Skutull

Árgangur

Skutull - 24.04.1928, Blaðsíða 3

Skutull - 24.04.1928, Blaðsíða 3
SKUTULL 3 um við haua, en er vér komum i hana. Eg trúi því, að vinnan — ekki þrælavinna — eé alveg naaðayn- leg til farsældar, og að vinnan verði að vera bæði líkaruleg og andleg. Eg trúi því, að samkepnin sé að eins sbig í þróuninni, og að lokastigið verði samvinnuþjóðfólag. Það má óhætt fullyrða, að ekkert bindur verkalýðinn í smákauptún- um landsins fastar á klafa kaup- mannavaldsins, en hin svokallaða lánsverelun, þar sem verkalýðnum er greitt kaup sitt í vörum, en ekki peningum, og það án þess að reikningsskil séu gerð nema einu sinni á ári. Hljóta allir að sjá, hve skaðlegt þetta er verkalýðnum, og háska- legt efualegu sjálfstæði hans. Kaup er rnjög lágt á slíkurn stöðum, en verslunarvörur aftur á móti með ráuverði, og afleiðing þess verður því sú, að 'verkalýðurinn hlýtur annaðhvort að svelta, eða taka vorur út hjá kaupmanninum, sem jafnframt er atvinnurekandi, og festist þannig á skuldakiafann. Má þá líkja kaupmanninum við Kölska, þegar honum er réttur litli fingurinn vill hann hafa alla hendina. Það er kunnugt, að í kauptún- um hér nærendis er viðskiftum verkalýðs og atvinnurekenda svip- að farið og hór hefir varið lýst, og svo mun víðar vera. Verkalýðnum er því nauðsyn- legt að vera á verði í þessum viðskiftum Og gæta þar tengins róttar. Hann skal ávalt muna, að til eru lög, sem mæla svo fyrir, að kaup, við alla algenga land- vinnu skuli greitt í peningum í lok hverrar viku, og því er ástæðu- laust að hlifa atvinnurekendum við því. Eólk, er landvinnu stundar, er þess vegna sæmilega trygt í þessu efni, en sjómenn hafa hór, enn sem komið er, mun verri aðstöðu. Þeiv hafa að eins sjóveðið að halda sór að. Að líkindum verður þessu bráðlega breytt. Á alþingi í ár b&r Sigurjón Ólafsson fram frumvarp um við- auka við lög þessi, þannig, að þau skyldu einnig ná yfir sjó- mennina. Nær það væntinlega fram að ganga á næsta þingi, þótt ekki tækist að koma þvi í gegn nú. Á frumvarp Sigurjóns hefir óður verið minst hér i blaðinu, og er ástæðulaust að endurtaka það-. Hinsvegar sýnist þess full þörf að rninua verkalýðinn á áðurnefnd lög, og hvetja hann til að neyta róttar síns samkvæmt þeirn. Takist það, má telja líklegt að hann verði ekki eins hóður at- vinnurekendum og nú, einkum ef hann jafnframt eflir samtök sín og reynir af alefli að koma róttu hlutfalli milli kaupgjalds og vöru- verðs, en eins og nú er, yantar mikið á að svo sé. En um leið og verkalýðsfélögin vinna að hækkun kaupgjaldsins og gæta þess, að lögum um viku- lega kaupgreiðslu sé hlýtt, þá bíður þeirra mikið menningarstarf. Þau eiga í framtíðinni að losa verkalýðinn úr þeirri ánauð, sem hann er nú i, gefa honum tæki- færi til að auðga anda sinn og þroska, og auka dirfsku hans í baráttunni gegu kúgun og raug- sleitni peningapúkanna. Fréi alþincfi. Þingi var slitið síðasta vetrar- dag. (18. þ. m) eftir 90 daga setu. Þar hafa þessi frumvörp verið afgreidd sem lög: Áburðareinkasalan. Heimild um að innheimta tekju- og eignaskatt með 25°/0 viðauka á tekjum yfir 4000 krónur. Breyting á hegn- ingarlögunurn, afnám dauðarefs- ingar. Áfengialöggjöfin. Lög um Landsbankann, lög um samstjórn tryggiogastofnana ríkisins, lög um varðskip rikisins og skipverja á þeim, lög um að undanþiggja ís- landsbanka inndráttarskyldu seðla fyrir árið 1928, lög um heimild Landsbankans til að gefa út nýja jKoS' Sí. Bruno Flake reyktóhak er mest reykt af sjómönnum allstaflar um heim. flokka bankavaxtabrófa, lög um smíði og rekstur strandferðaskips. Af samþyktum þingsályktunum eru þessar helstar: Um ríkisprent- 8miðju, um vísindarannsóknir í þágu atvinnuveganna, um endur- skoðun berklavarnarlaganna, um ellitryggingar o. fl. Nefndarkosningar fóru fram í 9ameinuðh þingi 16. þ. m^Fóllu þær þannig: Utflutningsnefnd síldar: Böðvar Bjarkan, Erlingur Friðjónsson, Björn Líndal. Til vara: Jakob Karlsson, Gruðmundur Skarphóðiusson, Guðmundur Póturssou. Utanríkismálauefnd: Benedikt Sveinsson, Bjarni Ásgeir9son, Ásgeir Ásgeirsson, Jón Þorláksson, Ólafur Thors, Sigurður Eggers, Hóðinn Yaldimarsson. Endurskoðendur landsreikninga: Pótur Þórðarson, Árni Jónsson, Gunnar Sigurðsson. Mentamálaráð: Sigurður Nordal, Ragnar Á8geirsson, Stefán Jóh. Stefánsson, Ingibjörg H. Bjarnason, Árni Pálsson. Þingvallanefnd: Jónas JÓDBson, Jón Baldvinsson, Magnús Gruðmundsson. Tolla- og skattan.: (milli þinga). Halldór Stefánsson, Haraldur Guðmundsson, Jón Þorláksson. I Landsbankanefnd voru kosnir W VERSLIÐ VIF) KAUPFÉLAGIÐ. ‘IPS

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.