Skutull

Árgangur

Skutull - 19.08.1928, Blaðsíða 2

Skutull - 19.08.1928, Blaðsíða 2
S SKUTULL I Usitt/teppi, | 80111 iiðnr hafa kostað kr. 20.00, seljast nú ij | fyrir kr. 16.00. | BRAUNS VERZLDN. | Barnafræðslan á ísafirði. ____ * Ei? hefi áður drepið á það með örfáum orðum í þesau blaði, að nokkuð skorti á, að fræðsluástand barna hér í kaupátaðnum væri viðunandi. Aðstaða mín sem prófdómanda síðastliðið vor gaf mér fyilra og nákvæmara yfirlit yfir hag barna- fræðslunnar í skóiabéraðinu og þá vanrækslu, sem hór hefir átt sér stað. En einmitt vanrækslan er aðalorsök ógæfunnar. Eg hefi fulla ástæðu til að ætla, að hlutaðeigandi mönnum sé það eigi ljóst, hvað vanrækt hefir verið; en það er von mín, að alvarlegar tilraunir verði gerðar til umbóta, þegar þeim hefir verið bent á nokkrar stærstu inisfellurnar. Svo sem kunnugt er, eru öll börn á aldrinum 8 — 14 ára próf- skyld, en mæti barn á þessum aldri ekki við próf án gildra for- falla, skal prófdómandi prófa það í heimahúsum, eða á öðrum þeim stað, er hann tilnefnir, á kostnað aðstandenda. Siðastliðið vor var börnum öll- um á þessum aldri stefut til prófs í barnaskóla kaupstaðarine, og var ofangreindum fyrirmælum strang- lega fylgt að öðru leyti eu því, að aðstandendur barna þeirra, er prófa varð i heimahúsum eluppu við prófkoetnaðinn. En við frairi- kvæmd fyrirmælanna kom ýmis- legt merkilegt i 1 jós, sem nú skal sagt verða. Til þess að vera vissir um, að ekkert prófskylt barn slyppi undan prófi, fóru 2 prófdómendur yfir manntalsskýrslur síðustu ára, og sömdu lista yfir öll börn bæjarins á aldrinum frá 8 — 14 ára, er eigi höfðu verið í barnaekólanum síðast- liðinn vetur. Auk þess sem nú var fengin áreiðanleg skrá yfir öll börn 8 —10 ára, kom það i ljós, að 17 óörn á aldrinum 10—13 ára voru eigi i skólanum og höfðu eigi komið til prófs. Virtist enginn hafa haft hugmynd um, að börn þessi væru til, og þvi siður hafði nokkur maður vitneskju um, hvort þeim hefði verið séð fyrir lögskipaðri fræðslu eða ekki. Börn þessi voru síðan prófuð í heimahúsum, og leiddi það próf í ljós, að: N. N. 10 ára áleitst tæk í skólann. N. N. 10 ára — — - —- N. N. 10 ára — tækur í skólann. N. N. 10 ára — eigi t^kur í skólann. N. N. 11 ára stafar illa. N. N. 11 ára stafar. N. N. 12 ára þekkir suma stafina. N. N. 12 ára þekkir ekki stafina. N. N. 12 ára stafar nokkuð. N. N. 12 ára stafar (málhölt, lítt skiljanl.) N. N. 12 ára stautar. N. N. 12 ára stirðlæs. N. N. 13 ára hefir verið í norskum skóla. N. N. 13 ára stautar. N. N. 13 ára stautar. N. N. 13 ára les sæmilega. Svona kljóðaði skýrsla prófdóm- endanna um þessi nýuppgötvuðu börn, og talar hún ekki myrku máli. En hver er þá ástæðan til slíks fræðsluástands? Hún er fyrst, og fremst stórkost- leg vanræksla skólastjóra, sem ekki virðist árum saman hafa grenslast eftir þvi, hvort öll skólaskyld börn kaupstaðarins kæmu til prófs eða eigi. En skólanefnd er heldur ekki alsaklaus. Sem prófdómanda um mörg undanfarin ár hefði for- manni hennar átt að vera kunnugt um þetta fyrir löngu síðan, ekki hvað síst þegar þess er gætt, að hann sem prestur hafði þar að auki þá séraðstöðu að hafa mann- talsskýrslur allar undir höndum. Ef einhver skyldi efast um skyldur skólanefndar til að ráða bót á'alikurn misfellum sem þess- urn, liggur beinast við að skír- skota til 1. og 19. greinar fræðslu- laganna, sem báðar fjalla um skyldur skólanefnda. 19. greinin hljóðar svo: „Reynist barn, sem er yngra en 14 ára, svo van- kunnandi, að sterkar likur séu til, að það nái eigi lögskipaðri kunnáttu, áður en það er 14 ára, her shblanefnd að gera ráðstafanir til, að lögð sé við það meiri rækt en ádur,u o. s. frv. Þetta sem hér hefir verið frá skýrt, er að vísu svartasti blettur- inn á fræðsluástandi þessa skóla- héraðs, en þó er ýmislegt fleira ótalið athugavert við það. Þannig leiddi lestrarpróf 8—10 ára barna það í ljós, að af 70, sem undir það gengu, stóðust það eigi 30, eða með öðrum orðum tæpur helmingur. Þó hafði árangur þess í fyrravor verið ennþá verri. Ekki gat þetta talist sæmilegt og því síður viðunandi. Hvað á að gera þessu til um- bóta? í 10. grein fræðslulaganna er svo fyrir mælt: „Fræðslumála- stjórnin getur veitt skólahéruðum heimild til að skipa fyrir um skólasbyldu fyrir börn, sem óru yngri en 10 ára, þó ekki yngri en 7 ára fullra. Sýni próf 8—10 ára barna í einhverju skólahéraði, að minsta kosti tvisvar á þrem árum, að fjórði hluti þeirra eða meira hafi eigi fengið nægilega fræðslu, slcal skblanefnd tilkynna frœðslumála- stjórninni það, og getur hún þá ókveðið skólaskyldu fyrir börn á þessum aldri í skólahéraðinu.u Hér hefir prófið sýnt, að ekki aðeins fjórði hluti hpldur nálega helmingur barnanná hefir eigi fengið nægilega fræðslu. Þtd spyr eg: Hefir skólanefnd notað heimild sina til að fá lögekipaða skóla- skyldu barna niður til 8 ára aldurs? og í öðru lagi, hefir slcóla- nefndin tillcynt frœðslumdlástjórn- inni, hvernig hér sé ástatt? — Þessu síðara spyr eg að sökum þess, að eg tel vist, að fræðslu- málaetjóri hefði þegar verið búinn að fyrirakipa slíka skólaskyldu, aðeins ef honum hefði verið fylli- lega Ijóst um ástandið. Að afloknu prófi i vor var eftir- farandi tillaga send skólanefnd ásamt skýrslu um lestrarprófið: „Undirritaðir prófdómendur leggja það eindregið til, að skóla- nefnd — svo sem henni ber sam- kvæmt fræðslulögunum — haldi aukaskóla fyrir þau -börn, sem vanrækt hafa verið og orðin eru á oftir. Sé kenslutíminn fyrir 10 ára börnin eigi skemri en 6 vikur, og tekinn t. d. frá miðjum ágúst til fyrsta október. Mun þeim þá bjargað frá að Ienda í sporum hinna eldri, aem skráð eru á þess- ari skýrslu. Auk þess verður eigi hjá því komist að gera sérstakar ráðetafanir um kenslu hinna 11, 12 og 13 ára barna fyrir nœsta eða nœstu vetur.u

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.