Skutull

Ukioqatigiit

Skutull - 06.06.1928, Qupperneq 3

Skutull - 06.06.1928, Qupperneq 3
SKUTULL 3 Askorun. Hermeð er skorað á alla þá, eem hafa lofað fjárframlagi til Samvinnufélags Isfirðinga, að gefa sig fram við Ingólf Jónsson, bæjargjaldkera, og greiða honum tillögin hið allra fyrsta. Áríðandi er að menn verði skjótt við þessari áskorun, svo skipin geti komið á þessu ári. Stjórnin. Húsmæðraskólinn á ísafirði tekur til starfa 1. október n. k. Námskeiðin verða tvö, fjórir mánuðir hvort. Námsgreinar: Matreiðsla, þvottur, hreingerning herbergja, næringarefnafræði, heilsufræði, útsaumur og baldering. Heimavist er í skólanum. Inntökugjald 20 kr. Mánaðargjald 75 kr., er borgist fyriríram. Hver nemandi hafi með sér rúmfatnað og allan klæðnað. Læknis- vottorð verður hver nemandi að sýna við inntöku í skólann. # Umsóknir séu komnar fyrir 1. okt. og stilaðar til Skólanefndar Húsmæðraskólans, eða til undirritaðrar forstöðukonu, sem gefur allar nánari upplýsingar. ísafirði, 1. júní 1928. Gyða Maríasdóttir. sé vandlætari þesði auk þess þjóð- kirkjuprestur, þá veldur það bein- línis hneyksli. Þess vegna skyldu prestarnir vera á verði og gæta þess, að styr sá, er Mammons dýrkunin veldur, byrji ekki með því að kollvarpa sjálfri klerkastóttinni. Kristneshælið. í fyrra sumar reistu Norðlend- ingar berklahæli að Kristnesi við Eyjafjörð. Tók það til starfa síðast- liðið haust. Hæli þetta er hið vandaðasta í alla staði og hafa. Norðlendingar unnið kappsamlega að fjársöfnup til byggingar þess. Mönnum ítil gamans skal hór birt skrá yfir helstu tillög og gjafir til hælisins. Skrá þessi er tekin úr Fylgiblaði Dags: YFIRLIT: Akureyri.................Kr. 68 692.28 Siglufjörður...............— 6 000.00 Eyjafjarðarsýsla...........— 60 288.10 Suður-Þingeyjarsýsla ... — 13 203.06 Norður-Þingeyjarsýsla . . — 7 163.00 Skagafjarðarsýsla..........— 7 106.00 Húnavatnssýsla.............— 297.00 Reykjavfk..................— 6 756.25 Berklavarnarsjóður .... — 68 992.1,4 Berklavarnarfélag íslands — 5 000.00 Eimskipafélag íslands . . — 10 000.00 Christian konungur X. og drotning................— 1180.00 Erlendar gjafir............— 622.64 Ágóði af skemtun 17/„ ’25 — 2 593.86 Ágóði af seldum minn- ingarspjöldum ár 1926-27 — 2 000.00 Rikissjóður íslands .... — 256 000.00 Vextir.....................— 3161.21 Samtals kr. 516 955.54 Með fjárframlögum þessum eru talin tillög bæja- og sýslusjóða, en þau voru þessi: Bæjarsjóðs Akureyrar 10000 kr., Siglufjarðar 6000 kr., sýslusjóða Suður-Þing- eyjarsýslu og Skagafjarðarsýslu, 6000 kr. úr hvorum, og 2600 kr. úr sýslusjóði Norður-Þingeyjar- sýslu. JLfla.fréttir. Undanfarna daga hafa þessi skip komið inn af fiskveiðum, eftir 6 — 8 daga legur, með eftirtaldan afla: Fróði 64000 pd. Eljan 61000 — Ásta 49 000 _ Sjöfn 46 000 — Persy 44000 — Sæfari 41000 — Grylfi 30000 - Snarfari og Kári (áður eign Sam. isl. versl.) fengu ca. 30000 pd. hvor. Freyja og Kári, Gísla Júlíus- sonar, fengu líka góðan afla, en hve mikinn, er blaðinu ekki kunnugt um. Skutull hefir ekki getað aflað sór áreiðanlegra frétta um afla þessara skipa á vertíðinni i vor, en þeim mun öllum hafa gengið prýðilega. Hefir þar tvent hjálpast að, óvenju góð tið og ötulleiki sjómannanna. Þeir hafa, að sögn, sjaldan lagt á sig meiri vökur og vinnu en þetta vor, á einum bátn- um var t. d. sofið 8 kl.st. í rúm- lega 4 sólarhringa Óefað þætti sumum ihaldslandkröbbum það full erfitt. — Norsku línuveiðararnir afla vel, og handfæraskipin, sem héðan ganga, fiska í góðu meðallagi. ,,Súlan“ heitir flugvól, sem nýstofnað flugfólag í Reykjavík, hefir tekið á leigu. Kom hún hingað frá Rvik í fyrsta sinn á mánudaginn var, laust fyrir hádegi. Hafði flugið tekið 2V9 kl.st. Héðan hélt Súlan til Siglufjarðar og Akur- eyrar. Farartæki þetta er nýlunda hór um alóðir, og vonaodi að vel iW' VERSLIÐ VIÐ KAUPFÉLAGIÐ.

x

Skutull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.