Skutull

Årgang

Skutull - 13.07.1923, Side 2

Skutull - 13.07.1923, Side 2
2 SKUTULL skaðan bættan, og nú er svo kom- ið, fyrir óviturlega fjármálastjórn, og skipulagsleysi á framleiðslu og sölu afurðanna, að landsmenn greiða háa skatta órlega í óeðli- lega háum vöxtum, lágu gengi og þar af leiðandi dýrtið, til þeirra er ráða yfir framleiðslutækjunum. Landið er í bershöndum brask- aranna. Bankarnir eiga að vera lyftistöng s*nnra framfara og vel- megunar, en eru i þess stað orðn- ir hjálparhella stórbraskaranna en svikamylla fyrir saklausa al- þýðu. Er þetta óþolandi til lengd- ar, en verður ekki bætt, nema því að eins, að alþýðan vakni, og þ“kki sinn vitjunaratima. Úrræðið er: öflug samtök verkalýðsins til bættra lífskjara og breytinga á ríkjandi þjóðskipulagi. * XXiicpxelcja.. Gæði jarðar til lands og sjávar eru ætluð íbúum hennar öllum, til lífsframfæris. Þetta hafa bæði þjóðir og ein- stakir menn viðurkent um langan aldur — í orði. En á borði hefir raunin orðið nokkuð önnur. Hver maður sór og finnur dag- lega, að gæðum þessa heims er harla ójafnt skift. Allur þorri mannfólksins er efnalítill, mikill hluti þess biá- snauðir öreigar. Yerksmiðjur, skip, jörðin og af- rakstur hennar, alt er þetta, að mestu leyti, í eigu eða umráðum tiltölulega fárra manna. Þeir ráða því yfir björg og brauði allra hinna og rita þeim verð eftir vild og geðþótta. Nokkrum skamta þeir vel og höfðinglega, langflestum naum- lega til lifsframdráttar, og suma eetja þeir alveg hjá; verða þeir að lifa á leifum annara, eða veslast upp. Sjálfir eta þeir óskamtað. Yíst er ójafnt skift, en eru skiftin rétt? Eru það eingöngu lökustu og lólegustu mannsefnin, sem verða útundan, sesn lifa í fátækt og basli? Eru það tómir ónytjungar, flón og slæpingjar, sem búa við þröng- an kost? Eru það aðeins bestu. vitrustu og nýtustu mennirnir, sem lifa í auði og alsnægtum? Yfir!eitt eru þessir meun, eins Og annað fólk, misjafnir að gáfum og gæðum, dugnaði ogdrengskap, mentun og mannkostum. Margir mestu umbóta og hug- vitsmenn mannkynsins hafa lifað og lifa í fátækt og basli. Allir hinir mörgu, sem með höndum sínurn búa til fæðt, hús, klæði og aðrar mauðsynjar maun- kynsins, búa yfirleitt við þröngan kost, stundum í stæ'stu örbirgð. Skiftin eru ekki einasta ójöfn, heldur líka órétt. Þess vegna lifa sumir við full- sælu fjár, þótt þeir ekkert starfi, meðan margfalt fleiri vinna baki brotnu að gagnlegum störfum, og geta þó ekki framfleitt sér og sínum. Gæðurn jarðar er ekki skift eftir verðleikum mannanna, heldur eft- ir aðstöðu þeirra. * * Sundpröf, Síðastliðinn júnímánuð dvöldu í Reykjanesinu 16 - 20 ungmenni, ag iðkuðu þau sund og ýmsar í- þróttir. Kennari Eyjólfur Þórðarson frá Laugabóli. Sunnudaginn 1. júlí var haldið þar sundpróf. Skjótaetur varð Jón Björnssen, stöðverstjóra hér; synti hann 40 stikur á 40 sek. oghlaut því 1. verðlaun. Jakob Jónssson lögregluþjóns fekk 2. verðlaun. Að prófinun loknu sýndu nem- endur ýmsar íþróttir; lóku þeir listir sínar góða stund og þótti öUnm það hin besta skemtun. Sðan hólt Ungmennafólagið Huld hlutaveltu. Var sá eini galli á henni, að seðlarnir voru alt of fáir, því að þeir seldust allir á skammri stundu. Ágóðanum verður varið til að byggja nýja og betri sundlaug utar á nesinu, þar sem saltbrengl- an áður var. Er þess full þörf, því að l.augin er nú hvorki svo stór nó svo vel útbúin sem vera ber. Ungmennafólagið" Huld gengst fyrir þessu, en bærinn og sýslan hafa lofað nokkrum fjárstyrk auk þess, sem félagið fær nú til sund- kenslunnar af almanóafé. í sumar hafa nemendurnir í SicjLrb\ill kemur út einu sinni í viku. Askriftarverð 5 krónur árgang- urinn, til áramóta kr. 2.50. I lausa-- sölu kostar blaðið 15-aura eint. Afgreiðsla: Bókaverslun Jónasar Tóniasgonar. Auglýsingaverð kr. 1.50 cm.. Afsláttur ef mikið er auglýst. Auglýsingum só skilað til af- greiðslunnar fyrri hluta vikunnar.. tómstundum sinum stej’-pt talsveG af hleðslusteinum. Verður svo væntanlega á hverju sumri, uns nóg efni er komið í nýtt og stórt hús. Ymsir góðir menn hafa gefið nokkra poka af sementi, og von. andi verður svo framvegis. Ætti þvi húsið ekki að verða svo dýrt,. og ekki þarf að kaupa kol til að hita það með. Nógur er hitinn ít hverunum. Mun vandfundinn hentugri: staður til sundnáms og sumar- dvala fyrir börn og fullorðna, hrausta sem heilsulitla. Margir vel syDdir menn hafa bjargað bæði sínu lífi og annara, . þar sem hverjum ósyndum manni? var vis bani búinn, og enn fleiri óeyndir menn hafa látið líf sitt,.. þar sem góður sundmaður hefði, átt vísa björgun. Því skyldi hver maður láta, börn tín læra sund. * *,. Samtiningur. Atvinna hefir verið óvenju lítil hér í vor og það sem af er sumrinu, enda er fiskur með minsta móti Hór er fiskverkun yfirleitt mun ódýrari en í Reykjav-ík, hér er fjöldi af fólki, sem vautar atvinnu, hór eiga útgerðarmenn bátana, dýr hús, bryggjur og lóðír, þar sem hægt er að verka miklu meiri flsL en nú er:»gert. Nærfelt allu'r 'vetrarafli bátanna vamseldur syðra, he&t sennileg,a verið þurk^ður þar. Síld. Sjómenn segja síldarlegt úti fyrir Djúpinu. Einn bátur úr .Reykjavík hefir veitt um 100 tunn-. ur í reknet og komið með. hing-. að til söltunar.

x

Skutull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.