Alþýðufylkingin - 19.04.1936, Blaðsíða 2

Alþýðufylkingin - 19.04.1936, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUFYLKINGIN Yerkalýðurinn sameinast í eina fylkingu 1. maí jr Eftir Guð.n. O. Guðmundsson formann Dagsbrúnar. Það hefir ætíð verið nauð- synlegt að verkalýðurinn allur stæði sem órjúfanleg heild, þegar þurft hefir að hrinda í framkvæmd stórmálum til hags- bóta fyrir alþýðuna, eða þeg- ar árásir hafa verið gerðar á laúnakjör hennar og ákvörðun- arrétt verkalýðssamtakanna. Af knýjandi nauðsyn hefir alþýðan myndað sín eigin stéttarsamtök, verkalýðsfélög- in, sem síðan hafa myndað allsherjarfylkingu alþýðunnar, Alþýðusamband íslands. Sam- fylking íslenzkrar alþýðu hefir nýlega haldið hátíðlegt 20 ára afmæli sitt. Alla tíð hefir Al- þ5rðusambandið verið höfuð- vígi alþýðusamtakanna i land- inu, það er enginn alþýðu- maður eða alþýðukona hér á landi, sem ekki hafa notið góðs af starfi þess. Nú hefir skipulag auðvaldsins í atvinnu- málunum, einkaframtakið, svik- ið alþýðuna. Þessvegna eru atvinnuvegirnir nú í rústum. Alþýðan, sem framleiðslan hef- ir kallað til sjávarins, stendur nú uppi atvinnulaus og alls- laus. Nú er það hlutverk al- þ5rðunnar að byggja upp á rústum hins hrynjandi einka- rekstursskipulags atvinnuveg- anna, sameignarrekstur stór- framleiðslunnar, en til þess þarf mikil átök. Til þeirra átaka verður alþjrðan öll að vera saintaka undir skipulagðri forustu alþýðusamtakanna. 1. maí nálgast, þá verður hinn skipulagði verkalýður að sýna þeim, sem utan við sam- tökin eru, að alþýðan er vökn- uð til stórra átaka og hún krefst skjótrar úrlausnar á Framh. af 1. síðu. Þetta er sú eina samfylk- ingarhreyfing, sem er alvar- lega takandi og nokkuð hefur að segja fyrir alla islenzka al- þýðu. Fyrir henni eigum við að berjast, þá er einingin tryggð og sjgurinn vís í íramtiðinni. Alþýðufylkingin i Alþýðu- sambandi íslands er að vinna landið. Sprengingarfélög kommún- ista eru að þurkast út. vandamálum þeim, sem að henni steðja, en það er fyrst og fremst vöntun á atvinnu, fæði og klæðum. Það er óskeikul vissa, að hér í bænum væri hin hörmu- legasta hungursneyð, ef al- þýðusamtökin hefðu ekki þau ítök í stjórn ríkisins er þau hafa nú, en um leið dylst eng- um stéttvísum alþýðumanni eða konu, að það er ragur og ihaldssamur Framsóknarflokk. ur, sem er hemill á allar rót- tækar breytingar, sem fulltrú- ar alþýðunnar á Alþingi bera fram, og miða að því að auka lífræna atvinnu, með sameig- inlegum átökum ríkis og bæj- ar. Sameiginleg krafa allra hugs- andi manna í landinu er að allur stóratvinnurekstur, sem verkar á líf fjöldans, verði í höndum ríkis og bæja, en hverfi undan stjórn örfárra öreiga einstaklinga, sem lifa eins og milljónerar á kostnað sveltandi alþýðu. 1. maí á verkalýðurinn að vera samhuga í einni fylkingu þar sem hann krefst róttækra og skjótra aðgerða af bæjar- stjórn, er verði til atvinnu- aukningar. 