Svindlarasvipan - 18.04.1933, Page 4

Svindlarasvipan - 18.04.1933, Page 4
S V l N D Jrar með talin málafærslulaun til skipaðs verj- anda kr. 2000,00. Dómnum ber að fullnægja að viðlagðri að- för að lögum. Rétta útskrift staðfestir skrifstofa Svindl- arasvipunnar í apríl t933. (sign.) Útgefandi Svindlarasvipunnar. Jói. ,Heíðurs míns vegna' Ari Þórðarson skrifar lögreglustjóranum í Reykjavík og biður hann að rannsaka það fyr- ir sig, hvert það sé ekki áreiðanlegt, að Ari Þórðarson hafi fyrir mörgum árum stolið pen- ingum og reiðhesti frá Ólafi í Þormóðsdal. í þessu bréfi er Ari Þórðarson einnig að hæðast að Ara Þórðarsyni; segir Ari Þórðar- son, að Ari Þórðarson, sem engan heiður hefir átt, geti ekki legið undir þessum áburði Ólafs „heiðurs síns vegna“. Einnig kemst Ari Þórð- arson að þeirri niðurstöðu, að ef Ólafur segi þetta satt um Ara Þórðarson, þá sé Ari Þórð- arson i raun og veru stórglæpamaður og er það nokkuð seint séð hjá Ara Þórðarsyni. Eins og vænta mátti endursendi lögreglu- stjóri Ara þetta bréf og sagði honum að þetta væri einkamál. Ari lét sér ekki það nægja og fer að disputera við lögreglustjóra hvað væri lög og ekki lög. Lögreglustjóri er viðurkennd- ur einn af beztu lögfræðingum þessa lands og gat ekki falist á lögskýringar Ara og varð ótvírætt að láta Ara skilja, að samtalinu væri lokið. Og eklci er nú kjarkurinn heldur mikill hjá Ara, í þessu fyrnefnda bréfi, sem er dagsett 22. febr., biður hann um lögregluvernd, er hann þá orðinn svo hræddur við Ólaf frá Þor- móðsdal, sjötugann manninn. Býst Ari við að heilsu sinni sé hætta búin af Ólafs völdum. Að líkindum eru víst allir sammála um það, að enginn skaði væri skeður þó Ari fengi kvef eða hrykki upp af. Eru það líka daglegir við- burðir að fólk kvefist og eins að fóhc deyi, og getur engin lögregluvernd dugað í þeim efn- um, en ef lögregluþjónamir eru ekki mjög önnum kafnir, er ekkert á móti því að láta þá vernda og elta Ara. Er óvíst að Ari kæmi eins við svikum og þjófnuðum ef lögreglu- þjónn væri á hælum hans, og svo greiðir bær- inn lögregluþjónunum kaupið, og bærinn greið- ir Ara styrk, svo þarna væri þá bara eitt jarfyrirtækið að hjálpa öðru. Óskar. AriáGoðalandi Þegar híenan Ári Þórðarson hafði sleikt upp allar eignir Ólafs frá Þormóðsdal og var far- inn á vergang með ráðskonuna hans og Ólafur var hættur að mjólka þeim, varð eitthvað til bragðs að taka. Þá var fyrst að ljúga út úr stúlkunni dollarana, en þeir þrutu sem von var. Hafði Ari þá engan ránsfeng í sikti og varð Guðrún því að sjá þeim fyrir lífsuppeldi, sér og þessum skemmtilega dela Ara Þórðar- syni. Réðist Guðrún þá í að reka hér kaffihús, sem hún nefndi Goðaland. Var það á Lauga- , vegi 19. Hagaði þar svo til um húsaskipun, að | götumegin var stór veitingastofa og inngangur í hana frá Laugaveginum. Var veizlugestum gildaskálans ætlaður þar inngangur. í bakhlið hússins var lítil stofa og eldhús og var svo- nefndur bakdyra-inngangur. Ari lifði um þessar mundir í freklegu kvennafari og fylliríi, þurfti mikinn mat, sér til endurnæringar eftir of- nautnir þessar. Varð Guðrún að gefa honum matinn og framselja líkama sinn, hvortveggja eftir gildustu þörfum Ara, sem ekki voru litl- ar. Ara var ekki mikið um að almenningur vissi, að hann hefði lífsuppeldi sitt hjá Guð- L A R A S rúnu á Goðalandi. Lét hann alstaðar í veðri vaka um þær mundir, að hann lósseraði á Hótel ísland. Þegar Ari kom á Goðaland, gekic hann ekki um fordvr, sem aðrir gestir, heldur Iaumaðist inn