Svindlarasvipan - 18.04.1933, Blaðsíða 2

Svindlarasvipan - 18.04.1933, Blaðsíða 2
S V I N D 1915 eða blaðaútgáfu minni, en það safnast þegar saman kemur, og betra hefði verið fyrir Ara að húsið hefði verið byggt kjallaralaust IV. Konan frá ísafirði. Konan Jóhanna A. Jónsdóttir kveðst hafa skrifað undir kaupsamning, sem hún hafi aldrei lesið — eða Ari lætur hana segja það —. Þessi sama kona hefir sagt í viðurvist votta, að hún hafi aldrei lesið það, sem hún hefir skrifað undir fyrir Ara, og er það Ara líkt að hafa notað sér það. Ari lætur Jóhönnu þessa halda því fram, að hún hafi aldrei ætlað að kaupa húsið nr. 161 við Laugaveg af Metú- salem og hún hafi ekki vitað hvað hún undir- skrifaði þegar hún undirskrifanði kaupsamn- inginn, — auðvitað er þetta ógeðslegt skálka- par hjá Ara að gera konu þess að svona mikl- um fáráðling — því það er hún ekki — enn nú skulum við hugsa okkur að þetta sé satt, — konan hafi ekki ætlað að kaupa húsið og ekki vitað undir hvað hún skrifaði. Eftir undir- skriftina fór hún næst til fsafjarðar og hennar fyrsta verk eftir að hún kom að vestan er að fullnægja kaupsamningnum og borga 6500 kr. í peningum. Sýnir það ljóst, að hún vissi undir hvað hún skrifaði og henni var áhugamál að kaupa húsið, en kaupin auðvitað farin út um þúfur, ef hún greiddi ekki hina tilskyldu útborgun — en gat hins vegar ekkí gert konunni til né frá þó hún gengi frá kaup- unum, þar sem engin viðurlög voru ef kaup- umum væri rift, enda öll þessi lygasamsuða Ara út af þessu einskisvirði. Má í því efni treysta betur vottorði Lúðvíks vélstjóra, þekkts manns og nokkurskonar meðráðamanns Jóhönnu í þessum kaupum, heldur en haturs- fullum lygasamsetningi Ara Þórðarsonar. V. Sambýlið. Þó að langt sé á það að minnast og leiðin- legt á það að minnast, þá hefi ég verið í sambýli við Ara Þórðarson. Ég bar nú held- ur skarðan hlut frá borði eftir það sambýli. En Ari hefir líka verið í sambýli við annan n>ann, Metúsalem Jóhannsson, og hann hugs- aði sér gott til glóðarinnar þegar það sambýli var stofnað. Ari bjóst við að þar væri af miklu að taka, þar væri feitan gölt að flá, því fé- flettingar voru nú aðalatriðið hjá honum þá sem endranær. Metúsalem bar gæfu til að standa af sér allar svikatilraunir Ara og eftir sambýlið tapaði hann ekki öðru en nokkrum hundruðum í húsaleigu, en kynntist um leið öllum hugsanlegum svikaplönum Ara, sem hann ætlaði að reyna að koma í framkvæmd við hann; einnig óreglu og aumingjaskap þessa ógæfumanns. En vegna þess, að Ara brást þarna bogalistin við Metúsalem Jóhannsson, þá lagði hann á Metúsalem óslökkvandi og óstjómlegt hatur, og gengur svo langt í því, að hann tekur viðurværið frá skylduliði sínu til að geta greitt með því nokkurskonar burð- argjald undir óþvegin orð um þennan ímynd- aða andstæðing sinn. VI. Óvættir og illvættir. í löndunum og höfunum eru óvættir af ýmsu tægi, villudýrin í mannsmynd og dýrsmynd eru ekki sjaldgæf sjón. Ara hefir tekizt öðru hverju að þurka út af sér mannsmyndina og vegna dýrseðlisins, sem í honum býr, hefir honum gengið þetta greiðara. Fyrir fjöldamörgum árum var skip í förum núlli Norðurlands og útlanda, þetta var ein- stakt kappaskip og hét „Hertha“. 