Skutull

Volume

Skutull - 06.03.1927, Page 1

Skutull - 06.03.1927, Page 1
K-itsfcjóri: síra Gaðui. Guðmandsson. V. ÁR. ísafjörður, 6. rnare 1927. Opið bróf til ritstjóra Eyjablaðsins. ÍBafirði, 1. mars 1927. Góði fiokkabróðir. Þó sendir mór kosningablað, sem íhaldið þarna í Eyjuin gaf út í janúar s. 1. Þar er ísafjarðar minst. Þú hefir uudirstrikað þar þessar setningar í grein Jóns Sverrissonar: „Þvi varla get eg búist við að þá langi til að fá annað eins stjórnarfar í þenna bæ, sem gengið befur yfir ísafjarðarkauptún nú á síðustu timum undir stjórn bols- anna. Þar er mór sagt að öll út- gerð só í kalda koli, cilt ad helm- ingur bœjarhita orðnir þttrfamenn*) b^ztu borgarar bæjarins ýmist flúnir burt eða orðnir gjaldþrota. Bærinn getur ekki staðið straum af sínum mörgu þurfalingum og leitar hjálpar hjá ríkinu. . . . En þó svo verði að ríkið hafi ein- hver ráð að bjarga fólkinu frá sárustu neyð, þá er það sízt í eæluna sett fyrir það, því um leið geri eg ráð fyrir að bærinn verði eviftur öllum fjárráðum og öllum þeim róttindum sem því fyigja. ..“ Þennan vísdóm segist Jón þessi Sverrisson hafa eftir góðum Vest- firðingum, sem hann hafi sjálfur talað við og nú sóu staddir í Eyjum. í þetta sama blað vefur P. G. V. Koika úr sama bláþræði. ísa- fjörður er þar einnig uppistaðan. P. G. V. K. segir að ísafjörður horfist í augu við hungurvofuna, og bætir við: „Nú eru efnamenn- irnir þar orðnir öreiga, verzlanir orðnar gjaldþrota, útgerðin stöðv- uð, atvinnan engin og bæjarsjóð- urinn eokkinn i botnlaust skulda- fen.u Þetta virðist P. G. V. K. kenna kommúnistum og segir, að þarna hafi ræst draumar þeirra um al- ræði öreiganna. Þessir tveir menn blanda sam- an stjórn bæjarmáianna, sem er í höndum alþýðuflokksins, og stjórn atvinnumálanna, sem er í hönd- um íhaldsins, eigna alþýðuflokkn- um hvorttveggja og fara svo með tóma lýgi þar á ofan. Isafjarðarkaupstað hafa bæst á sveitina einir fjórir fjölskyldu- menn, síðan í júní s. 1. Tveir þeiira þurftu styrk vegna slysfara og langvarandi heilsuleysis, um tvo veit eg ekkert annað en það, að annar þeirra á heima í Vest- mannaeyjum. Héðan hafa engir flúið svo eg viti, hvorki góðir borgarar nó illir. Hór hafa engir orðið gjaldþrota nýlega. Bærinn er enn ekki í neinni fjárþröng, hlúir betur að þurfalingum sínum, einkum gamalmennum, en nokkur annar kaup9taður á landinu og hefir engrar hjálpar beiðst hjá ríkinu. Um stjórn atvinnumálanna hjá íhaldinu er öðru máli að gegna. Islandsbanki hér í bænum hefir stöðvað allan flota sinn í bili. Er það mörgum bagalegt og ætla rnargir að heimska eða illvilji valdi miklu um. En vissulega eru það ekki kommúnistarnir er því stjórna, heldur skoðanabræður íhaldsins þarna í Eyjunum. Það eru þeir sem hafa, eins og maðurinn sagði, „gert alt að engu“. Mór virðist þú hálf undrandi yfir þessum kosningavopnum íhalds- ins. Ed hvern þarf að undra slíkt Málstaður íhaldsins er alstaðar illur, það á engar hugsjónir. Pen- ingarnir eru þess guðir. Það not- ar alstaðar sömu vopnin. Fals og lýgi er því tamast. Hvernig var ekki með Ziuojev-brófið fræga, sem breska íhaldið bjó til fyrir síðustu þingkosnÍDgar þar í landi? Hór á íslandi notar íhaldið ísa- fjörð fyrir kosningagrýlu. Eg hefi fundið ástæðu til að hnekkja BÖg- unum um fjárhag ísafjarðar, og vil eg vÍ9a þór til greinar, er eg ritaði nýlega nm þetta efni í 8. tbl. Skutul og Alþýðublaðið. Þar hefi eg fært sönnur á, að eignir bæjar- ins umfram skuldir hafa aukist, utn 185 þús. krónur og auk þess verið afskrifað af oftöldum eign- úm frá ihaldstímunum 85 þús. 700 kr. Þar á ofan hefir eign hafnarsjóðs umfram skuldir vaxið um 143 þús. krónur. Alis hefir fjárhagur bæjarins breyst til batn- aðar um 413 þús. 700 krónur á 5 árum, undir stjórn alþýðuflokks- ins. Eignir bæjarsjóðs ísafjarðar, um- fram skuldir, eru nú Orðnar um 360 þús. krónur og hafnarsjóður að auki. En hvernig býr ihaldið hjá þér í Vestmannaeyjum? Mór virðist því hafa farist enn þá ver stjórn bæjarmálanna, held- ur en því ísfirska íhaldi, þó ílt væri. Alveg nýskeð barst mér reikn- ingur Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 1925 í bendur. Mál manna segir að nógur só auðurinn í Eyjum. En hvað segir reikningurinn? Eignir bæjarsjóðs umfram skuld- ir eru þar taldar 2147 kr. 35 aurar. Verður ekki eéð að neinu só þar gleymt. T. d. er uppdráttur bæjar- íds talÍDn á eignaskýrslu. ísa- fjörður á lika 6kipulagsuppdrátt sem hefir kostað eitthvað á 3. þús. kr. Hann er ekki á eigna- skýrslu bæjarins. Hafnarsjóður hér á einnig uppdrætti, oem íhaldið keypti fyrir 20 þús. krónur, en *) Loturbreyting min. F. J.

x

Skutull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.