Skutull

Árgangur

Skutull - 13.01.1928, Blaðsíða 3

Skutull - 13.01.1928, Blaðsíða 3
SKUTULL 3 ■ÁAAAAAAAAÁÁAAAAAAAAAAAAAii ◄ Kaffibrensla Reykjavíkur. ► M Kaffibætirinn SÓLEY «r garðar úr boatu efnum og með nýtíaku vélum. Yaxandi notkun bana sýnir, að mjög þvorra fordómar gegn íslenskri nýiðju, en trú manna á getu ís- lendinga sjálfra vex. ^ Brent og malað kaffi frá Kaffibrenslu Reykjavíkur er best. btvtyyvtvyvvyyyyttyytttttSí 5. Toll- og banngœsla. Svohljóðandi tillaga var borin upp og samþ. með öllum gr. atkv. gegn 3: „Fundurinn telur ráðstafanir stjórnarinnar til aukinnar toll- gaeslu og banngæslu, stefna í rótta átt, og skorar á alþingi að veita fé til þess, að slík gæsla verði aukin og efid sem best.“ 6. Tollar. Svohlj. tillögur lagðar fram og samþyktar með öllum greiddum atkv.: 1. „Fundurinn skorar á alþingi, að vinna að því að afnema sem fyrst tolla af nauðsynjavörum, en afla rikiasjóði tekna þannig: a. Með beinum sköttum á tekjur og eignir. b. Með ríkisfyrirtækjum og verslun. c. Með háum verðtolli á óhófs- og munaðarvörum.“ 2. „Fundurinn skorar á alþingi, að leggja minst 20 kr. útflutnings- gjald á hvert tonn af herturn fiskiúrgangi (úrgangsskreið), sem flutt er óunnið út úr landinu/ 7. Strandvarnir. Svohljóðandi tillaga borin fram og samþ. með samhlj. atkv.: „Fundurinu skorar á alþingi, að auka landhelgisgæsluna og gera sum varðskipin svo úr garði, að þau sóu jafnframt björgunarskip og skólaskip fyrir sjómenn. Jafnframt telur fuudurinn n&uð- syn á, að kornið verði i veg fyrir, að upptæk veiðarfæri komist tafar- laust í hendur sökudólganna, eins og nú á sór iðulega stað.“ 8. Sveitasijórnarmál. Svohlj. tillögur lagðar fram og samþ. með öllum greiddum atkv.; 1. „Fundurinn skorar á alþingi, að lækka aldurstakmark til kosn- ingaróttar og kjörgengia til syeita- og bæjarstjórna, í 21 árs aldur’“ 2. „Fundurinn skorar á alþingi, að setja lög um forkaupsrótt kaup- staða að lóðum og mannvirkjum, einnig um forkaupsrétt að jörðum í aðliggjandi hreppum.“ 9. Fátækramál. Svohljóðandi tillaga borin upp og s&mþykt með öllum greiddum atkv.: „Fundurinn telur að svifta beri þá menn fjárræði, sem veittur er ,sveitastyrkur vegna óreglu, leti eða ómensku, en annar fátækra- styrkur megi ekki varða róttinda- missi. Jafnframt telur fundurinn, að vinna beri að því að gera alt landið að einu framfærsluhóraði og skattleggja sveitafólögin hlut- fallslega eftir íbúatölu þeirra, til þess að standast ko=itnaðinn.“ Fleira var ekki gert. Fundi slitið. Magnús ólafsson, fundarstjóri. Guðm. G. Kristjánsson, fundarritari. Góður hver genginn. „Nú var Hans orðiim hreinn og fínn — hann var dauður.“ G. P. E. Kórúlf heitir misskilinn hug- vitsmaður hór í bæuum. Hann seldi áður recept handa þyrstum mönnum, en var sviftur rótti til þeirrar iðju og þeim tekjum er hún veitti. Kætti það alla nema sjálfan hann. Þótti honum örvænt. um sinn hag og tók i raunum sinum að stæla J. B., eyðufyllir Mogga. Birtir Vesturland það hugrauna fóstur. Hlaut það nafnið „Vor- draumur“. Byrjar með væmnu lofi um Gest Pálsson, ritsnillinginn góðkunna, sem mesta og innileg- asta samúð hafði með olnboga- börnum mannfólagsins, en vægði i engu andlegum feðrum Páls Jónssonar og hans nóta, enda vein- uðu þeir ámátlega undan vopnum hans, bitru og nöpi'u háðinu. Það virðist þvi kynlegt að sjá rit hans lofuð í Vesturlandi, en nú .er ekki hætt við skeytum frá Gesti — haun er dauður. — Ihaldsandinn talar líka í „Vor- draum“ Kórúlfs. Þeír sem best hafa skilið Gesb og starfa vilja í hans anda —, framfara og mannfólagsvinirnir — eru í augum þassa bókmentafræð- ings „Spillinga-Gestir“ nútímans- „Láðverskar“ þröngsýnis sálir á dögum G. P. höfðu sama álit á honum. Þetta er sjaanlegt samræmi. íhaldið er altaf eins. Ofsækir snillingana meðan þeir lifa, en dekrar við þá dauða. Hugvitsmaðurinn E. Kórúlf er „personification“ af því. W* VERSLIÐ VIÐ KAUPFÉLAGIÐ.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.