Skutull

Árgangur

Skutull - 26.06.1928, Blaðsíða 1

Skutull - 26.06.1928, Blaðsíða 1
Útgefandi: Verklýðssamband Vesturlands, Yí. ÁK. Barnafræðslan og heimilið. Því er talsvert haldið fram nii á dögum, að heimilin eigi sem mest að annast fræðslu barnanna meðan þau eru ung, og helst alt til fermingar. Reyndar eru börnin látin í akóla 10 ára að aldri, en heimilin annast samt sem áður mikinn hlut.a fræðslunnar. Börnin verða að nema alt heima. í skol- anum er þeim siðan hlýtt yfir það, sem þau hafa lært, og gefnar einkunnir fyrir frammistöðuna. Það fer því að mjög miklu leyti eftir heimilunum, hvernig börnin standa sig í skólanum. Skulu hérr-leidd rök að því, að eins og nó .ér yfirleitt ástatt hór á landi, eíu fæst lieimili fær um að annast barnafræðsluna. Hið opinbera verður að taka hana í sínar hendur. Eins væri nauðsynlegt að breyta kensluaðferðum við barnaskólana, en ót í þá sálma verður ekki farið að þessu sinni. — Fyrst skal benda á heimili fjöl- mennustu stóttarinnar, verkalýðs- ins. Þar sem heimilisfeðuruir vinna baki brotnu alla daga þegar vinna er fáanleg og það jafnvel á hátíð- um, ef atvinnurekanda þóknast. Gretum við búist við, að upp- eldis áhrif þessara heimila séu mikil og heillavænleg. Má vænta þess, að maður, sem kemur heim þreyttur eftir einhverja stritvinnu, taki börn sín og kenni þeim eitt- hvað nytsamt, og skerði með því sinn litla svefntíma. Nei, hann hefir annað að hugsa. Hann verður að vinna fj^rir fæði sínu og sinna; vinna eins og þræll hjá manninum, sem af náð veitir honum vinnu. Só hann hinsvegar atvinnulaus, getur hann ekki notið værðar fyrir kvelj- andi hugsunum um vinnuleysi Og hinar voðalegu afleiðingar þess, hungrið eða náðarbrauð hins opin- lera, sveitina, sem hann veit að kostar mannróttindi hans. Þessar ísafjörður, 26. júní 1928. 25. tbl. r Hármeð er skorað á alla þá, sem hafa lofað fjárframlagi tii Samvinnufólags ísfírðinga, að gefa sig fram við Iugólf Jónsson, bæjargjaldkera, og greiða honum tillögin hið allra fyrbta. Áríðandi er að menn verði skjótt við þessari áskorun, svo skipin geti komið á þessu ári. Stjórsiin. hugsanagrýlur leggjast á hann eins og martröð, og lama allar liugsjónir. Hann er orðinn and- legur þræll þess, er hann vinnur bja.Börn hana eru eins og skepnur, sem að eins þurfa að eta. Þá er kouan, segja menn. Hún getur þó alið börn sín sómasamlega upp, þótt fátæk só, og mörg mikil- meniii hafa í fátaekt uppfæðst. Má það síðara satt vera, en þá eru það meðfæddir hæfileikar, sem erfíðleikana sigra, og sannar að eins, að „þótt náttúran só larain með lurk leitar hún út um síðir.“ Eq þá er hitt atriðið, að fátækt og erfiðar ástæður þurfí ekki að hamla konunni í uppfræðslu barn- anna. I því sambandi vil eg leggja fram þá spurningu: Er lítil stofa, ef til vill rök kjallarahola, þar sem saman eru komin 4 — 6 börn á mismunandi reki, hentug kenslu- stofa? Er von til þess, að kona, sem sífelt á í argi og basli, geti lagt mikla alúð við uppeldi barna sinna, jafn vel þótt hún væri öll af vilja gerð, sem ekki þarf að efa? Þessu verður að svara neitandi. Núverandi þjóðskipulag hefír hjálpað anðmanninum svo dyggi- lega að lama starfsþrek konunnar og gert henni ómögulegt að sýna barni sínu þá umhyggju, líkam- lega og andlega, sem hún hefír hug og vilja til. Fjölda margar alþýðukonurverða líka að etunda vinnu jafnt og karlar, og alt bendir til þess, að kvennavinnan fari vaxandi ^nán- ustu framtíð. Það er því óróttlátt að krefjast þess, að konan geti kent börnum sinum, þó eklii só nema til 10 ára aldurs, án alls styrks þess opinbera. Þjóðfólagið verður að annast fræðslu bamanua alt frá því að þau byrja að stafa og fram til fullorðins ára. Útfalur vaming-ur. íhaldsbroddarnir hér á staðnum kunna því illa er flokksmenn þeirra hendir það, að bera sann- leikanum vitni. Þykir þeim lítil eign í þeirn úr því, en vilja gefa þá Vilmundi lækni, þar sem þeir sómi sér betur í hans safni. í hitteðfyrra gáfu þeir honum Jóhann Bárðarson í jóLagjöf. Nú hafa þeir gefið honum Ólaf Pálsson. Læknirinn hefir látið þess getið, að gjafirnar fari heldur batnandi og þyki sér ólíkt meiri eign í Ólafi Pálssyni en Jóhanni Bárðar- syni. 8. þing Alþýðusainbandsins er nýafstaðið í Reykjavík. Ekki hefir Skutull frétt af gerðum þess. Héðan að ve9tan fóru engir full- trúar, þar sem ferðir voru svo óhagstæðar. Er því skotið til stjórn- ar sambandsinB að athuga betur um það næst, er þing verður haldið.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.