, sem taldist eigandi, og eignin nídd niður, var húsið lagt mér út 1. ágúst s. 1. Eftir þetta beið ég enn í 6 vikur ef ske kynni að fyrv. eigandi, Jóh. Jónsdóttir, hefði einhver ráð með að borga af lánum þeim, sem á húsinu hvíldu og yfirtaka það, ■ og var það í samráði við tvo lögfræðinga, Brynjólf Arnason og Sveinbjörn Jónsson, sem voru Jó- hönnu að einhverju leyti til aðstoðar. Framanritað er rétt og sönn frásögn um viðskipti mín við fyrnefnda konu. Þetta er „fé- flettingin", sem ég hefi átt að hafa í frammi við hana, ég seldi henni góða eign með sann- gjörnu verði, og þó að henni héldist ekki á þessari eign vegna óhagsýni, og annara óhappaatvika, þá var það ekki mín skuld. Er ég þá búmn að svara þjófnaðar- og svika-aðdróttunum þeim, sem á mig voru bornar í fyrnefndum blaðsnepli, í sambandi við fyrnefnd húsakaup, vitna ennfremur í meðfylgjandi yfirlýsingu hr. vélstjóra Lúðvíks Ásgrímssonar til sönnunar mínu máli. Reykjavík 11. febr. 1933. M. Jóhannsson. Eftir að hafa lesið frásögn hr. Metúsalems Jóhannssonar um húsakaup Jóhönnu A. Jóns- dóttur frá ísafirði og afskipti mín af þeim, þá lýsi ég því yfir, að þar er rétt og satt skýrt frá að öllu leyti, að því er ég best man. Skal það einungis tekið fram til skýringar, að mitt álit var að Jóhönnu hentaði betur minni húseign en sú sem hér um ræðir, en hún ákvað þrátt fyrir það að kaupa umrædda eign. Reykjavik, 11. febr. 1933. Lúðvík Ásgrímsson vélstjóri. Csnsittiin hans Hta Fyrir mörgum árum voru tveir verkamenn við grjótnám hér suður í holti, ekki langt frá, þar sem Landspítalinn er núna, þetta var í júnímánuði. Verður þeim litið upp og sjá, að maður situr á steini skammt frá þeim og blæs í munnhörpu af. öllum kröftum. Þeir ganga til mannsins og sjá þá, að þetta er Ari Þórðar- son; blæs hann í munnhörpuna í erg og gríð. Þeir ávarpa Ara. Lítur hann þá upp á þá og segir: „Ætlið þið að trufla concertinn, helvítin ykkar. Það kostar 5 krónur sætið, nú er kon- ungurinn og drottningin að setjast í sína stúku“. Mennimir gengu í burtu og hristu höfuðin. Seinna sama dag fer maður, sem átti heima á Laufásveginum, þarna suður eftir að huga að hesti. Honum verður gengið fram áAra,situr liann þá enn á steininum og argar á munnhörp- una. Maðurinn spyr Ara hvort hann sé orð- inn vitlaus. Ari hvessir á hann augun og seg- ir: „Þetta er síðasti þátturinn. öll sæti útseld. 5 kr. sætið“. Maðurinn lýsir Ara svo, að hann hafi verið löðrandi í svita, hárið rennblautt í flyksum og hann afar tryllingslegur. I þessu sá maðurinn hestinn, sem hann var að leita að, suður með veginum hjá Blönduhlíð. Hann fór og sótti hann og ætlaði að taka Ara með til baka eða gjöra aðvart um að hann væri orðinn brjálaður, en Ari var þá horfinn, þegar maðurinn kom aftur. X. V I P A N Athygli Alveg sérstaka athygli vakti grein mín „Fjárprettir og fólskuverk“ í síðasta blaði. Er óhætt að fulyrða, að engin blaðagrein í seinni tíð hefir vakið eins almenna athygli, enda líka ekki að furða þó almenningi yrði ekki um sel að geta átt von á því hvenær sem vera skal, að Ari banki á stofuhurðina og hirði helming eða allar eigurnar, sem á heimilinu eru. Því fer Ari ekki í mál? spyrja sumir. Lög- in eiga þó að vernda hann eins og aðra, segja aörir. Nei, Ari fer ekki í mál við mig, af því hann veit að ég hefi ekkert ofsagt og ekkert sagt ósatt í viðskiptasögunni okkar. Útgef. Fáein orð til skýringar Ég mun hafa sl. ár í nóvember skrifað greinarkorn í Alþýðublaðið, sem svar við hnútukasti Ara Þórðarsonar til mín fyrir víxlakaup þau, sem ég hefi með höndum hér í bænum. Virtist Ari öfunda mig mikið af þeim gróða mínum. Til að sýna fram á hve \ anskilegt væri um gróða af víxlakaupum yfir- leitt tilfærði ég dæmi, þar sem ég tapaði stórri upphæð sökum galla á víxli. Þetta notar Ari sem stórkostlegt árásarefni á mína lögfræði- legu þekkingu og gefur í skyn, að ég þekki ekki texta víxla. En sannleikurinn er sá, að víxillinn var falsaður og í því var gallinn fólg- inn. Þetta vissi Ari fyrir löngu síðan, en til að. þjóna sínu góða innræti, sneri hann þessu til hins verri vegar. Má um þetta segja, að sjaldan bregður Ari vana sínum. Pétur Jakobsson. Xieiðrótting' Af vangá hefir fimmta erindið í kvæðinu „Ari á stolna Bleik“, sem birtist hér í blaðinu, sem út kom 3. þ. m. misritast og er það leið- rétt hér. — Erindið er svohljóðandi: Eins og dauðinn einatt Ari sést á Bleik fer hann fyrst og seinast fram í þessum leik geist, með anda örgum, ill með Loka-ráð. Vildi hann yrði vörgum varmennið að bráð. Eru lesendur blaðsins vinsamlega beðnir að taka þetta til athugunar. Höfundurinn. Þan blöd sem út eru komin af Svindlarasvipunni fást hjá blaðasalanum á Lækjartorgi og í Hafnar- siræti 18 — hjá R. P. Leví. Það var áformað að þetta blað kæmi út í tvöfaldri stærð, en af því að útkomudagur blaðsins var bundinn við póstferðir út um land og hinsvegar mikið annríki í prentsmiðjunni, gat ekki af því orð- ið. Útgefandi og ábyrgðarmaður: ÓLAFUR ÞORSTEINSSON Grettisgötu 20 A. Prentsmiðjan Acta.

x

Svindlarasvipan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Svindlarasvipan
https://timarit.is/publication/621

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.