Skutull


Skutull - 13.07.1923, Blaðsíða 2

Skutull - 13.07.1923, Blaðsíða 2
SKUTULL skaðan bættan, og nú er svo kom- ið, fyrir óviturlega fjármálastjórn, og skipulagsleysi á framleiðslu og sölu afurðanna, að landsmenn greiða háa skatta árlega i óeðli- lega háum vöxtum, lágu gengi og þar af leiðandi dýrtið, til þeirra er ráða yfir framleiðslutækjunum. Landið er í hershöndum brask- aranna. Bankarnir eiga að vera lyftistðng s^nnra framfara og vel- megunar, en eru i þess stað orðn- ir hjálparhella stórbraskaranna en svikamylla fyrir saklausa al- þýðu. Er þetta óþolandi til leDgd- ar, en verður ekki bætt, nema þvi að eins, að alþýðan vakni, og þakki sinn vitjunaratíma. Úrræðið er: öflug samtök verkalýðsins til bættra lífskjara og breytinga á rikjandi þjóðskipulagi. Gaeði jarðar til lands og sjávar eru ætluð íbúum hennar öllum, til lífsframfæris. Þetta hafa bæði þjóðir og ein- stakir menn viðurkent um langan aldur — i orði. En á borði hefir raunin orðið nokkuð önnur. Hver maður sér og finnur dag- lega, að gæðum þessa heims er harla ójafnt skift. Allur þorri mannfólksins er efnalítill, mikill hluti þess blá- snauðir öreigar. Verksmiðjur, skip, ]örðin og af- rakstur hennar, alt er þetta, að mestu leyti, í eigu eða umráðum tiltölulega fárra manna. Þeir ráða því yfir björg og brauði allra hinna og rita þeim verð eftir vild og geðþótta. Nokkrum skamta þeir vel og höfðinglega, langflestum naum- lega til lifsframdráttar, og suma setja þeir alveg hjá; verða þeir að lifa á leifum annara, eða veslast upp. Sjálfir eta þeir óskamtað. Yist er ójafnt skift, en eru skiftin rétt? Eru það eingöngu lökustu og lélegustu mannsefnin, sem verða útundan, sem lifa í fátækt og basli? Eru það tómir ónytjungar, flón og slæpingjar, sem bua við þröng- an kost? Eru það aðeins bestu. vitrustu og nýtustu mennirnir, sem lifa í auði og alsnægtum? Yfirle'tt eru þessir menn, eins og annað fólk, misjafnir að gáfum og gæðam, dugnaði ogdrengskap, mentun og mannkostum. Margir mestu umbóta og hug- vitsmenn mannkynsins hafa lifað og lifa í fátækt og basli. Allir hinir mörgu, sem með höndum sínum búa til fæðt, hús, klæði og aðrar mauðsynjar mann- kynsins, búa yfirleitt við þröngan kost, stundum í stæ'stu örbirgð. Skiftin eru ekki einasta ójöfn, heldur líka órótt. Þess vegna lifa sumir við full- sælu fjár, þótt þeir ekkert starfi, meðan margfalt fbiri vinna baki brotnu að gagnlegum störfum, og geta þó ekki framfleitt sér og sínum. Græðurn jarðar er ekki sHft eftir verðleikum mannanna, heldur eft- ir aðstöðu þeirra. Sundpröf, Síðastliðinn júnímánuð dvöldu í Reykjanesinu 16-20 ungmenni, ag iðkuðu þau sund og ýmsar í- þróttir. Kennari Eyjólfur Þórðarson frá Laugabóli. SunDudaginn 1. júlí var haldið þar sundpróf. Skjóta«tur varð Jón Björnssen, stöðverstjóra bér; synti hann 40 stikur á 40 sek. og hlaut því 1. verðlaun. Jakob Jónssson lögregluþjóns fekk 2. verðlaun. Að prófinun loknu sýndu nem- endur ýmsar íþróttir; léku þeir listir sínar góða stund og þótti öUnm það hin besta skemtun. S!ðan hólt Ungmennafélagið Huld hlutaveltu. Var sá eini galli á benni, að seðlarnir voru alt of fáir, því að þeir seldust allir á skammri stundu. Ágóðanum verður varið til að byggja nýja og betri sundlaug utar á nesinu, þar sem saltbrenil- an áður var. Er þess full þörf, því að laugin er ná hvorki svo stór né svo vel utbúin sem vera ber. Ungmennafélagið" Huld gengst fyrir þessu, en bærinn og sýslan hafa lofað nokkrum fjárstyrk auk þess, sem félagið fær nii til sund- kenslunnar af alrnanáfefe. í surnar hafa nemendurnir í SlciAtllll kemur út einu sinni í viku. Askriftarverð 5 krónur árgang- urinn, til aramóta kr. 2.50. í lausa- sölu kostar blaðið 15-aura eint. Afgreiðsla: Bóknverslun Jóiiasar Tómassonar. Auglýsingaverð kr. 1.50 cm. Afsláttur ef mikið er auglýst. Auglýsingum só skilað til af- greiðslunnar fyrri hluta vikunnar. tómstundum sinum steypt talsver^< af hleðslusteinum. Verðar svo- væntanlega á hvarju sumri, uns nóg efni er komið í nýtt og stórt hús. Ýmsir góðir menn hafa gefið nokkra poka af sementi, og vom andi verður svo framvegis. Ætti ' því húsið ekki að verða svo dýrt,. og ekki þarf að kaupa kol til að • hita það með. Nógur er hitinn íi hverunum. Mun vandfundinn hentugri.: staður til sundnáms og sumar- dvala fyrir börn og fullorðna,., hrausta sem heilsulitla. Margir vel syndir menn hafa bjargað bæði sinu lífi og annara,.. þar sem hverjum ósyndum mannii var vis'bani búinn, og enn fleiri^ ó«yndir menn hafa látið líf sitt,^ þar aem góður sundmaður hefði, átt vísa björgun. Þvi skyldi hv»r maður láta-. börn bín læra sund. * *»í SamtiningiiE. Atvinna hefir verið óvenju lítil hér f vor og það sem af er sumrinu, enda er fiskur með minsta móti Hér er fiskverkun yfirleitt mun ódýrari en í Reykjavík, hér er fjöldi af fólki, sem vantar atvinnu, hér eiga útgerðarmenn batana, dýr hús, bryggjur og lóðír, þar sem hægt er að verka miklu meiri flsk- en nú er.>gert. Nærfelt aUuí"*1VBtearafli bátanna vamseldur syðra, heffí sennilega verið þurkaður þar. Síld. Sjómenn segja síldárlegt' á-ti fyrir Djúpinu. Einn bátur ár JReykjavík hefir veitt um 100 tunn- ur í reknefc og komið m,eð,*hing-. að til söltunar.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.