Skutull - 26.06.1928, Blaðsíða 2
s
SKUTBTjL
S í m s Isz o y*t i.
Reykjavik, 24. júní 1928.
SamnÍDgar um kaupgreiðslu á
síldveiðum fyrir togara og línu-
veiðara undirskrifaðir í morgun.
A togurum er lágmarkskaup kr.
211.50 á mánuði, premia 4 aurar
af fyrstu 2000 málum i bræðslu,
6 aurar af næstu tveimur, 6 aurar
ór þvi. A línuveiðurum er sama
kaupgreiðsla og í fyrra.
Fréttastofan.
Þegar heiðarlegir menn
brjóta lög, og þegar
þjófar brjóta lög.
Ef þau lög eru sett í landinu,
eem koma i bága við réttlætis-
meðvitund þína, og þó getur ekki
beygt þig fyrir nema með sam-
viskuunar mótmælum, hver ráð
áttu þá að hafa?
Hvort áttu heldur að niðast á
samvisku þinni eða gerast brot-
legur við landslög og rétt?
Ghandi, uppreisnarmaðurinn ind-
verski, sannhelgastur maður, sem
nú er uppi, hefir svarað þessari
spurningu og sýDt með dæmi sínu,
að hann stendur við svarið:
Þú átt að brjóta lögin, en gera
það opinberlega, taka fúslega öll-
um afleiðingum af því, og ganga
jafn vel ríkt eftir refsingunni.
Yfir flokksmenn okkar í Noregi
hefir ihaldið nýlega dembt lögum,
sern setur þá í slíkan vanda. Það
eru lög, sem baoDa verkföll, og
telja það til afbrota, að styrkja
þau á nokkurn hátt. Fjárframlög
til verkfalla, hversu lítil sem þau
eru, varða sektum, en fangelsun,
ef sektir eru ekki greiddar.
Nú hefir verkfall verið hafið i
Noregi engu að síður. Og verka-
mannaflokkurinn hefir tekið upp
þá bardagaaðferð, að safna sara-
ekotura meðal flokksmanrianDa til
styrktar verkfallsmönnunum, einni
krónu frá hverjum. Er skrá birt
yfir samskotin jafn óðum, með
fullum nöfnum gefendanna. A
fyrstu skránni voru allir þing-
rnenn verkamannaflokksins og allir
fulltrúar þeirra í bæjar- og sveitar-
etjórnum. Síðast þegar fréttist
höfðu verið birt nöfn 2000 þektra
manna. Eru þeir allir, og væntan-
lega margar þúsundir manna í
viðbót, ráðnir í þvi að neita sektar-
greiðalum og æskja fangelsisvistar.
Hér á landi hafa ekki önnur
lög en bannlögin verið nofnd til
þeirra laga, sem koma í bága við
réttlætismeðvitund manna. Er þó
ilt að étta sig á að nokkur geti
liðið tjón á sálu sinni fyrir að
hlýða bannlögunum.
Enda hafa uppreistarmennirnir
gegn bannlögunum ekki hagað
mótþróanum svo, að trúlegt megi
þykja, að æðri hugsjónir hafi ráðið.
Þeir hafa undantekningarlaust
brotið lögin eins og þjófar, enda
með þjófamarkmiði.
Innheimta og óskiifísi.
Verklýðsfélagar, karlar og konur!
Mig langar til að ávarpa ykkur
með nokkrum orðum. En vegna
þess að eg býst við að fundur
verði ekki haldinn bráðlega, og
þó haldinn yrði, mundi hann verða
fámennur um þetta leyti árs, hefi
eg hugsað mér að ávarpa ykkur
i Skutli, ef ské kynni að eitthvað
fleiri sæju það eða heyrðu.
Það hefir ávait verið vanþakk-
látt veik i félaginu að vera fjár-
málaritari, vegna inDheimtunnar á
gjöldum félagsmanna, og eg býst
við að það verði svo lengi, af því
að mörgum hættir við að mia-
skilja tilgang félagsins og gjöra
minna úr áhrifum þess, en þau
eru. Það eru, því miður, til þeir
menn, bæði karlar og konur, sem
hallmæla þvi fyrir það, að það
veiti enga atvinnu og gjöri ekkert
bæjarbúum til gagns. Það bara
heimti sín lögboðnu gjöld, sem
ekkert verði svo úr — og búið.
Svo þegar fjármálaritarinn fer að
innheimta gjöldin fær hann bara
skammir, félagsins vegna, fyrir
að gjöra skyldu sina. Sem betur
fer eru þessir menn fáir, og fyrir
þá er engin leið önnur en segja
sig úr félaginu, eða láta reka sig,
því rúm slíkra manna væri betur
óskipað.
Það vita allir, sem eitthvað
hugsa, að verklýðsfélag er ekki
stofnað til þess að verða atvinnu-
rekandi, því meðan núverandi
skipulag ríkir, er verklýðsfélagið
í andstöðu við atvinnurekendur.
Það er til þess stofnað að vera
samningsaðili um vinnutíma og
kaupgjald við þá, sem framleiðslu-
tækin hafa og ekki rauDdu horfa
í að láta verkafólkið vinna meiri
hluta sólarhringsins fyrir sem allra
minst kaup, ef engin samtök væru
hjá fólkinu sjállu til þess að
sporna við þvi. Hvað haldið þið
að kaupgjaldið hér væri núna og
vinnutíminn langur (auðvitað allur
með sama kaupi), ef ekkert verk-
lýðafélag hefði verið hér starfandi.
Eg efast um að kaupið væri þá
meira en 50 aurar á kl.st. hjá karl-
manni, og hvað er þá áratillagið
í samanburði við það, sem kaup-
gjald hefir hækkað fyrir tilstilli
félagsins.
Nei, látið ekki þessar fáu krónur
á ári verða til þess að vanrækja
félagsskapini^ Um þær munar
ykkur ekkert samanborið við gróð-
ann, bæði beráan og óbeinan.
Gjörið ekki fjármálaritara of örð-
ugt með að innheimta þetta litla
gjald, þið vitið hvað hann hefir
haft fyrir því og hvað hann fær
að launum. Það verður til þess,
að enginn vill annast innheimt-
una, og félagið sálast. Þá fáið þið
fyrst að sjá hvers ýiiði það er.
Fjármdlaritari Baldursu.
Frá bæjarstjórn.
Hún átti fundi með sér mið-
vikudaginn 6. og laugardaginn 9.
þ. m.
A fyrri fundinum gerðist það
helst til tíðinda, að oddviti Jas
bréf frá ríkisstjórninni, þar sem
hún heimilar bæjarstjórn að lána
félagsmÖDnum í Samvinnufélagi
ísfirðinga 10000 kr. úr Hafnar-
sjóði. Tillaga kom um að veita
þetta lán gegn sjálfskuldarábyrgð
félagsroanna. Var hún saroþ. með
öllum greiddum atkv. gegn atkv.
Matthíasar og Jóns G. Maríassonar.
Samþyktar tillögur bygginga-
nefndar um að leyfa þeim Jóh.
Bárðarsyni og Ólafi Kárasyni að
byggja íbúðarhús, þeim fyrnefnda
við Templaragötu, gengt búsi Sig.
H. Þorsteinssonar, en hinum við
Aðalstræti.
Þá varð talsvert þjark um mál
og verð á mulningi. Fátækranefnd
hafði borist bréf frá Jónasi Tómas-
syni, Þórði JóhaDnssyni og Einari
& Kristjáni, klæðskerum. Kvarta