Alþýðufylkingin - 19.04.1936, Blaðsíða 4

Alþýðufylkingin - 19.04.1936, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUFYLKINGIN Var svo komið á tímabili, að pessir svokölluðu núverandi samfylkingarvinir höfðu fengið því áorkað, að félög á stöðum eins og Vestmannaeyjum — Akureyri — Siglufirði — Húsa- vík og jafnvel víðar, rufu sam- fylkinguna [fyrir atbeina þess- ara síjarmandi samfylkingar- kommúnista. Svo mikill þyrnir í auguui var þessum mönnum samfylk- ing íslenzkrar alþýðu, Alþýðu- samband íslands, að sendi- menn fóru um landið þvert og endilangt og rægðu Alþýðu- sambandið og foringja þess. Alþýðusambandið var „höfuð- stoð borgarastéttarinnar“ og því »höfuðóvinurinn“, eins og þeir orðuðu það. Og því ber sannarlega ekki að leyna, að um stund varð hlé á vexti samfylkingarinnar — en sem betur fór aðeins skamma stund. Fyrir ötula forgöngu foringja Alþýðusambands íslands og fyrir næman skilning alþýð- unnar sjálfrar, hélt þessi sam- fylking, sem rofin var 1930, áfram að vaxa er Iítill tími var liðinn, þrátt fyrir látlausa rógstarfsemi „svokallaðra kom- múnista“, er nú var aðallega beint að forustumönnum Al- þýðusambandsins. Hinir svokölluðu kommún. istar eru nú komnir að raun um, að samfylkingu þá, er al- þ)vðan myndaði með Alþýðu- sambandi íslands, er ekki unnt að brjóta niður með einum saman rógi. Nú er ný aðferð viðhöfð, nú eru forustumemn þess rægðir, þeir eru nú orðn- ir höfuðóvinirnir. Frá 1930—1935 telja þessir flugumenn íslenskra alþýðu- samtaka, hinir svokölluðu kommúnistar, samfylkingu al- þýðunnar, Alþýðusamband ís- lands: Höfuðstoð borgarastétt- arinnar er hafi það hlutverk eitt að svæfa stéttarmeðvit- und fólksins, deyfa byltingar- vilja þess. En nú árið 1936gegnir öðru máli — þá er svo sem flest gott og blessað við Alþýðu- flokkinn, Alþýðusambandið — alveg sérstaklega nauðsynlegt að taka höndum saman 1. maí, en á sama tíma ausa við- stöðulaust rógi á forustuinenn þeirra samtaka, sem óskað er eftir samvinnu við. Er hægt að hugsa sér meiri fláttskap, meiri viðurstyggð heldur en það, þegar slíkir menn tala um samfylkingu. Er hægt að ganga öllu lengra í fláttskap heldur en gert er Örjúfandi alþýðufylking Eftir Pétur íslenzk alþýða stendur nú á tímamótum. Hún á í harð- vítugri baráttu við auðvaldið, sem vill ónýta samtakamátt hennar, og einungis hafa hana viljalaust verkfæri til fjár og valdaöflunar. Jafnhliða því, að heyja bar- áttu við þá er vilja stinga henni svefnþorn, reynir hún einnig að vekja þá menn úr alþýðustétt, sem enn þá sofa, til umhugsunar og baráttu fyrir hagsmunum stéttarinnar. Auðvaldið hefir hér eins og annarstaðar fengið nýjan styrk í þeirri baráttu, sem það heyir gegn hinni vaknandi alþýðu. Sá styrkur eru nazistarnir. Framkoma þessara manna er sú sama hér, sem annarstaðar. Þeir reyna, með takmarka- lausu lýðskrumi, að telja fjöld- anum trú um, að það séu maxistarnir sem eigi sök á öllu því sem miður fer. (Hér eru engir gyðingar til að skella skuldinnl á) með þeim vinnubrögðum, sem hér hefir verið lýst. Allir sem til þekkja og við- urkenna vilja sannleikann vita að verkalýðsfélögin eru stéttar- samtök starfandi manna í hin- um ýmsu greinum. Undir merki þeirra í hinni daglegu baráttu skipa menn og konur sér án tillits til pólitískra skoð- ana, aðeins eitt verða menn og konur að undirgangast — að hlýta féiagsaga í hvivetna. Verkalýðsfélögin hafa sín merki, samfylking þeirra, Al- þýðusamband íslands, hefir líka sitt merki. Undir þessum merkjum heyir mestur hluti hins skipulagða íslenzka verka- lýðs sína baráttu fyrir bættum kjörum sínum. Undir þessi merki býður sá verkalýður öllum, körlum og konum, að skipa sér, án tillits til þjóð- ernis, flokks eða litarháttar — ekki einn dag ársins, heldur alla daga jafnt — 1. maí sem aðra daga. Skyldurnar sem þessi skipu- lagða verklýðsstétt leggur einum og sérhverjum á herðar