um bakdyrnar og inn í stofuna í bakhlið hússins við eldhúsið. Þegar inn var komið var það Ara fyrsta verk að breiða fyrir gluggann og halla sér upp í legubekk, sem þar var í horni og beið eftir matnum. Yanalegast var hann hungraður eins og hund- ur, illt í höfði, með magapínu og ógurlegan indgang, var því hin megnasta andstyggð að vera nærri honum, en sá skuldadómur beið aðeins húsfreyjunnar á Goðalandi. Hún varð að seðja hungur Ara og skammta honum í dall og hakkaði hann matinn í sig með hinni við- bjóðslegustu græðgi, en fengi hann ekki mat- inn og fleira hjá húsfreyjunni átti hún á hættu að hann skemmdi mat og matarílát fyrir henni, líkt og Írafells-Móri gerði forðum. Matinn fékk Ari og borgaði ekkert fyrir og annað, er hús- freyjan á Goðalandi gat af mörkum látið, en Ari lét sér ekki nægja lítið. Þá vantaði pen- inga fyrir brennivín, því það vill Ari hafa í ósviknum nræli. Varð Guðrún að skaffa hon- um nokkrar krónur daglega fyrir brennivín auk fæðis og fleira. Gekk svo um hríð, en sá timi kom, að hún lenti í peningaþroti og hafði ekki til drykkjupeninga handa Ara eftir kröfu hans. Gerði Ari sér þá lítið fyrir og mölvaði öll búsáhöld hennar og yfirgaf hana svo fé- lausa og einmana. Þetta segja þeir sem til þekkja að sé líkt Ara Þórðarsyni ritstjóra. Lambi. Er maðurinn brjáíaður? Glæpamaðurinn Ari Þórðarson, drykkjuræf- illinn Ari Þórðarson, fj ársvikarinn Ari Þórðar- son, hreppslimurinn Ari Þórðarson, tugthús- limurinn Ari Þórðarson og Ari Þórðarson, sem er haldinn af og dæmdur fyrir þá ástríðu að sækjast eftir að nauðga kvenfólki, hefir í brjálæðisköstum sínum nú undanfarið gefið út blað um viðskiptameinföng, sem hann svo kall- ar, og nefnir blað þetta .Okrarasvipuna. í síð- asta tölublaði þessa blaðs er hann að reyna að telja lesendum þess trú um, að hann með titl,- ingatísti sínu í blaði þessu hafi slegið svo til hljóðs, að löggjafar vorír hafi af þeim ástæð- um borið fram frumvarp til laga um bann við okri á þingi því, sem nú situr á rökstól- um. Já, margt má nú segja ókunnugum. Ari garmurinn veit víst ekki, að við höfum öldum saman haft lög, sem banna okur og þetta frumvarp, sem nú liggur fyrir Alþingi um þetta efni var borið fram á þingi í fyrra. Ari Þórðarson hræsnari þykist hata okur og okr- ara og þá um leið sjálfan sig. Hann hefir fé- flett menn hvern af öðrum og það svo geypi- lega, að þeir hafa staðið slippir og snauðir eftir. Sem dæmi um hve okrið er langt frá Ara karlinum, ef hann kemst í færi, skal hér nefnt eitt lítið dæmi: Maður nokkur hér í bænum kemur til Ara og biður hann að selja fyrir sig víxil að upp- hæð kr. 3000,00. Ari kveðst geta það, tekur vixilinn og býður hann peningamanni, sem vill gjaman kaupa hann fyrir ákveðið verð. Ari fer á fund víxileigandans og kveðst geta selt víxilinn, en fyrir kr. 200,00 minna verð en hann gat selt hann og svo þurfi hann að fá matvöruúttekt hjá eiganda víxilsins, sem svari kr. 100,00 fyrir að selja víxilinn. Að vísu var þetta orðið nokkuð dýrt fyrir víxileiganda, en þó gekk hann að þessum kaupum. Ari karlinn Þórðarson, sem ekki má heyra okur nefnt tók kr. 200,00 í peningum og kr. 100,00 í úttekt fyrir að selja þrjú þúsund króna víxil eða með öðrum orðum 10% af víxilupphæðinni fyrir að selja víxilinn. Finnst nú fólki ekki, að Ari karlinn geti rétt úr hendumar, engu síður en aðrir, eftir ósviknum ómakslaunum? V. V I P A N Réttyísin yakir. - Réttyísin sefur. i. Fyrir skömmu sat hjá mér eina kvöldstund kunningi minn, er það greinagóður