Skutull

Árgangur

Skutull - 19.08.1928, Blaðsíða 1

Skutull - 19.08.1928, Blaðsíða 1
sSKOTULLs Útgefandi: Verklýðssamband Vesturlands. YI. ÍR. Skollablinda aaðvaldsins. Kellogg samningurinn. Símfregnir herma, að fulltriiar frá fimm auðvaldsrikjum ætli bráð- um að hittast í Paiísarborg, til þess að undirskrifa samning um að gera ófrið útlægan. Ef einhver alvara fylgdi þessu bæri að fagna því sem stórhátíð, um allan heim. Eq því er ekki að heilsa. Má vel marka það af sögu mála- ins, en hún er á þessa leið: Eftir tilmælum friðarvina í Ameríkn fór franski utanríkisráðherrann Briand fram á það við stjórn Bandaríkjanna, að hún gerði samn- ing við Erakka, um varanlegan frið. Briand bjóst við að vinna hylli skuldareigendanna í Ameríku með þessu. Einnig vildi hann tryggja sig gegn Bretum, of sýna svolítil friðarlátalæti, til að breiða ögn yfir andstöðu Frakka gegn friðartilraununum i Genúa. Keliogg svaraði þessu í nafni Bandaríkjanna, með því að stinga upp á að samningur um varan- legan frið skyldi gerður milli þeirra, og fimm annara auðvalds- ríkja. Þessi tillaga Kellogga var hvorttveggja í senn, kosningabeita fyrir Republikana, sem við stjórn sátu, og árás á samningabrall hinna stórveldanna, hvert við annað. Var þessu á annan bóginn stefnt gegn Alþjóðasambandinu, sem Stóra Bretland hefir að skálka- skjóli, en á hinn bóginn samn- ingavefum Frakka. Bandaríkja- menn vildu koma á nýju kerfi, þeir ætluðu peningaveldi sinu að verða að hæstarétti í öllum deilu- málum. Frakkar voru búnir að láta sór um munn fara svo mikla friðar- hræsni, að þeir voru komnir í mestu klípu, en svöruðu nú Banda- ríkjamönnum með alskonar fyrir- vörum og útúrdúrum, er þeir settu sem skilyrði fyrir að skrifa undir ísafjöÆur, 19. ágúst 1928. samninginn. Þeir töluðu um rétt- inn til að verja sig gegu árásum, og um ófriðarskylduna, er þjóða- bandalagið legði þeim á herðar. Þessi nýi samningur mætti engin áhrif hafa 6 á margvíslega áður gerða hernaðarsamninga, heldur ekki á Lugano samninginn, nó skyldurnar við þjóðabandalagið. Þeir gætu alla ekki skrifað undir samning, er væri þannig orðaður, að Bandaríkin gætu bannað þeim að leggja út í ófrið. Með þessum fyrirvara ætluðu þeir að skrifa undir. Þessi svör voru stjórn Banda- rikjanna mjög kærkomin. Nú leit- aði hún hóanna við hin auðvalds- ríkin og skifti sór ekki frekar af Frökkum. Með þvi móti var ætlun- in að tefla stórveldunum hverju gegn öðru. Enslca stjórnin var, vegna ó- sættisins við Bandaríkin, að safna öllum hinum ríkjunum saman gegn þeim I makkinu, sem nú byrjaði við Frakka, tókst að koma á varnarsambandi þessara tveggja ríkja. Til þess að vinna stuðning Frakka sér til handa, samþykti breska stjórnin kröfur Briands og bætti við þá fyrirvörum frá sjálfri sór. Svo sem þeim, að Banda- ríkin skyldu viðurkenna sem sór- stök bresk svið, ýmsa hluta heims- ins t. d Egyptaland, Arabíu, Persa- flóa o. fl. og áb^rrgjast Bretum þar samskonar yfirráð eins og Bandaríkjamenn hafa eftir Monroe samningnum. Bandaríkjastjórn annaðhvort mintist ekkert á þessar kröfur, eða neitaði að taka þær inn í samninginn. Frumsamningnum var haldið óbreyttum, en boðið var að gefa á honum skýringar, er þó ekki voru teknar upp í textann, og hafa því ekkert lagagildi. Þegar Bandaríkjastjórn spilaði þessu trompi út, drógu Bretar og Frakkar inn klæmar, halda þó formlega fast við fyrirvara sina, og látast þess albúnir að skrifa undir texta Bandaríkjastjórnar óbreyttan. 31. tbl. Þeir láta svo, sem þeir álíti að hún hafi fallist á skoðanir þeirra. Samkvæmt þessu verður þetta þannig, að nú er skrifað undir samning, er hver aðili útleggur á sinn hátt og það mjög mismun- andi. Hræsni hervalds og ihalds birtist þarna í sinni róttu mynd. Agreiningsatriðin eru þau sömu og áður, ófriðarblikan jafn svört. Eo hversvegna er þá verið að leika þessa skollablindu? Jú, fyrst og fremst er verið að stinga verkalýðnum svefnþorn með þessu friðarskrafi. Um það eru allir aðilar sammála. I öðru lagi er hver að hugsa um sjálfan sig. Beri eitt- hvað út af geta Bandaríkin, ef þau vilja, haldið sinum skilningi til streitu. Þau geta með fjármagni sinu, eða hervaldi, neytt Frakka og Englendinga til að falla frá fyrirvörum sínum. En þegar rætt er um samninginn mega menn minnast þess, að með samninga- gerðinni styrktu Frakkar og Bretar samband sitt mjög fastlega, og er það mikilsvert fyrir Breta, vegna orustufyrirætlana þeirra við Ráð- stjórnarlýðveldið og baráttu þeirra við Bandaríkin um heimsyfirráðin. Frökkum var þetta hinsvegar fengur, vegna Þjóðverja. Þjóð- verjar hafa aftur á móti notað tækifærið til að vÍDgast við Banda- ríkjamenn, vegna Frakka. Enginn vildi neita samningnum. Það var of mikil áhætta. En hver hafði sinn fyrirvara. Og fyrirvararnir eru slíkir, að þá er auðvelt að túlka þannig, að þeir leyfi ófrið, hverjum sem vill. Ihalds og auðvaldsstjórnirnar eru enn sem fyrri, hver í kapp við aðra, að búa sig undir að steypa alþýðu manna út i blóðböð og styrjaldir, til að berjast um völdin og peningana. Gregn þessu fári etyrkir alþýðan samtök sín um heim allan.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.