Skutull

Árgangur

Skutull - 29.05.1928, Blaðsíða 3

Skutull - 29.05.1928, Blaðsíða 3
SKUTULL 3 Hokuspokus*). Helgir siðir og tákn (symbol) hafa verið notuð innan allra trúar- bragðanDa frá öróíi alda. Hafa þau verið sköpuð og aukin af vitrum mönnum, kynslóð eftir kynslóð. Eiga þau að fallnægja og styrkja trúarþörf þeirra manna, sem ekki eru nógu þroskaðir and- lega, til þess að meðtaka sann- leikann án þessara ímynduðu skrautklæða, „symbolismansu. Auk þessa flýja margar lífsþreyttar sálir á náðir helgra siða og tákDa, til þess að svæfa þekkingarþrá sina, — eða þá af einfeldni einni. Lítið kveður reyndar að því enn hér á landi, en fer þó heldur vaxandi. Daður guðspekinga og slikra við kaþólska kirkju**) hefir haft nokkur áhrif í þá átt. Helg tákn eru þannig mynduð, að daglegir hlutir eru látnir fela i sér háleit eða guðdómleg hugtök. Sem dæmi er hægt að nefna: at- keri, sem táknar von; prestshempa, að guðdómurinn só hafin yfir kynferði (og þá presturinn einnig); höggormurinn, visku o. s. frv. Meiri hluti mannanna eru þrælar helgra tákna; jafnvel þó að þeir viðurkenni það ekki sjálfir. En mennirnir eiga fyrir höndum að þroakast, þar til þeir hafa losað BÍg við blekkingarnar. Helgum táknum má skipa niður í tvo aðalflokka, skaðleg og mein- laus. Verða þeir flokkar ekki raktir hór sórstaklega, að eins tekið eitt dæmi úr fyrri flokknum. Á hvítasunnudaginn var framin ferming hór í kirkjunni. Skömmu eftir fermingar tiðkast „altarisgöngur“. E>á er nýfermdu börnunum boð- ið að bergja á skæðasta óvini mannkynsins, Bakkusi, i nguðs ■húsi“, undir yfirakini helgra BÍða og á óheilnæman hátt. Á eg þar við þá sótthættu, sem stafar af því, að allir drekka úr sama ílát- inu, hver eftir annan. Foreldrar fylgja þá oft börnum sínum. Má búast viðýað oít sóu templarar þar á meðal. *) Stytt úr: lioc est corpus meum. Það útlegst: Þetta er minn líkami. **) En hún er þrungin „symholik". Stæla þeir þá líklegast rökfræði sumra Tyrkja. Múhameðstrú bannar vinneyslu, — en vínið er ekki lengur vin, ef eg kalla það „guða vatnu eða eitthvað þ. u. 1. Lesendur ættu að íhuga þetta. Reyndar veit eg að barnaskapur þeirra fullorðnu mun leDgi halda þessii við. Krakkarnir sjálfir eru ekki sólgnir í það. Það eru svo sorglega margir, er virðast hafa harla litla dóm- greind; eða þá að þeir fara með hana á líkan hátt og nirfillinn með aurana sína. Blöð. Kyndill. Fólag ungra jafnaðarmanna í Reykjavík gefur út blað, sem Kyndill heitir. Kemur þaS út einu sinni i mánuði og kostar kr. 3.00 árg. Ritstjóri er Vilhjálmur S. Vil- hjálmsson, starfsmaður við Alþýðu- blaðið. Hafa Skutli borist 1. og 2. tbl. Eru þau vel og djarflega skrifuð, og má óhætt fullyrða, ef fram- haldið verður ekki lakara, að þá muni engan iðra þess, að gerast kaupandi blaðsins. Ritstjóri Skutuls hefir útsölu þess. Stúdentabluð. Það hóf göngu sína 1. des. 1924 og hefir síðan komið út þann mánaðardag á ári hverju. En í vetur var það gert að mánaðar- blaði og stækkað um leið. Er Lárus Sigurbjörnsson, rithöf- undur, ritstjóri þess nú. Hafa Skutli borist apríl- og maí- blöðin. Virðast þau engu lakari þeim, sera áður voru komin. Meðal annars er þar kafli úr Faust eftir Gloethe (Dauði Fausts), í íslenskri þýðingu eftir Magnús Ásgeirsson, grein um ung íslensk skáld og kjör þeirra, eftir Sig. Skúlason mag. art., minningarorð um Harald, prófessor, Níelsson og Geir, rektor, Zoega, ýmislegt um áhugamál stúdenta, fróttir af þeim hór heima og erlendis o. fl. Yfirleitt er blaðið ágætlega skrifað. XJnglingaskólinn á ísafirði. Burtfararpróf úr unglingaskól- anum hór tóku 25 nemendur og hlutu þessar aðaleinkunnir: Aðalheiður Halldórsd., Hnífsd. 5.32 Ásgeir Jóhannesson, ísafirði 6.50 Baldur Eiríksson, — 6.77 Bárður Jakobsson, Bol.vík 6.77 Daníelína Sveinbjarnard., ísaf. 7.09 Eggert Ólafsson, — 6.18 Einar Jónasson, — 5.50 Elín Júlíusdóttir, — 6.23 Erling Hestnes, — 4.32 Friðgeir Óiason, —* 6.95 Guðmundur Sveinsson, Góust. Eyrarhr. 6.36 Gunnar Guðmundsson, ísaf. 7.05 Halldór Magnússon, — 6.73 Hrefna Samúelsdóttir, — 7.41 Ingibjörg Jóhannsdóttir, — 6.77 Jóhann Eiríksson, — 6.41 Jóhanna Þórarinsdóttir, — 6.95 Kristjana Hjálmarsdóttir, — 6.86 Margrót Þórðardóttir, — 6.95 Ólafur Ódafsson, — 6.18 Petrína Jónsdóttir, — 6.95 Sigurbjörg Guðmundsd., — 7.00 Sigurður Jónsson, — 5.82 Þuríður Baldvinsdóttir, — 5.45 Þuríður Fiunsdóttir, — 7.32 Allir Isfirðingar þekkja blóma- og trjágarðinn hórna upp með Hlíðarveginum. Á þessu óri eru liðin 7 ár síðan farið var að grafa moldarbörðin og ryðja grjóturðina, sem þar var áður, og árangur þessa 7 ára starfs eegir til sín. Garðúrinn er nú ágætlega girtur og hefir öll skilyrði til þess að geta orðið prýðileg gróðrarstöð eftir nokkurra ára bil. Má þakka þetta kappi og ósór- plægni fárra manna, sem hór hafa lagt bæði fé og fyrirhöfn til og VERSLÍÐ VIÐ KAUPFÉLAGIÐ. I

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað: 22. Tölublað (29.05.1928)
https://timarit.is/issue/320081

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

22. Tölublað (29.05.1928)

Aðgerðir: