Skutull

Árgangur

Skutull - 10.03.1928, Blaðsíða 2

Skutull - 10.03.1928, Blaðsíða 2
s Kaupgreiðsla. Sá ósiður er nokkuð tiður hér á landi, að atvinnurekendur greiða kaup til verkafólka mjög óreglu- lsga og algerlega eftir eigin geð- þótta; sumataðar jafnvel ekki oftar en einu sinni eða tvisvar á ári. Hafa verkamenn og siómenn beðið geyai tjón af þessum sökum, en ekki fengið aðgeit, nema að mjög litlu leyti, og þá helst á þann hátt að semja við atvinnurekendur, um greiðslu verkkaup9 eftir einhvern tiltekinn tima. En slíkir samn- ingar eru æði miklum vankvæð- urn bundnir, og sumstaðar, þar sem ekki eru öflug verklýðsfólög, er algerlega ómögulegt að fá at- vinnurekendur til þess að undir- skrifa þá. Þess vegna á mikill fjöldi sjómanna og verkamanna það að öllu leyti undir náð atvinnurek- enda, hvenær þeim er greitt verk- kaup aitt. En reynslan hefir sýnt, að valt er að treysta slíkri „náð“, og ilt að verkamenn skuli neyddir til þess. Það ætti því að vera öllum verkalýð mikið gleðiefni, að nú á þessu þingi kemur fram frurn- varp til laga um greiðslu verk- kaups. Er Sigurjón Á. Ólafsson flutningsmaður þess. Skal hér farið nokkrum orðum um frumvarpið og birtar tilvitn- anir úr þvi. Frumvarp þetta er viðauki við eldri lög um greiðslu verkkaups, og er kjarni þess sá, að skyldugt er að greiða verkkaup vikulega, annaðhvort þeim, sem vinna fyrir kaupinu, eða umboðsmönnum þeirra sóu hinir fjarstaddir. Sama gildir og um kaupgreiðslu fyrir ákvæðisvinnu, „skal þá verkkaupið greitt út vikulega, ef verkinu, sem kauptaxtinn eða umsamin upphæð miðast við, er lokið á þeim tíma, en ella þegar verkinu er lokið.“ Þá er verkafólki gert auðveld- ara að koma hór fram róttarkröf- um sínum, en áður hefir verið í svipuðum tilfellum. Þar sem svo er ákveðið að verkafólki til lands og sjávar er heimilt „að krefjast þess að mál út af greiðslu verkkaups sam- kvæmt lögum þessum sæti með- ferð einkalögreglumála. Má reka mál í þeirri þinghá, þar sem verkið SKUTHLL hefir verið unnið, og skoðast at- vinnurekandi eða umboðsmaður hans þar sem aðili þótt þeir eigi heimilisvarnarþing annarstaðar. Réttargjöld shulu eigi greidd í málum þessum.a Með þessu ákvæði er loku fyrir það skotið, að menn neyðist til að láta falla niður kröfur af þeim sökum, að þær borga ekki máls- koatnað þótt málið vinnist, en það er öllum kunnugt að elikt hefir ekki sjaldan átt sór stað. Að vísu eru í gildi lög um þetta efni, og þurfa þeir, sem þau lög ná til, ekki að greiða réttargjöld í mál- um þessum, þ. e. málum út af greiðslu verkkaups, en með laga- frumvarpi þvi, sem hér hefir verið drepið á, nær þetta ákvæði einnig til sjómanna og annara verka- manna, sem ekki eru nefndir í þeim lögum. Hór að framan hefir verið bent á nauðsyn slíkra laga, sem þessara, og þarf því ekki að endurtaka slíkt. Hór er urn svo sanngjarna réttarkröfu að ræða, að telja má líklegt að alþingi samþykki frum- varpið óbreytt og vinni þannig mikið happa verk til hagsbóta mikils meiri hluta þjóðarinnar. ÁtkYæðafölsun enn. Tveir seðlar í viðbót í Stranda- sýslu. Tveir kjósendur úr Strandasýslu kusu á skrifstofu bæjarfógeta hór í sumar. Kaus annar Björn Magn- ússon en hinn Tryggva Þórhalls- son. Utankjörstaðarseðlar i Stranda- sýslu eru ekki nema 16 að tölu og allir vísir. Telur dóraarinn sannað, við rannsókn á þeim, að seðlar þessara tveggja manna séu þar ekki. Hinsvegar séu þar tveir atkvæðaseðlar, ritaðir með auð- þektri hendi, báðir með nafni Björns Magnússonar og báðir fals- aðir. Ætti þar ekki að vera neitt um að viliast. Menn þe3sir kusu á helgum degi á skrifstofunni. Bæjarfógeta- fulltrúi Matthías Á9geirsson stýrði kosningunni. Yitundarvottar voru Hannes Halldórsson og Jón Bryn- jólfsson. Kjósendurnir og Jón Brynjólfsson kváðu segja, að þeir Hannes og Matthía9 hafi orðið eftir á ekrifstofunni, er þeir fóru út, en það játar hvorugur þeirra. Ytra umslagið um atkvæði ann- ars kjósandans er til. Utan á það hefir skrifað Hannes Halldórsson, og ekki er það stimplað með inn- sigli bæjarfógeta, sem venja er þó til. Um það kvað Matthías hafa sagt, að hafi hann ekki stimplað það, stafi það af sórstakri vangá. Hannes hefir játað að hafa flutt atkvæðin til Björns Magnússonar í þann mund, er Groðafoss blés til brottfarar. Áður bafði Björn játað á sig flutning atkvæða þessara, á Strandir norður, þegar hann hélt þangað með sinu fríða föruneyti, þeim Magnúsi Guðmundssyni, þá ráðherra, og Sigurði Kristjánssyni barnakennara og ritstjóra. Dómaranum þótti svo mikill grunur í efni, að hann krafðist tryggingar fyrir nærveru Hannesar, og setti Jón Edwald 4000 kr. veð fyrir hann. Yerða seðlarnir nú sendir Scot- land Yard til úrskurðar, ef að vísu má ráða. Um hinar aðrar fajsanir í Hnífs- dalsmálinu hefir rani|sóknardómar- inn fengið grun sinn staðfestan til hins ítrasta, hjá skriftarfræð- ingum þessarar heimsfrægu lög- regluskrifstofu, og mun brótt sjást, hvort iioDUin skeikar um þessa seðla. Frá Sjúkrahúsinu. Sjúkrahúsið hefir eignast ágætt harmonium, sem kostaði með nauð- synlegustu nótnabókum 1340 kr. Er það nýlega að fullu greitt og Dáðist alt féð saman með frjálsum samskotum. Var sumt afhent mór eða yfirhjúkrunarkonunni, en mest safnaðist í lítinn samskotakassa, sem hangir uppi á sjúkrahúsinu. Þakka eg gefendunum fyrir hönd sjúkrahússins og sjúkling- anna. Næ9t höfum við hug á að koma upp bóknsafni handa sjúkraliúsinn. Er sjúklingunum það mikil nauð- syn. Mörgum þeirra er hættulegt að lána bækur, vegna smithættu, og bókasafn bæjarins mega þeir

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.