Skutull

Árgangur

Skutull - 10.03.1928, Blaðsíða 1

Skutull - 10.03.1928, Blaðsíða 1
Útgefandi: Verklýðssamband Vesturlands. Vf. ÍR. ísafjörður, 10. mars 1928. ísafjarðarlæknarnir og* skýrsla síra Björns Þorlákssonar. Vesturland vill láta lesa það út úr skýrslu síra Björns, að Kérúlf og Halldór okkar Georg kafi verið injög grandvarir með áfengisútlát sín, samanborið við aðra laakna, að minsta kosti. Ætlar fólki auð- sjáanlega að trúa þvi, að róttvísin hafi lagt þá í einelti, að ástæðu- litlu. Er þvi ekki að neita, að síra Björn gerir óvöuduðum mönnum óþarflega auðvelt, að nota skýrsl- una til slíkra falsana. Úr skýrsl- unni er ekki hægt að lesa neitt anuað um ’áfengisseðla brenni- vínelæknannj}, en það, hve margir lágu í áfengisver^luninni frá hverjum þeirta, er síra Björn var fenginn til að telja þá, og hvernig þeir seðlar litu út. Hafði áfengisverslunin haidið öllum þeim áfeugisseðlum til haga, er henni höfðu borist og fengið þá síra Birni í heudur? Ef til vill. Hafa lyfjabúðirnar haldið til haga öllum áf'engisseðlum, er þær hafa látið áfeugi út á, og sent þá áfengisversluninni? Nei. Það var höfundi skýrslunnar vorkunnarlaust að vita, og taka greinilega fram, til að koma í veg fyrir allan misskiluing. Því að það er játað i rótti, og dæmt þar eftir í Hæstarótti, að Iaafjarðar- læknarnir skrifuðu yfirleitt því að eins áfengisávísanir sínar á hin tölusettu eyðublöð, að um óbland- aðan eða eingöngu vatnsblandað- an vínanda væri að rseða. En ef þeir krydduðu bann, þó ekki væri nema með 2 dropum af kúmen- olíu i flöskuna — og það var regl- an — ekrifuðu þeir ávísanirnar á venjulegan einkennalausan pappir. Og ísafjarðarlyfsalinn játaði í rótt- iuum, að hann hefði afgreitt hindr- unarlaust allar slíkar ávísanir, en hefði eklci haldið þeini til haga og þá auðvitað ekki sent þær áfengis- versluninni. Fyrir það var hann dæmdur. Eitt er eftirtektarvert i skýrsl- unni um Isafjarðarlyfsalann. Það er ekki föat regla hans að fyrirfara ölluqa ótöiusettum áfengis- seðlum. Tannlæknirinn hór hefir skrifað á árinu 10 áfengisseðla, alla á ótölusett eyðublöð. Þá sendir lyfsalinn til áfeugisverslunarinnar, en ekki einn einasta af hrúg. um þeirra Kórúlfs og Halldórs Georgs. Þvi ekki? Voru það samningar? Þótti honum ofdýrt að borga undir alla kássuna? Var erfitt að koma lagi á áfengisskýrsluna, svo að jöfnuður kæmist á alt, ef plöggin fylgdu? Voru ótölusettir seðlar tannlæknisins sendir til þess að svo gæti litið út, að lyfsalinn sendi samviskusamlega alla áfengisseðla, bæði tölusetta og ótölusetta? Rannsóknin í þessu máli var — — eins og við var að búast. Engin gangskör var gerð að því að rannsaka, hve marga áfeDgis- seðla læknarnir hefðu skrifað. Fyrir því verður ekkert fullyrt um það. Eu nokkurn grun geta menn rent í tölurnar og áfengismagnið, sem ávísað var, af því sem hór fer á eftir. Fyrir nokkrum árum var hafin rannsókn á Kórúlf og sannaðist þá á hann, svo sem hann hefir sjálfur skýrt frá á prenti (Vestur- land 19. ág. 1924), að hann hafði á einu ári gefið um 2500 áí’cngisávísanir til 846 manna, upp á 1028 lítra af spiritus concentratus, 694 lítra af konjaki, 58 lítra af portvíni og sherry og 6 lítra af rauðvíni, eða 12. tW. eftir því sem hann reiknar sjálfur, sem svarar 1400 ltr. af spíritus conccntratus. Þetta ár var Kórúlf einn í brauð- inu. En nokkru eftir að Halldór Georg var kominn í það með hon- um, var önnur ársrannsókn hafin og komu þá, ef Skutull man rótt, á íiintánda hundraft*) áfeDgisseðlar á hvom. Allir Isfirðingar vita, að engin veruleg breyting gat verið orðin hór á, er síðasta rannsóknin fór fram. Sumir hafa því ekkert botn- að í tölum skýrslunnar, en nú mega allir skilja hverhig í jileim liggur. Skýrslan sýnir ekki nema hlægi- lega lítið brot af áfengisútlátum Isafjarðarlæknanna. Má vera, að svo só um fleiri þá lækna, er í skýrslunni getur. Og er meira að segja mjög líklegt. En fyrir því eru engir slikir pappirar, sem um þessa. Á meðan svo er, ber þeim að teljast í fyrstu röð. Og heíir hver til sins ágætis nokkuð. Hitt vill Skutull taka undir með Vesturlandi, að skýrslan sýnir að fleiri læknar eru nokkurs mak- legir. Dóm Hæstaróttar megaallirvel við una. Fjölda margir ísfirðingar hafa af honum mikla blessun, en engir meiri en hinir dæmdu menn sjálfir, þó að þeir ef til vill átti sig ekki á því strax. Þar sem skýrsla síra Bjöms er,' þó skaint nái hún, hefir stjórnin gögn í höndum til að gefa Hæsta- rótti kost á að gera kærleiksverk á nokkrum lækuum í viðbót, um leið og lótt yrði miklu böli af almenningi víða um sveitir. Er oskiljanlegt að stjórnin sýni tómlæti í þessu méli. Róttvísin á hór ljúft verk að v i n d a, Betur að svo gæti altaf verið. *) Hæsta áfengisseðlatala nokkurs læknis í skýrslunhi er 687 4 áriuu 1926 og 871 árið 1927.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.