Skutull

Árgangur

Skutull - 26.02.1928, Blaðsíða 2

Skutull - 26.02.1928, Blaðsíða 2
2 SKUT'ETLL )) Hto«ni i Olse^i (( rs Yið höfum fyrirlig-gjandi: Ivaííi, Hrisorrjón, I-Iveiti, Rúgmjöl, Haíragrjón, Kaudís, Súkknlaði. Frá Husslandi. B.áðstjórnÍD í Rússlandi hefir gert mjög mikið til þess að auka fræðsln og menningu alþýðunnar. Hafa afrek -hpnnar í þessu efni, ekki r\ð eins aflað henni viður- kenningar jafnaðarmanna úm heim allan, heldur einnig margra íhalds- manna, sem ekki dansa hugsunar- laust eftir lygapípu auðvaldsins. _ Héf verður ekki farið nákvæm- lega út í menningarleg áfrek ráð- stjórnarinnar, en að eins lýst, með fáum orðum, ‘blaðakosti oinnar stéttar — járnbrautamannanna. • Bússneska járnbrautamannasam- bandið gefur út blað, sem heitir Gudok (þ. e. Merkið). Kaupendum þess hefir fjölgað mjög nú á sbíddí árdm. 1924 voru þeir 19000Ó, 1925 225000*, í jan. 1926 315000, en í ársbyrjun 1927 voru þeir orðnir 405000. Blað þetta kemur út á hverjum degi, nema mánu- dögum. Útgáfu þes’s er þann veg háttað, að allir íbúar Bússlands geta notið þess, þrátt fyrir mis- jafnar mállýskur. Askriftarverð er 75 kopecks*) á mánuði. •Gudok er í bréfaskiftum við 26000 verkamanna, og fær frá þeim 500 bréf á dag, til jáfnaðar. Það er augljóst, að ekki er mögu- legt að prenta öll þessi bréf, en þau eru öll lesin, flokkuð og metin eftir verðleikum. I sumum þess- um bTÓfum ern oft umkvartanir. Þau bréf eru aldrei birt, heldur eend til einhvers fulitrúa blaðsins, eem rannsakar málavöxtu, skýrir orsakirnar að umkvörtun bréfrit- ara og reynir að hjálpa bonum. Blaðið má -því með rettu teljast verndari járnbráutamanna. *) Kopeck gilti um 3 aura, fyrir stríð. Einu sinni í mánuði kemur út aukablað, er fræðir um ýmislegt, er að búskap lýtur, t. d. garðyrkju, ’ávaxtarækt, matreiðslu o. fl. Börnin eru heldur ekki höfð út undan. Fyrir þau er gefið út hálfsmánaðarblað, með smásögum, skrýtlum, myndum ög gátum. Þá má nefna 16 síðu mjmda- blað, 8em kemur út tvisvar í mán- uði. Það heitir Obmer Oputoni. I það geta járnbrautamenn ritað um skoðanir sÍDar og áhugamál, lýst kjörum sínurn og birt tillögur sina’r og athugasemdir. Meðal járnbrautamanna eru ekki fáir gæddir rithöfundai hæfileik- um. Þeir- hafa sérstakt blað, sem kemur út hálfsmánaðarlega, og er einnig sent út sem aukablað Gudok (Merkisins). Bíða rithöfundar og vinir þeirra þessa aukablaðs með mikilli óþreyju. Að undanskildum þessum auka- •blöðum, sem hór hafa verið nefnd, gefur Gudok út ýms önnur rit, og fjölgar kaupendum þeirra mjög ótt. Merkast þeirra er Ikri Naoki, alþýðlegt vísindarit, sem kemur út einu sinni í mánuði, 74 síður í hvert sinn. Þá er Smechatj; í því eru skopmyndir og uppdrættir með litum. Blað þetta er 12 síður, kemur út hálfsmánaðarlega og hefir 25000 kaupendur. Aukablað þess, sem flytur gamansögur, er gefið út í 40000 eintökum. Af þýðingarmeiri ritum má telja „JárnbrautarmanDÍnnw, hájfsmán- aðarrit, 32 siður að stærð. í því eru greinir um vísindi, stjórnarfar, vinnudeilur, rækfun, mentun járn- brautamanna o fl. Þá er sérstakt blað fyrin verkamenn, sem skrifast á. Það heitir Rabkor. Gudok gefur líka út fjölda flúg- ritá og bæklinga. Yinna við blöð þessi er öll mjög fullkomin. Setjararnir, sem vinna við þau, eru 338, auk allra annara starfsmanna. Prent- smiðjan er að öllu leyti hin prýði- legasta. (Eftir I. T. F.) Tollgsesla,. Stjórnin skipaði í haust 4 toll- verði utan Reykjavíkur. Hót sá Björn. Vigfússon, er starfaði hér á Vestfjörðum, með miðstöð á Isa- firði. Hann er nú farinn, en í hans stað er skipaður Einar O. Kristjánsson, gullsmiður; Er honum falið að reyna, eftir því sem frekast er unt, í sam- starfi við lögreglustjóra og aðra löggæslumenn, að líta eftir því, að tolllöggjöfin og áfeDgislöggjöfin sé haldin sem best. I því skyni ' er lagt.fyrir hann að framkvæma tollskoðun í landi á vörum og bera þær saman við tollskýrslur, eftir þvi sem tími hans.og kring- umstæður leyfa. Ennfremur á hann að framkvæma skoðun á tarþega- flutnÍDgi á farþegaskipum, eða við landgöngu farþegaj Honum er heimilt að láta flytja farþegaflutn- ing á land til skoðunar, áður en l-farþega, er á'land geDgur, er af- hentur flutningurinn. Loks er honum sórstaklega skylt að lífca nákvæmlega eftir þvi, að áfengislöggjöfin og reglugeiðir, er þar að lúta, séu Dákvæmlega haldn- ar, þar sem hann nær til. I þvi skyni ber hónum að athuga, hvort alt áfeDgi er inDsiglað í skipum, er að landi koma, svo og að inn- sigli sóu ekki brotin óleyfilega fyr en skipið er lagt frá landi, og að aðstoða lögreglustjóra eða umboðsmenn þeirra við að fram- kvæma endurtalningu og endur- innsiglun á víni í skipum, þegar þees þykir þörf. Sömuleiðis á hann að gæta þess, að í skipum þeim, sem hann fer með, só vín ekki veitt ólöglega. Honum er beimilt að kveðja aðra menn sér til aðstoðar við tollleit í skipum eða í vöruskemm- um á landi, þar sem honum kann að þykja þess sérstaklega þörf. Á þe9su tol leftirliti er brýn þörf. Og þó að hér sé smátt af stað farið, er það vafalaust til mikilla bóta.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.