og gengur ríkt eftír að sé fylgt er: Að menn séu þar af heilum hug og hlýtijögum þeim og samþykktum er þar gilda, og gerðar eru af meiri- hlutanum. Pétursson. Nazistarnir eru verkfæri í höndum nuðvaldsins. til þess að blekkja alþ}'rðuna, enda er framkoma þeirra táknræn og í fullu samræmi við gífuryrði íhaldsforingjanna. Þeim er ætlað að vinná þau verk sem foringjar íhaldsins skammast sín fyrir, en til þess að þeir hefðu eitthvert með- mælabréf upp á vasann, hefir Morgunblaðið lýst því yfir að þetta væru „ungir menn með hreinar hugsanir,, (! ! !) Hvað sem um hugsanirnar má segja, þá er víst afreks- verkin eru óhrein. Nú á alþýðan í baráttu við þessi öfl. Þau öfl sem vilja þrælka hana og kúga. Nazist- arnir segja: „Stétt með stétt„ Við segjum: Stétt gegn stétt. Þó ekki þannig, að alþýðu- stéttirnar eigi að berast á banaspjótum, heldur eigi þær, að fylkja sér saman, til bar- áttu, gegn snýkjudýrastéttinni — auðvaldinu. 1. maí nálgast! Menn tala um, að nú sé nauðsyn á því, að alþýðan standi sameinuð og aldrei hafi hún verið meiri. Þetta er rétt. Nú þegar auð- Þeir sem fylgst hafa með í þróun verklýðssamtakanna hin síðari ár, hafa veitt því athygli, að baráttan hefir ver- ið óslitin sigurbarátta í hags- muna og menningarmálum verkl5rðshreyfmgarinnar. í 20 ár hefir íslenzki verkalýðurinn háð baráttu fyrir bættum lífs- kjörum, og aukinni menningu, innan Alþýðusambands ís- lands. Baráttan gekk í fyrstu út á það að bæta vinnulaun, og vinnuskilyrði verkamanna og kvenna, en beindist síðar óhjákvæmilega meðfram að stjórnmálunum, Sú eina alþýðufylking sem verkalýðurinn getur skipað sér í baráttunni fyrir aukinni menningu, og bættum lífskjör- um, er fylking Alþýðusam- bands íslands þvíþærmiklu um- bætur á kjörum fólksins, sem unnist hafa eru fyrst og fremst að þakka ötulu starfi verklýðs- stéttarinnar innan Alþýðusam- bands íslands, sem hefir skap- valdið,^ sendir nazistana út á göturnar 1. maí, er þá ekki nauðsynlegt að alþýðan myndi eina samhuga kröfugöngu? Jú. Verkalýðsfélögin og Alþýðu- sambandið boða til kröfugöngu 1. maí í ár, eins og undanfar- ið. Jafnframt boða kommúnist- ar til svokallaðrar „samfylking- arkröfugöngu“. Þykjast þeir ætla að sameina verkalýðinn þennan dag? Því koma þeir ekki — ef þeim er alvara með samfylkinguna — í þá kröfu- göngu, sem samtök verkalýðs- ins, boða til, þau samtök, sem verkamenn og verklýðssinnar hafa skapað með fórnfúsri bar- áttu. Hafa þeir einhverra ann- ara hagsmuna að gæta enn al- þýðan? Eða hvað veldur? Ekki einungis 1. maí er þörf á að standa saman. Alla daga ársins er þörf á því. Alla daga ársins þarf alþýð- an að standa sameinuð í bar- áttunni fyrir hagsmuna- og menningarmálunum, í baráttu gegn kúgun og sundrungu. Skö£um__órjúfandi__al^ðu- fylkingu 1, maí. Fylking samhuga alþýðu mun leiða sosialismann til sig- urs, Hittumst heil 1. maí í kröfu- göngu verklýðsfélaganna. að það vald sem verklýðs- samtökin ráða yfir í dag. Á frelsisdegi verkalýðsins 1. Maí, sameinast verkalýður um heim allan út á götunum og ber fram kröfur sínar, nema þar sem verkalýðssam- tökin eru bönnuð af böðlum verklýðssamtakanna, nazistum og facistum. Á þessum erfið- leika tímum í sögu þjóðarinn- ar verður alþýðan að standa einhuga og skipa sér í fylk- ingaraðir sínar 1. Maí undir merkjum stéttarfélaga sinna og um leið að heyja baráttu fyrir ósigrandi valdi alþýðusamtak- anna í íslenzku þjóðlífi, fyrir einingu og valdatöku verklýðs- stéttarinnar undir merkjum Alþýðusambands íslands, til sóknar og varnar í frelsisbar- áttu hinsjstarfandi fólks. Jón Magnússon Formaður F. U. J. Útg.: Margir Alpýðuflokksmenn. Víkingsprenf Fram iil baráttu fyrir einingu frelsi og jöfnuði.

x

Alþýðufylkingin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðufylkingin
https://timarit.is/publication/623

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.