maður og kann frá mörgu að segja. Bar nú ýmislegt á góma hjá okkur og meðal annars barst Ari Þórðarson í tal, hafði þessi maður að ýmsu leyti fylgst vel með Ara og afbrotaverkum hanB undanfarandi ár. og sagði kunningi minn eitt hvað á þessa leið: Það er æði undarlegt hvað réttvísinni í þessu landi geta verið mislagðar hendur, ef sumum mönnum verður eitthvað á, eru þeir vægðarlaust dregnir fyrir lög og dóm og látnir sæta þingstu refsingu sem lögin leyfa, en aftur eru það aðrir sem fremja afbrot ára- tug eftir áratug og aldrei eru látnir svara til saka t. d. eins og Ari Þórðarson, skal ég nú, heldur kunningi minn áfram — segja þér eina sögu sem gerðist í mínu ungdæmi, og sýnir hún ljóst hvað réttvísin var harðvítug á þeim árum. II. Bláfátæk hjón bjuggu á rýrindiskoti í hreppn- um þar sem ég ólst upp, eitt haust eftir allar réttir kom fram lambkreista sem þau áttu ekki í kindum hjónanna. Einn nágranni þeirra varð þess var skömmu síðar að lambið var horfið úr fénu, var nú þetta látið liggja kyrt fyrst um sinn, en rétt fyrir jól var orðrómurinn um þatta lambshvarf orðinn það magnaður í hreppnum, að hreppstjórinn tók sig til, og kærði þennan mikla lambsþjófnað fyrir sýslumanninum, sýslu- maður bregður við, fer á heimili bóndans, bónd- inn meðgengur lambsstuldinn, og sýslumaðurinn og hreppstjórinn taka hann með sér og setja hann í tugthúsið. Skömmu síðar er hreppstjór- inn aftur á ferð og kemur á bæinn sem ég átti heima. Veðrið var næstum riófært — rok og rigning og mikiil elgur á jörð, hreppstjórinn var ekki einn á ferð, sýslumaðurinn hafði sent hann eftir konu bóndans sem lambinu stal, til þess að bera þau saman í réttinum og reyna að gera hana meðseka manninum, og konan var látin ganga á eftir hesti hreppstjórans í þessu veðri og í þessari færð viðlíka vegalengd og héðan upp að Kolviðarhól. Hrepp8tjórinn bað um hey handa hesti sínum og eitthvað volgt handa konunni, hún grét með þungum ekka á meðan hún stóð við á bænum, og hún fór grátandi út úr bæjardyrunum, út í ófært veðrið til að elta hest hreppstjórans eins og leiðin lá að dyrum fangelsisins, þar sem maðurinn hennar var geymdur. Þessi bóndi var sendur með fyrstu ferð til Rvíkur, hann var dæmdur í margra mánaða fangelsi. Konan og börnin fóru á vonarvöl, og þó hafði bóndinn ekkeri afbrot framið, annað en taka lamb sem var 4—5 kr. virði. III. Svona er nú sagan sem kunningi minnsagði mér, það eru um 40 ár síðan þetta gerðist, það hefir margt breyttst til batnaðar síðan, það er orðið sjaldgæft að menn steli iambi, þjófnaðirn- ir hafa færst á annan vettvang, einmitt í öllum þessum framförum er eins og réttvísin hafi ekki getað fylgst með, það er eins og hún hafi dreg- ist aftur úr, eða orðið værukærari með aldr- inum. Málafærslumaður við hæatarétt, kvað hafa kvartað undan því eða sagt frá því að réttvís- in á íslandi svæfi stundum. flún svaf ekki þegar bóndinn stal lambinu, þegar heimilið komst á vonarvöl, og konan var látin elta hest hreppstjórans eins og hundur 6 tíma ferð í ó- færu veðri, — en það er eins og réttvísin hafi fengið sér sæmilegan blund nú í seinni tíð að hún skuli ekki hafa rannsakað nú í kringum 20 ár meðan Ari Þórðarson var að fremja öll sín afbrot. Ólafur Þorsteinsson. Útgefandi og ábyrgðarmaður: ÓLAFUR ÞORSTEINSSON Grettisgötu 20 A. Prentsmiðjan Acta.

x

Svindlarasvipan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Svindlarasvipan
https://timarit.is/publication/621

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.