1 eitt skipti þegar skipið er á ferð á milli landa, lendir það í byrleysu og var kyrt mikinn part úr degi, sjá þá skipverjar hvar eitt af illhvelum hafs- ins kemur í ljós allfjarri skipinu; þetta var 'unn svonefndi stökkull, stekkur hann nú upp með litlu millibili og færist alltaf nær, stekkur L A R A S því næst marga hringi kringum skipið og nálgast ávalt þangað til hann í einu stökkinu lendir yfir skipið og skorðast á milli mastr- anna, en höfuð og sporður standa sitt út af hvorum borðstokk. Nú voru góð ráð dýr fyrir aumingja skipshöfina. Þeir ganga í skrokk á illhvelinu með öllum breddum, sem þeir áttu yfir að ráða og loksins geta þeir saglað stökk- ulinn í sundur í miðjunni og partarnir duttu í hafið þar sem þeir höfðu áður verið. Þessi saga um illhvelið er ekki ósvipuð sög- unni um aðferðimar hans Ara Þórðarsonar. Illhvelið ætlaði að granda skipinu, en það var því um megn og það beið dauðann af vasa- hnífum sjómannanna, sem voru þó svo marg- falt minni en stórfiskurinn. Ari hefir í raun og veru í mörg ár alltaf verið að stökkva á bráð sína og hann hefir alltaf verið að stökkva fram á þennan dag, hann stekkur á Metúsalem Jóhannsson og Pét- ur Jakobsson, en hann rei.knar stökkið skakkt út, alveg eins og stökkullinn, sem festist á ndlli mastranna á „Herthu“. Ari festir sig á milli þeirra Péturs og Metúsalems, og svo kem ég ósköp rálega í mínum vinnufötum beint úr kjalaraíbúðinni á Grettisgötu 20A — Ari kannast við íbúðina —. Ég legg til Ara j með Svindlarasvipunni, ég sarga hann í sund- ur í miðjunni, og partarnir detta ofan í skít- inn, þar sem þeir áður voru. VII. Óorð á tugthúsið. Fyrir nokkrum árum var Ari tekinn í einu ölæðiskasti sínu og settur inn í tugthúsið, þegar þangað kom lét hann öllum illum látum, öskraði, bölvaði og barði allt utan. Fanga- vörður var þá hinn þekkti sæmdarmaður Sig- urður Pétursson. Þegar ólæti Ara höfðu staðið nokkra hríð fer fangavörður til Ara og kveðst ekki vilja hafa þessi ólæti, ef þessu haldi áfram, „þá komi Ari óorði á húsið“. Hvernig finnst nú mönnum að Ara Þórðar- syni fari það að finna að breyttni annara n-anna, þegar fangavörðurinn býst við því að tugthúsið fái óorð á sig ef Ari gistir þar nátt- langt, og hefir það þó ekki af miklu að má. Og mörg erfiðisverkin hefi ég unnið um æf- ina, og hefir mér þá hvorugt hentað hanzkar eða flibbar, en einna mest óþrifavinna er nú það, sem ég hefi gert um dagana er það að eiga orðastað við Ara Þórðarson, þennan óþrifagemling þjóðfélagsins, og hefir það ef til vill verið óþarft verk, því þó ætíð sé á því klifað að aldarfarið sé orðið spillt, þá er það nú ekki verra en það, að það fordæmir rnenn- ina og minningar þeirra manna, sem hafa lát- ið eftir sig liggja ámóta ósama og ódáðaverk og finnanleg og sjáanleg eru beggja vegna götunnar þeirrar, sem Ari Þórðarson hefir gengið. VIH. Hann krossar sig uppi í Landakoti. Það er verið að reyna að sanna sökina á al- ræmdan bruggara austan úr sveit. Málið er sótt og varið uppi í Hæstarétti. Áheyrendurn- ir eru margir, en húsrúmið er lítið. Ari Þórð- arson klessir sér upp að hliðinni á uppgjafa- presti utan af landi, rétt eins og hann væri jafningi þessa útslitna sálusorgara. Það er komið vor, langir og sólríkir dagar, næstum þröng á gangstéttum borgarinnar, það er líka ú.tsala í Vöruhúsinu og hjá Haraldi; ekkja sem býr inn á Laugavegi og þrjú börnin henn- ar eru á leiðinni upp Bankastræti, hún kemur með bömin frá Lofti, það var verið að mynda þau ,og það á að senda myndimar vestur í Canada til efnaðs skyldfólks mannsins hennar sálaða, •— hún mætir Ara Þórðarsyni í Banka- strætinu og hann nuggast utan í blessuð sak- laus börnin, og þó hafði konan þennan morgun eins og alla aðra morgna beðið guð að forða sér frá öllu illu. En þó tekur nú út yfir allan þjófabálk þeg- V 1 P A N ar að Ari