Skutull

Árgangur

Skutull - 13.07.1923, Blaðsíða 1

Skutull - 13.07.1923, Blaðsíða 1
SKUTULL Ritstjðri: síra Ctuðrn. Guðimindsson. S*stfts I. ÁRG. ísafjörður, 13. júli 1923. 1. tbl. ÞA6NARR0F Meir sn þrjú ár hefir Isafjörð- ur verið blaðiaus og þótt í þvi efni heldur lítilþægur. Má að sönnu segja, að ærið nóg sé og hafi verið af blöðum og ritum i landinu og mætti þvi einn kaupstaður vel spara sér sinn skerf af því, og una við það sem að bærist. Á hinn bóginn telja ýmsir það illa farið, að ekkert blað komi út í bærium. Þykir þeim sem mpð þvi móti fari menn meir á mis þess bagræðis og dægrastyttingar, sem blöð veita, heldur en þeirra annma'ka, er oft fylgja þeira Þeir bæjarbúar, sein kæra sig kollótta um blaðleysið, hafa um sinn mátt vel við una; er því ekki nema sanngjarnt, að fara nú að hinna vild, og re^raa að koma út blaði, þótt smátt verði i snið- inu og að fleStu af vanefoum eiört. Væntum vé,r að góðir menn taki viljan fyrir verkið og berji í brestina. Ekki sakar þótt spaugsamir brosi og spekingar hristi höfuð sín. En illum kann engi að þóknast, utan mein góðum gjöri Nafn þessa blaðs er tekið úr heimahögum. Skyldi bærinn hafa heitið Skut- ulseyri, likt og fjörðurinn fekk nafnið Skutulsfjörður, þótt annað nafn hafi a£ misskilningi orðið við hann fast. „SkutuU“ skal einkum verða bæjarblað, og sinna þörfum og hag ísafjarðar; fátt mun hann telja sér fjarri, er á Vestfjörðum gjö'ist og stundum skignast til annara héraða. Litlum er torvelt yfir land að sjá. Mun því Skutull ekki mjö fást við þá svonefndu „hærri póliik11. Slikter Stóru blaðanna. Þó vill hann ekki lofa að láta :hana með öllu afskiftalausa. Reynt mnn verða að tala máli alþýðu, og styðja þá hluti, er henni megi verða til gagns og giftu. Þarf hún mikils við, þvi á henni hvílir, öðrum stéttum fremur, heill og heiður landsins. Skapar það henni mikinn rétt og miklar skyldur. Meðan nógir aðrir gjörast til að minna hana á skyldurnar, mun vel sæma, að halda uppi réttin- um. Er verkaskifting hentug í því sem öðru. Þó er , ein skylda, sem ávalt skal fy7rir alþýðu brýnd, af öllurn sem henni eru hollir, sú: að reka áferaga drykki úr landinu; ekki sökum þess, að henni beri þetta að gjöra fremur öðrum stéttum, heldur af þvi, að henni er þetta íul 1 lifsnauðsyn. Aðrar stéttir hafa ráð á meiru eoa minna fé, fara og með völd- in i landinu, en alþýðan hefir ekkeit sér til bjargar, nema at- gjöifi sína, andlega og líkamlega. Afne'tun og brottrekstur á- fengra drykkja, er meðal vænleg- ustu ráða, til að mánna alþýðuna, bæta hana og efla að atgjörfi og háttprýði. Skutull vill vera bannblað, og ekki una því, að þing og stjórn haldi áfram að hafa bannlög vor fyrir verslunarvöru eða neyði á- fengum drykkjum upp á lands- lýðinn óg ofan í hann. Svikamyllan. Atvinnurekendur i Reykjavík og útgerðarmenn á NorðurUndi, eru nú sem óðast að reyna að lækka verkakanpið. Sjómenn og silðarstúlkur verða fyrst fyrir ba'ðinu á þeirn, en ‘fleiri munu á eftir fara. Síldarstúlkurnar hafa engin fólög til að vernda rétt sinn, enda virðist sem útgerðar- mönnum liafi veist auðvelt að * ráða niðurlögum þeirra, og búa þær nú við lág laun og þröngan kost í sumar, sjái þær ekki að sér á elleftu stundu. Sjómennirnir hafa aftur á móti öflugan félags- skap i Reykjavik, svo öflugan, að litlar líkur eru til, að útgerðar- menn fái þar vilja sínum fram- gengt, nema því aðains, að sjó- menn utan af landi bjóðist Jyrir enn lægri kjör, og væri það hið mesta óhappaverk. Dýrtíðin er svo mikil, atvinn- an svo rýr og kaupið svo lágt að það má ekki lækka, og þyrfti jafnvel að kækka, með vaxandi dýrtíð, sem nú er fyrirsjáanleg. Kvartað er undan þungum á- lögum og sköttum í ríkis- og sveitasjóði; þó eru aðrir skattar engu léttari, en litið úm þá rætt. Það eru skattarnir til bankanna. Arið 1921 hefir þjóðin goldið Islandsbanka vrxti er svarar 24 kr nefskatti á hvert mannsbarn i landinu, og ekki er slakað á klónni. Bankarnir hafa nýskeð auglýst vaxtahækkun, þannig að nú eru útlánsvaxtir 7°|0, auk þess hafa þeir felt gildi islensku krónunnar þannig, að nú verður að greiða 29 ltrónur og 50 aura fyrir hvert sterlingspund. Þetta hvorttveggja eódmr dýrtiðina í landinu mjög. Yörur allar hækka i verði, og er þetta nú þegar að koma i ljós. Jafnframt því að dýrtíðin er aukin, eru tilraunir gerðar til að lækka verkakaupið, og þannig- leikið þrem söxum i einu gegn verkalýðnum, kauplækkun, vaxta- hækkun og peningalækkun. Kaupgjald er lægra á Islandi en í nágrannalöndunum. D^raara er að lifa hór á landi en ínokkru öðru af Norðurlöndum, og mun dýrara en i mörgum þeim lönd- um, er lentu í styrjöldinni miklu. Höfum við þó engu fóeðamanns- lífum fórnað til mannvíga. Heldur er oreökina að finna í öðru. Spekúlantar fara unnvörpum á hausinn, bankarnir þurfa að fá

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.