Skutull

Árgangur

Skutull - 24.04.1928, Blaðsíða 1

Skutull - 24.04.1928, Blaðsíða 1
SKUTULL Útgefandi: Verklýössamband Vesturlands. YI. ÍR. ísafjörður, 24. apríl 1928. 1S. tbl. Sumarkoma. Engin árstíð er okkur íslend- ingum hugþekkari en sumarið. Koma þess er öllum kser. Sumarið er hér á landi, eins og í öllum öðrum norðlægum lönd- um, fengsaell tími og frjósamur; þá er hagstæðast að sækja gull í greipar Ægis og arðvænlegast að yrkja jörðina. Ea vinnan er móðir auðæfanna og ekkert fæst án fyrirhafnar, þess vegna er sumarið mestur anna tími ársins. Þá tekur alt til starfa, menn og málieysingjar, jörðin klæðir sig úr fannakufli vetrarins, og „fjallviðir laúfgast, fíflarnir glóa, fiðrildin dansa blómunum á.u Þá vaknar ö.il náttúran til vinnu, eftir kyrstöðu vetrarins. Veturinn er liðinn. — — Hann var óvenju mildur. Pann- koma lítil og frostleysur. Þó var stormasamt á stundum og ekki hagstætt veður til sjósókna, eink- um sunnanlands. Þung voru lika skattgjöldin til Ægis af þeini völdum, og á margur um sárt að binda fyrir þá sök. Þau eru þó alls ekki rneiri en áður fyr, ea mun átakanlegri og minnisstæðari þjóðinni. — Afli var sæmilegur á þessunr vetri, sumstaðar með besta rnóti. Skepnuhöld hvarvetna góð. önd- vegistíð síðustu vikur hans. Kvaddi hann því með kjörum. Mun þessa vetrar lengi minst af þakklæti. Þökk fyrir veturinn! Sumarið er komið. — — Með hreinviðri og logni heils- aði það. Frost var á fyrsta morgun þess. Þykir það ætíð góðsviti, er saman frýs sumar og vetur. Má og vænta þess, að vel reyn- ist sumarið, frjósamt og milt frá fyrsta degi til síðustu nætur. En hér skal engu um það spdð, að eins bent á undangengin gæða sumur. Hafa þau orðið öllum landsmönnum til heilla? Kei. Með tilstyrk innlendrar lepp- mensku hafa erlendir fjárbralls- menn sölsað undir sig arðinn af striti verkalýðsins íslenska. Fóglæframenn og fávisir prang- arar hafa leikið sér með arðvæn- legustu atviunuvegi landsins. Af heiraskulegri peningagræðgi eyðileggja þeir sumarframleiðslu margra starfandi handa. Og al- þýðan hefir áhættuna. Öll skakka- föllin lenda á hennar herðum. Braskararnir standa óbognir eftir- Hnakkakertir ganga þeir frá at- vinnuvegunum í rústum, og nokkr- ir hrópa: Lifi einstaklingsframtak og frjáls samkepni! — — En með sumri hverju hefit vægðarlaus barátta öreiganna fyrir lifinu. Endalaust strit — ánægju- laus og illa goldin vinna. — Þannig hefir það verið og þannig mun það verða, meðan framleiðslutækin eru í fárra hönd- um, og arður vinnunnar rennur í pyngjur örfárra einstaklinga. En eitt getur aldrei falist í pyngjum peningamannanna; það er uppreistar hugur þjakaðrar al- þýðu. Hún gerist sókndjarfari með sumri hverju. — Það líður óðum að lokabaráttunni milli auðvalds og öreiga. „Öreigar í öllum lönd- um sameinist.u íslenski verkalýðui! Gakk þú gunnreifur til þeirrar baráttu. Gleðilegt sumar! „Öaldra-Loftur44. í ráði kvað vera, að Leikfélagið hér sýni Galdra-Loft, eftir Jóhann Sigurjónsson, í byrjun næsta mán- aðar. Er Haraldur Björnsson, leikari, ráðinn til að leiðbeina við sýn- inguna og leika aðal hlutverkið. Kemur hann hingað í lok þ. m. Yerður fróðlegt að sjá þetta stór- fræga leikrit á Isfirsku leiksviði. Jurðurför frú Torfeyjar T. Haf- liðadúttur fór frarn 11. þ. m., með iniklu fjölmcuui. Vottum við öilum uiúðarfylstu þakbir fyrir auðsýnda liluttekuiug'u. Eigiuuiaður og foreldrar. Físlarþsettir. Einari Jónassyni, sýslumanni Barðstrendinga, var vijcifT frá embætti á síðastliðnum vetri. Yar óreiða og trassaskapur í fjármál- um talin aðal orsökin. Gekk atjórnin röggsamlega fram í málinu og setti Einar vsegðar- laust af. Þetta úrskurðaði hann „óforsvaranlegtu. En stjórnin sat við sinn keip og úrkurður Einars var að engu hafður. Síðan hefir liann stöku sinnum hugsað að komast til fornrar frægðar, en allar tilraunir hans, í því efni, hafa mest líkst fálmi druknandi manns. Einari verður ekki bjargað úr þessu. Brjóstgóðir menn geta að eins aumkvað hann og minst hans í bænum sínum. Svona er saga Einare. Þá skal vikið að Páli — Páli þeim, sem stundum er kendur við „Vesturland11. Hann langar til að komast í snöpin Einars; þykir mörgum það ilitlogur eftirmaður, einkum til þess að feta í svipaða átt og sá fyrverandi. Er liklegt að hryggur Páls verði, af þessum ástæðum, vægi- lega brotinn. Þó má ekki búast við að hann komi bakheill úr þessari bónorðsför. En best mun þó að biða og sjá, en engu spá. Hinsvegar mun Vesturlandslið- inu þykja nóg um þetta brölt í Páli, það vill tæplega missa hann. Vesalings Páll.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.