Alþýðufylkingin - 19.04.1936, Blaðsíða 3

Alþýðufylkingin - 19.04.1936, Blaðsíða 3
3 ALÞYÐUFYLKÍNGIN Samfylking alþýðunnar undir merkjum alþýðusamtakanna Efiir ]ón Gnðlaugsson varaform. Fulltrúaráðsins. Pyrsti maí er viðurkendur hátíðisdagur alþýðunnar um all- an heim, frelsisdagur hins vinn- andi fjölda, þar sem lýðræðið ríkir og mannréttindin hafa ekki verið fyrir borð borin. Hér á íslandi er stuttt síðan alþýðan fór almennt að halda dag þann hátíðlegan, safnast saman til þess að bera fram kröfur sínar um bætt lífskjör og bætta lifsafkomu. Afþýðusamband íslands, sem er stærsti og fjölmennasti fé- lagsskapur hér á landi, hefir nú um 20 ára skeið unnið að því að sameina allan íslenzk- an verkalýð til lands og sjá- var í eina órofa heild. Það má óefað þakka Alþýðusamband- inu, hvað íslenzkur verkalýður er vel skipulagður og tekur orðið almennan þátt í hátíðar- höldunum 1. maí og skilur orð- ið tilgang dagsins. Á erfiðum tfmum er það venjulega svo að ráðandi flokk- Yerkamenn, Sjómenn, Iðnaðarmenn, Yerkakonur, Yerzlunarmenn, Yerklýðssinnar. ÖIl í eina fylkingu 1. maí. Einungis með pvf að standa sam- einuð, getum við hindrað valdatöku íhalds og fasista og stigið stór skref í áttina til aukinnar menningar og baettra kjara. Sameinumst í kröfu- göngu verklýðsfé- laganna 1. maí. um og ríkisstjórn er kennt um ríkjandi ástand, af andstöðu- flokkunum, án þess að leitað sé dýpra )aeftir j „orsökum og aíleiðingum. Enda er það svo, að and- stöðuflokkar núverandi stjórn- arflokka og ríkisstjórnar nota óspart erfiðleika yfirstandandi tíma, þó vitað ’sé að núver- andi ástand í atvinnu- og fjár- málalífi þjóðarinnar [sé að nokkru leyti vegna þess hvern- Jón Guðlaugsson. ig þeir flokkar, sem farið hafa með völdin á undan núverandi ríkisstjórn, hafa hagað gerðum sinum. Auk þeirra erfiðleika, sem steðja að okkur vegna utan að komandi, og okkur óviðráð- anlegum orsökum, en sem í svo stuttri grein, er ekki hægt að fara nánar út í hér. Á slíkum alvöru- og erfið- leika-tímum, sem nú steðja að íslenzkum verkalýð bæði til sjós og lands, ber honum að standa saman einhuga og ó- rofnum. Þessvegna er það hið mesta glapræði af hinum svokölluðu kommúnistum, að hafa klofið sig út úr heildarsamtökum al- þýðunnar og myndað eiginn flokk lítinn og vanmáttugann, sem aldrei getur unnið gagn hinum vinnandi fjölda. Nú á hinum síðustu tímum hefir mikið verið rætt um samfylk- ingu allra vinnandi stétta. Til kommúnista og samfylk- ingarmanna vil ég að lokum segja þetta: Komið þið allar undir merki Alþýðusambands íslands og verklýðsfélaganna, gerið kröfugöngu alþýðunnar í 1. maí nálgast Eftiir Puríði Friðriksdóttur form. Pvoitakvennafél Freyja. Fyrir nokkru héldu stjórnir Verkakvennafélagsins Fram- sókn, Þvottakvennafél. Freyja og Starfstúlknafél. Sókn fund með sér. " Fundinn boðaði Jó- hanna Egilsdóttir ýjormaður Verkakvennafél. Framsókn, sem einnig á sæti í 1. maí nefnd Fulltrúaráðs verkalýðs- félaganna. Aðalefni fundarins var að vinna að skipulagi kröfugöngu allra alþýðukvenna undir fán- um félaganna. í sambandi við þetta var samþykkt að konur bæru spjöld með kröfum 'um bætt kjör kvenna. Margtfleira var þarna ráðgert og voru allir á eitt sáttir, að gera þessa fylkingu kvennanna sem vold- ugasta og var samþykkt í einu hljóði að fela þeim Aðal- heiði Hólm, Pálínu Þorfinns- dóttur og Jóhönnu Egilsdóttur að vinna ötullega að framgangi þessa máls innan 1. maí nefnd- arinnar.4 Ut af þessum ráðstöf- unum vil ég eggja konur lög- eggjan, hvort sem þær eru skipulagðar í þessum félögum eður eigi, að mæta á þessum hátíðisdegi verkalýðsins undir merki Alþýðusambands íslands sem býðui öllum sína bróður- hönd, því skoðun okkar jafn- aðarmanna er, að allur verka- lýður geti gengið undir fánum verkalýðsfélaganna og sam- einað sig um kröfur þær, sem fram verða bornar. í fjöldanum býr skapandi máttur öreiganna, sameinumst undir því kjörorði. Og þá’2verður skammt að bíða þess að við getum tekið undir með skáldinu: ,Nú er dagur er ský“ og við munum heyra hinn »dynjandi gný“ Verkalýðurinn frjáls og óháður mun „velta í rústir og byggja á ný“. Störfum öll undir merki Al- þýðusambands íslands, þá er sigurinn vís. Þuríður Friðriksdóttir Samfylking eða »Samfylking« í rúm tuttugu ár hefir ís- lenzk alþýða unnið ótrauð að því að mynda eina samtaka- deild, samfylkingu allrar ís- lenzkrar alþýðu, Alþýðusam- band íslands. Allt til ársins 1930 mátti segja að alþýðan gengi sam- huga að þessu' verki, þrátt fyrir harðvítuga baráttu and- stæðinga alþýðusamtakanna gegn þessari samfylkingu. Margar tilraunir voru gerðar til að rjúfa þessa samfylkingu og hnekkja starfsemi Alþýðu- Reykjavík 1. mai 1936, vold- ugustu og veigamestu kröfu- göngu sem enn hefir verið far- in á íslandi. Alþýðan öll í einum flokki, Alþýðuflokknum. sambandsins, en allt kom fyr- ir ekki. Arið 1930 skeði svo það ótrúlega, að fámennur hópur af fulltrúum verkalýðsfélaga rauf þessa samfylkingu jafnvel þegar verst gegndi og var ekki forsjá þeirra að þakka, að samfylking sú, er alþýðan hafði með 14 ára starfi skap- að sér, eigi beið meiri hnekki en raun varð á. Þessi fámenni hópur þáverandi trúnaðar- manna verkalýðsfélaga stofn- aði svo Kommúnistaflokk ís- lands, og þótt furðulegt megi virðast, virtist höfuðviðfangs- efni hans vera að ófrægja for- ingja þessarar ungu samfylk- ingar alþýðunnar og samtökin sjálf, Alþýðusamband íslands. Kom það fram á margan hátt, meðal annars með því að verkalýðsfélög eigi allfá, voru látin fara úr samfylkingunni.

x

Alþýðufylkingin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðufylkingin
https://timarit.is/publication/623

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.