Skutull

Árgangur

Skutull - 15.04.1928, Blaðsíða 3

Skutull - 15.04.1928, Blaðsíða 3
SKUTULL S f Utsvflr. Skrá yfir átsvör á ísafirði er til sýnis á skrifstofu bæjarins, 16. til 29. aprílmán. þ. á., að báðum dögum meðtöldum. Kærur aendist formanni niðurjöfnunarnefndar,. meðan skráin liggur frammi. Ólafar Gnnnlangsson, faðir minn, andaðist 13. þ. m. k heimili fóstursonar síns, Naust- vik í Strandasýslu, nær þvi átt- ræður að aldri. Hann var hinn mesti atorku- og iðjumaður til hvers sem hann gekk, og um langt skeið einn meðal bestu bænda i Strandasýslu. Bjó síðast á Reykjarfirði. Hór er því lokið langri og starf- samri æfi, er hefir sína sögu að geyma, þótt ekki verði hér skráð. Mun eg jafnan minnast hans sem ágæts föður, er mér kemur ávalt til hugar, þegar eg heyri góðs manns getið. Halldór Ólafsson. styrktarsjóðsreikninganna: Finnur JónsBon og Jón G. Maríasson. Samþykt tillaga frá Yiim. Jóns- syni, um að sameina lögregluþjóns- starfið og innheimtu bæjargjald- anna; var oddvita falið að auglýsa starfið til umsóknar fyrir 20. þ. m. Frá. alþingi. Alþingi hefir nú afgreitt sem lög frumvarp um að safna atvinuu- leysisskýrslum, sem öllum verka- lýð eru mjög nauðsynlegar, en íhaldinu þyrnir í augum. Þá er frumvarp Erlings og Ingvars, um síldareinkaaölu, einnig orðið að lögurn, lxtið breytt. Frumvarp Haraldar Guðmunds- sonar, um brejrtingu á lögum um utankjörstaðarkoaningar, er líka orðið að lögum. Það á að koma í veg fyrir að utankjörstaðaratkvæði verði föÍRuð, eins og íhaldið hefir gert undanfarið. Frumvarp xjm breytingar á Lög- um um Landsbanka íslands er koruið til þriðju umræðu í efri deiid og nær sennilega fram að ganga. Stærsta breytingín er, að ríkið lætur Landsbankanum stuðn- ing sinn í té, með ábyrgð, sem íhaldið tók áður af með lögum. Yantrauststillögu á stjórnina, frá ihaldinu, út af því að framkvaema ekki lögin um að gera alla starfs- menn á varðskipunum að föstum embættismönnum, var vísað frá með rökstuddri dagskrá frá Sveini í Firði. Þingi verður sennilega slitið 16. þ. m. Óvinir Bakkusar. Eftirfarandi skýrsla sýnir fjölda templara í ýmsum löndum og öll- um álfum jarðarinnar, 31. janúar 1927. I. Evrópa, 1. Svíþjóð . . 212 380 2. Noregur. . 84230 3. England . 78 661 4. ÞýakaJand 47 562 6. Skotland . 36404 6. ísland . . . 9174 7. Danmörk . 7 219 8. Sviss. . . . 6868 9. Önnur lönd 19 674 502 172 II. Bandarikin . . 15511 HI. Canada .... 6 348 IV. Afríka V. Astralía. . . . VI. Aaía ...... Samtals 537 889 I stúkum,sem standa beint undir Hást. (og í U. S. R.) 1 479 Alls 539368 Skýrsla þessi nær jafnt yfir undirstúkur sem unglingastúkur, en ekki sýnir hún þó fyllilega allan fjölda templara í heímin- um, sökum þess að skýrslusöfnun hefir víða verið ábótavant, þar á m^ðal má nefna ísland, og auð- vitað hafa tölurnar breyst á síðast- liðnu ári. Mislukkaðar atviunubætur. Bæjarfógetinn hór hefir nýlega kveðið upp dóma í meiðyrða- og skaðabótamálum þeim,sem Hannes Halldórsson og Jón Grímsson höfð- uðu á Finn Jónsson, vegna'um- mæla í fréttaskeyti. Skaðabótakröfur þeirra kumpána, 10 þúsund til hvors, voru að engu hafðar. En í máli Hannesar var Finnur dæmdur í 60 kr. sekt og 60 kr. málskostnað, og í máli Jóns Grímssonar 120 kr. í sekt og 70 kr. í málskostnað. Páll Jónsson lögfræðingur sótti bæði málin og fékk 20 krónur sekt hjá dómaranum, í öðru mál- inu, fyrir ósæmilegan rithátt. Vcstfirsku bátarnir eru nú allir komnir að sunnan, nema einn. Hefir þeim vel hepn- ast vertíðín. Má afii þeírra, yfir- leitt, heita sæmilegur, frá 130— 150 þúsund pund á bát; er það að vísu talsvert minna en í fyrra, enda ekki jafn dýru verði keyptur og á undanförnum vertíðum, því að þessu sínni hefir enginn maður týnst af vestfirsku skipi, né þau orðið fyrir nokkru öðru tjóni, var tíð þó ill og stormasöm fyrrihluta vertíðarinnar. Hrefnuveiði. Þorlékur Guðmundsson frá Saur- um kom hingað síðastl. laugar- dag með hrefnu, er hann skaut úti fyrir Arnarnesinu. Er það fyrsta hrefnan, sem hór hefir veiðst á þessu vori. VERSLIÐ VIF) KAUPFÉLAGIÐ.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.