1. maí eiga allar vinnandi stéttir að sameinast gegn hinu ramma afturhaldi sem kemur fram í aðgerðar- leysi íhaldsmeirihlutans í bæj- arstjórn Reykjavíkur, þar sem hann horfir aðgerðalaus á þá upplausn, sem nú er komin í atvinnuvegina hér í bænum. Þar sem einstaklingsframtakið hefir geíizt upp, er það ský- laus skylda kjörinna fulltrúa bæjarbúa, að nota út í æsar traust bæjarins og samábyrgð þeirra, er hann byggja, tilþess að taka í sínar hendur, og auka framleiðslutækin og reka þau. Það er ekki aðeins verka- lýðurinn sem gerir þá kröfu, það eru nær allir bæjarbúar, því með auknu atvinnulífi fær- ist fjör í öll viðskipti. Það mundi bjarga mörgum skrif- stofu- og verzlunarmanninum frá bráðum atvinnumissi og mörgum smákaupmanninum frá gjaldþroti. Það er skylda hinna skipu- lögðu alþýðusamtaka að Þegar Jverið er að tala um „samfyIkingartiIboð“ kommún- ista, þá eru þeir af sumum talin sú mikla stærð, sem með engu móti verði fram hjá komist. Æfisaga kommúnista, er saga mannsins sem liggur banaleg- una. Hann heldur fyrst að að sér gangi ómerkilegt kvef, og læt- ur öllum illum látum í rúm- inu. Nokkrum sinnum stekkur hann fram úr og klæðist, vegna þess að hann álítur sig þess megnugan. En þessi upp- stökk hans verða til þess, að honum versnar.En þegar dauða- stundin er að nálgast, þá þýt- ur hann á fætur og fer út. Hann fer á fyllirí, og slangrar um allrar götur sem sínar, og er með hinn mesta hávaða og læti. Morgunin eftir finnst hann dauður á tröppunum heima hjá sér. Sama verður saga kommún- ista. Fyrst eftir að þeir klufu sig útúr allsherjarsamtökum verka- lýðsins, Alþýðusambandi ís- lands, voru þeir með allskon- ar brölt. Þeir stofna til verk- falla sem öll fóru út um þúfur, og verða þess valdandi, að þeir verkamenn, sem kommún- istarnir tældu út í slík verkföll, sögðu skilið við þá með öllu. Kommúnistar stofnuðu „Verk- lýðssamband Norðurlands“, sem átti að hafa það að höfuð tilgangi að tæla félög innan Alþýðusambandsins úr því í þeirra samband. Nú er það dautt. hafa forystuna í baráttu fólks- ins fyrir lífinu. Þess vegna mun nú 1. maí öll alþýðan og hennar vinir sameinast í eina fylkingu undir merkjum verkalýðsfélaganna og Alþýðu- sambands íslands. Samkomulag við andstæð- ínga Alþýðusambandsins mun alþýðan aldrei líða 1. maí, því að hann er ákveðinn af verka- lýðnum sem útbreiðsludagur verkalýðshreyfingarinnar, þar sem fast og ákveðið skipulag ríkir. Alþýðufylkingin 1. mai 1936 mun beita sér fyrir einingu verkalýðsins, en gegn einræði og fasisma. Allt brölt kommúnista gegn Alþýðusambandi íslands hefir orðið þess valdandi, að fjöldi manns hefir sagt sig úr komm- únistaflokknum og kosið að vinna þar sem starfið er lif- rænna í Alþýðusambandinu og Alþýðuflokknum. Þannig hefir miðlimum og áhangendum Komtnúnistaflokksins fækkað dag frá degi. Nú þegar þeir, sem enn eru eftir, en það eru nokkrir draumóramenn, sem sjá fram á að þeirra flokki bíður ekkert nema dauðinn. Þá þjóta þeir upp og fara að bjóða verkamönnum upp á „samfylkingu“ — „samfylk- ingu“ um, að þeir fái að hafa sín merki og ræðumenn í kröfu- göngu verklýðsfélaganna 1. maí. Merkin þekkjum við og ræð- urnar kunnum við utan að. Þetta síðasta brölt kommún- istanna, er fylliri dauðvona mannsins. Lofum Kommúnistaílokknum líka að deyja drottni sínum. Hittumst öll heil í kröfu- göngu verklýðsfélaganna 1. mai. Deildarstjóri nr. 105. Deildarstjórar Dagsbrúnar héldu funcí á föstudagskvöldið. Var þar samþykt ályktun um að skora á allan verkalýð að ganga sameinaður 1. maí undir merkjum Alþýðusambandsins. Tillögu þessari greiddu 63 at- kvæði, en á móti var aðeins Arni Ágústsson. Guðm. Ó. Guðmundsson »Samningsaðilinn«

x

Alþýðufylkingin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðufylkingin
https://timarit.is/publication/623

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.