Skutull

Árgangur

Skutull - 26.10.1923, Blaðsíða 2

Skutull - 26.10.1923, Blaðsíða 2
70 SKUTULL að það e>é hin mésfca fásinna, að halda því fram, að Sigurjón hafi fylgi sjómauna yfir höfuð. Meðmælendum Sigurjóns dettur það ekki i hug fremur en öðrum, þeir eru ekki þau flón. Hitfc hefi eg aldrei minst á, hvort þeir greiði Sigurjóni at- kvæði sitfc eður ekki; það er þeirra einkamál. En skkert at- kvæðamagn getur gjörfc hann að fulltrúa sjómanna Samþykfc Sjómannafélags Isa- fjarðar, sem birfc er í 18. tbl. Skutuls, tekur hér af öll tvimæli. Þessar útskýringar reyndi eg að berja iun í höfuð þeirra Sigur- jónsmanna á þingmáiafundi í gær, en ipistókst vegna truflana frá þeim. Nú þykir mér eg hafa gert mitt til að úfcskýra þetta fyrir þeim og er nú óþarfi fyrir þá að [heimska sig á eins tilhæfulausum misskiln- ingi. Öllu slúðri um það, sem hvergi stendur í greininni svo sem það, að eg haldi því fram, að ein* hverjir af meðmælendum Sigur- jóns muni bregðast honum, vísa eg heim til föðurhúsanna. Persónulegum árásum á mig eem taka sig svo prýðilega út í 14. tbl. Yesturlands, býsfc eg við að svara á viðeigandi hátt síðar. 23. okt. 1923. Magnús Vagnsson. Til ikjösenda á ísafirði. Alþýða manna um land alt á mikið undir úrslitum þessara þieg- kosninga. Alþýða manna i þessum bæ a . sérstaklega mikið undir kosninga- úrslitunum hér. Við sem höfum haffc forráð bæi* arins undanfarin ár, höfum ráðist í ýms stórræði fyrir bæinn. Það hefir alt verið borið undir almenning og undirfcektirnar hafa sýnt okkur, að trú okkar á því að bænum megi verða þétta fcil mikilla þrifa, er trú almennings. Andstæðingarnir spá hér um hrakspám. En það er skamt í milli að spá illa fyrir einhverju og að óska því ófarnaðar. „Falin er í illspá hverri ósk um hrakför sýnu verriu. Framtið bæjarins velfcur á því, að vel fari um þessi stóru mál. En skilyrði fyrir því að þau farí vel er, að við sem trúum á þau, fáum að hafa þau með hönd- um og hlúa að þeim, |meðan þau þurfa allrar aðgæslu við. Við höfum sett heiður okkar í 'veð fyrir því að bænum verði að þessu mikið gagn, og við gerum það sem við getum tii að sýna að svo verði. Að fá andstæðingum þessi mál í hendur er að stofna þeim í voða. Þeirra heiður er i veði ef bænum verða ekki þessi mál til ógæfu. Við höfum i engu brugðisfc fcrausti aimennings, og við heitum á al- menning að bregðast ekki trausti okkar. Velferð bæjarins er undir því komin að við höfum meirihlufca í bæjarstjórn um sinn. En það er ekki nóg. Þingmað- urinn verður að vera úr okkar flokki. Einmitfc yegna þeirra stórmála sem við höfum með höndum, eig- um við svo mikið að sækja til þings og stjórnar, að þingsæfcið er okkur meira virði en 2 sæti í bæjarstjórn. Eg veifc að það kostar almenn- ing mikið, að fy'gja einarðlega fram sínum málum við þessar kosningar. Eg hefi orðið fyrir því hér á ísafirði, vegna skoðana ininna, að hundum hefir verið sigað á börn- in mín. Og siðustu dagana hefir mér og fólki mínu verið sýndur svip- aður drengskapur, fyrir sömu sakir. Þegar eg er leikinn á þenna hátfc, má nærri geta, hvað almenn- ingur á í hættu, sem minna á þó undir sér. En það er eifcfc verra en að láta siga hundum á börnin sín. Það er að siga sjálfur hundum á börnin sín. Viltn. Jónsson. Þakkir atvinnurekenda. Hattar eru á ioffci. Stirðir svír- ar beygja sig í auðmýkt. Um- burðarlyndis og blíðubros ljómar á andlitunum — það er kosninga- brosið. Kaffikannan sfcendur rjúkandi á borðinu og súkkulaðið ilmar fyr- ir trúarveika—kosningadroparnir. Nú er heilsað bliðlega, bukkað og brosað við þeim, sem ekki eru virtir viðtals á öðrum tímum árs. Kaffi og súkkulaðiveislur', eru nú haldnar fyrir þá, sem annars eru skamtaðar harðar skorpurnar.. Hún er komin blessuð kosninga- blíðan, eins og hlákubróðir í harð- æri. En undir allri kosningablíðunnh býr óvináttan í garð verkafólks- ins. Hún er altaf að reka upp horn- in, þrátt fyrir atkvæðaþörf Sigur- jóns. Margir munu minnast vitnis- burðarins sem Sigurjón gaf verka- fólkinu fyrir bæjarstjórnarkosuing- arnar í fyrra, á borgarafundinum sæla. Þessi vitnisburður gengur nú< aftur í Yesfcurlandi þ. 23. þ. m. í. grein sem heitir „smávegis14. Þar er verið að skopast að við- leitni jafnaðarmanna til að bæta úr atvinnuleysinu hér í bænum, og notað til þess undirbúningur spítalabyggingarinnar. Vilmundi lækni, Haraldi Guð- mundssyni og Jóni Sigmundssyni er líkfc við essreka, en verkamönn- unurn Iikfc við asna. Svo er verið að lýsa ösnunum og skrifað: rAsninn er léfctur á fóðrum en hefir þann annmarka að hann er bæði staður og laturu.. Þetta er sagfc tvisvar í grein- inni til áréttingar. Beri menn nú þetta saman við fyrgreindan vitnisburð Sigurjóns um verkxmenn. Fleira er þarna til rppbygging- ar, eins og þetfca t. d.: „Þegar asninn finnur matarlyktina er hann hvorki sfcaður né latur — hann tekur viðbragð og fer að blaupau. Eiga þetta líklega að vera fínar meiningar um, að ekki þurfi þeir, kaupmennirnir, annað en kosninga- kaffi og kosningabros til að ginna Verkamenn til fylgis við sig. En þeirn verður nú að því, það sjá allir þenna hégóma og það er lilegið að þessu. Þetta eru þakkirnar fyiir unn- ið starf. Verkamenn og konur munu um- buna á kjördegi. Finnur Jbnsson. Kjörfylgi Sigurjóns. Sjómennirnir segjast varla Sigurjóni auka lið. En Karólinu á liann alla — ekki vantar kjörfylgið.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.