Skutull

Árgangur

Skutull - 26.02.1928, Blaðsíða 1

Skutull - 26.02.1928, Blaðsíða 1
Útgefandi: Verklýðssamband Vesturlands. vi. Ir. ísafjörður, 26. febrúar 1928. By^ðsla, Fiestum finat, sem vonlegt er, öll eyðsla óþörf, en þá er þeas að gæta, livað eyðsla er. VeDjulega mun vera miðað við eyðslu pen- inga eða’ annara eigna, og bjá borgarastéttinni er sóun fjármuna meat við höfð og mest vitt, annað tfllur sú stótt ekki eyðslu. Hún brýtur alárei heilann um það, hvernig spara megi stárfsþrek verkamanna. Henni finst ekkert tiltöku mál, þótt andleg verðmæti veslist upp i fæðingunni, visniog deyi, en mænir tárvotum augum eftír hverri krónu, sem fer úr pyngjunni, eigi hún ekki vist að íá aðrar tvær í staðinn. Að verkalýðurinn kaupi lista- verk, bækur og blöð er í augum hennar hreinasta goðgá. Sjálf fyllir hún bókaskápa sina gyltuin bók- um, engum til gagns eða ánægju — að eins til þess að auka yfirborðs- mentunarhroka örfárra hégóma- gjarnra sál'na. Greiðslu fyrir skemtanir, radio eða annað slikt til skemtunar og froðleiks, telur hún svívirðilega eyðslu. Styrk til rithöfunda og lista- manna greiðir hún með hangandi hendi. Stytting vinnudagsins er í henn- ar augurn glapræði, til tjóns og böl'vuDar gjörvöllu mannkyninu. Og þótt reynslan hafi sýnt, að slíkt er til þjóðþrifa, þá eru þéir sára fáir meðal borgaranna, er sannfærast láta. Þeir eru miklu fleiri, sem vilja helst strika 'yfir gamla boðorðið um helgihald hvíldardagsins. Æskilegast þætti henni, að sem flestir væru fávísir og andlega sofandi, því blóðugt er að sóa peningum til skóla og annara menningartækja. Upphlaupið og blaðavaðallinn gegn mentaskóla Norðurlands, sýnir best hugsunar- há'tt íslenska íhaldsins í þessu BÍni. Það metur einkis þann menn- ingar gróða, sem þjóðinni er að slíkum skóla, en horfir blóðugum augum eftir. þeim krónum, sem til hans fara. Áffkorauir um að spara ríkisfé, jafn vel þó að fyrir það verði að stöðva allar verklegar fram- kvæmdir, eru kunnar í þingcnála- fundargerðum ihaldsins um iand alt. Er þessi sparnaðarandi rótgró- inn hugaunarháttur borgaranna, og þannig neyða þeir verkalýðinn til að hugsa. En er þá alt fánýtt nema pen- ingar? Sú saga er til, að maður nokkur hafi fundist örendur milli bæja, með „8pesiu“ milli tannanna. Hann hafði dáið úr hungri. Þessi spasía, sein hanu ef til vill hefir sperrað, meðan matur fékst fyrir hana( varð honum ekki til saðninga, þegar enga björg var að fá. Þetta er gott dæmi þess, að peningarnir eru ekki alt, heldur skapar vinnan gildi þeirra, en borgarastéttin vill hvorki nó getur skilið þetta. Hún vill safna i fópyngjur ríkjanna, en eflir ekki menningn og starfsþrek þegnanna, meðan þess er kostur, heldur stefnir hún að því, að þjóð- irnar veslist upp i andlegri ör- birgð, með peninga milli tannanna. En verkalýðurinn, sem skapar gildi peninganna með vianu sinni, má ekki hugsa þannig. Hann verður að gera sór það Ijóst hvað eyðsla er, og vera þess jafnan minnugur, að mannslífið og starfs- þrekið er það, sem ekki má sóa til ÓDýtis. Hann má ekki spara neitt það, er eykur sanna ánaegju i heiminum, þó að borgarastéttin kalli 8líkt eyðslu. „Lifsgleði njóttu“, segir skáldið, en lífsgleðin fæst ekki meðan nokkrir menn safna í fjárhirslur, en fjöldi manna ferst úr skorti. Þó að sumir geti að vísu notið ljóssins í lífinu, þá eru þeir fleiri, setn altaf sitja í skugga. Það eru þeir, sem auðmennirnir kalla oln- bogabörn hamingjunnar. Allir þeir, 10. tbl. Stofa, með forstofu inngangi, er til leigu í Sundstræti 27. Húsgögn fylgja, ef óskað er eftir. Eiísabet Valdimarsdóttir. sem tapa í hinum trylta hildar- leik, er kallast frjáls samkeppni, eru í þessum flokki. En • frjáls samkeppni er guð borgaranna, á altarj hennar fórna þeir hagsæld og hamingju heilla þjóða.. Þær eru óteljandi, miijón- irnar, sem fara forgörðum fyrir skipulagsleysi hennar og fjármála- glapræði. Sá rnaður' væri vel fjáð- ur, sem ætti álla þá peningá, sem fara i súginn fyrir það, hve margar verslanir eru t. d. hér i bænum, það sem fer til " óþarfra fram- kvæmdarstjóra ^>g annara ónauð- synlegra starfsmanna framleiðsl- unnar. En þetta kallar borgara- stéttin ekki eyðslu, vegna þess að hér er ekkert tekið úr hennar vasa, eða að minsta kosti verður hún þess ekki vör, eh verkalýður- inn, sem mest Hður fyrir þetta heimskulega skipulagsleysi, verður að hefja3t handa og gera eitthvað til þess að héfta þessa óhæfiLegu sóun dýrmætra fjármuna, sem við- geDgst nú í skjóli hinnar frjálsu samkeppn'i. Þess vegna er honum gagnlegt að starfa að því, að koma sam- vinnu á atvinnurekstur og versIuD, og vinna að því af kostgæfni og áhúga, að ríkisreketur komist á, í setn flestum greinum. Slíkt dregur nær því takmarki, sem allir jafn- aðarmenn stefna að, þjóðnýtingu framleiðsLutækjanna. Staka. Vinnur an'nar, vantar brauð, virðist slyppifengur. Situr hinn og safnar auð, svona Iífið gongur.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.