Þórðarson, þetta aumingja afbrota hrak, fer upp í Landakotskirkju, dýfir hend- inni ofan í vígða vatnið og krossar sig á brjóstið og hneigir sig fyrir heilagri Maríu myndinni, en fremur svo jöfnum höndum svik- in og þjófnaðina fyrir og eftir messuna, og er þessi kirkjuganga og krossun Ara stórhneyksli og svívirðing, hvernig sem á hana er litið. Útgefandinn. Þáttur úr æflsögu Ara Þórðarsonar Scutt lýsing af fjárprettum og fólskuverkum hans, — eitt af mörgum. Einn af góðborgurum þessa bæjar er Böðvar Jónsson, sem um alllangt skeið vann hjá H.f. Pípuverksmiðjan. Er hann drengur hinn bezti, enda af góðu bergi brotinn. Hann átti um eitt skeið húsið nr. 11 við Grundarstíg hér í bæn- um. Mun fjárhagur hans hafa verið nokkuð erfiður og af þeim ástæðum vildi hann selja húsið. Ari er engu síður þefvís en hundarnir. Fann hann brátt lykt af fjárhagserfiðleikum Böðvars. Kom hann að máli við Böðvar, fullur íals og fláræðis, líkt og Djöfullinn í Eden forð- um. Býður hann Böðvari að selja húsið f.yrir hann í skiptum við mótorskipið „Týr“, sem sé verið að ferma með matvöru, er eigi að fara tii Vestfjarða. Býður Böðvari að koma með sér niðup að höfn og líta á skipið. Liggur það viö Geirsbryggju og eru menn að bera mjöl- poka út í það. Böðvar kvaðst ekki hafa not fyrir skip þetta, en Ari kvaðst hafa kaupanda að því fyrir kr. 36.000,00, en á því hvíldi kr. 12,000,00, fyrsti veðréttur, og vildi kaupand- inn borga kr. 22.000,00 í peningum þá þegar. Varð það þá afráðið, að Böðvar keypti skipið og seldi eiganda þess húsið og í tilefni af þessu var svo gerður makaskiptasamningur. Ari kom með skriflegt tilboð frá kaupanda skipsins samstundis, en þurfti að fá það lán- að, því hann ætlaði að sækja peningana til hins væntanlega kaupanda að skipinu. Ari var nokkuð lengi að sækja peningana og fór svo Böðvar að leita hans. Var hann þá kominn á þreifandi blind fyllerí og engu tauti hægt við | Ara að koma. Fór Böðvar þá að athuga nánar um skipið og hvort það væri siglt til Vest- íjarða. Sér hann þá, sér til mikillar undrunar, að verið er að bera mjölið upp úr því aftur og spyr hvers vegna. Er honum tjáð, að láðst hafi að láta fara fram skoðun á því áður en það var fermt, en við skoðunina hafi komið í ljós, að skipið var alósjófært, enda eitt hið aumasta ræskni, sem á sjó ílyti. Var þá farið að leita að Ara og heimta af honum kaup- tilboðið, sem hann kom með, að skipinu og fckk lánað í ferðina til að sækja peningana. Vissi Ari ekkert um það, enda æðisgenginn af ofdrykkju. Var þá næst að leita að mannin- um, sem kauptilboðíð hafði gefið. Kom þá í ljós, að það var blásnauður þurfamaður, sem nokkrum vikum seinna var fluttur hreppa- flutningi á sína sveia vestur á land. Svo var um þessa verzlun Ara Þórðarsonar. Hann hélt fylliríinu áfram í fullar sex vikur og var orðinn svo æðisgenginn af drykkju- skapnum og sínum dýrslega lifnaði að hann hljóp út um götur bæjarins um nætur, á nátt- klæðunum, barði þar sjálfan sig og rak upp hin viðbjóðslegustu villidýrsöskur, en inni gerði hann allar sínar nauðsynjar í rúmið. Varð svo endirinn sá, á þessum túr Ara, að iiann var settur í Steininn meðan var að renna af honum, en í Steininum þekkir Ari sig flestra Reykvíkinga bezt. Að þessu öllu búnu seldi Ari Þórði lækni Thoroddsen sölulaunin og skyldi sú upphæð ganga upp í gamlar ábyrgð-

x

Svindlarasvipan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svindlarasvipan
https://timarit.is/publication/621

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.