Skutull - 25.08.1928, Blaðsíða 1
sSKUTULl
Útgefandi: Verklýössamband Vesturlands.
VI. ÍR.
Hýjar píningasögur
frá Gyðingalandi.
Árin 1927 og 1928 haEa ofsóknir
gegn samtökum verkalýðsins í
Gyðingalandi stöðugt farið vax-
andi. Verkamönnum, sem lengi
hafa verið búsettir í landinu, er
neitað um ríkisborgararétt og
gerðir átlægir. Aðrir, sem grunur
leikur á að sóu í féiögum kommún-
ista, eða verkiýðssamtökum, eru
teknir höndum, haldið lengi í
fangelsi án réttarprófs, þá dæmdir
i langa fangelsisvist, oft barðir
svipum og síðan fluttir úr landi.
Þráfaldlega eru þessir menn af-
hentir auðvaldsstjórnunum í Pól-
landi eða Rúpieníu, og dæmdir
þar á ný til ;langrar þrælkunar-
vinnu í fangelsum. Fundum verka-
lýðsins og hópgöngum er stöðugt
sundrað af bresku lögregluliði.
Ihaldsstjórnin í Gj'ðingalandi og
breska setuliðið halda uppi ógnar-
stjórn þessari í félagi. Til þess að
nota landið helga sem miðstöð
hervaldsins breska, er hefir ráð
yfir höfnunum og járnbrautunum,
svo það geti haldið við og aukið
yfirráð sín yfir Iraq, Arabíu,
Transjordaníu, Persíu og öðrum
löndum þar i grend.
Sem dæmi um ofsóknir þessar má
nefna aðfarirnar gegn eldspítna-
verkamönnum. Þeir höfðu gert
verkfall, til mótmæla gegn hinum
ómannúðlegu kjörum sínum. Verk-
fallið byrjaði i febrúar 1927, en
24. júní reyndu verksmiðjueigend-
urnir að brjóta verkfallsmenn á
bak aftur, með verkfallsbrjótum.
Verkfallsverðir skoruðu á verk-
fallsbrjótana að gefa ekki kost á
sér til slíkra starfa. Þá kom ríð-
andi lögreglulið þeysandi og réðist
á þá, ásamt áhorfendunum. Verka-
lýðurinn var barinn af mikilli
grimd, bæði menn og konur. Fjöldi
var troðinn undir hófum hestanna,
og tuttugu og tveir menn, hér
af 13 konur, voru teknir höndum
ísafjörður, 25. ágúst 1928.
og fluttir flakandi í sárum til
fangelsisins í Akra. Nóttina eftir
réðist lögreglan inn á heimili verk-
fallsmanna og tók höndum 39
manns, bæði karla og konur.
Margir voru teknir í rúmum sín-
um og fengu ekki að klæða sig.
Allir voru þeir fluttir í hlekkjum
til fangelsisins í Akra. Atburðir
þessir vöktu feikna andúð hver-
vetna, en bre9ku yfirvöldin létu
sér ekkert segjast.
Félagið „Eáuða hjálpin“ hefir
einkum orðið fyrir barðinu á yfir-
völdunum. Blað þess hefir verið
bannað, ritstjórinn tekinn höndum,
dæmdur í tveggja mánaða fangelsi
og síðan fluttur úr landi, þó hann
hafi verið þar síðan hann var
barn. Hann var fluttur í hlekkjum
til járnbrautarstöðvanna og fylgdi
honum mikill mannfjöldi í mót-
mælaskyni. Lögreglan sundraði
hópnum og tók marga höndum.
Þingmaðurinn Saklatvala hefir
mótmælt þessu í breska Parlament-
inu, ásamt fleiri þingmönnum
verkamanna.
Hinn 10. febrúar var Zakarias
Koish, verkamaður tekinn hönd-
um og kærður fyrir að vera í
kommúnistaflokknum. Hann var
settur í fangelsi, fékk 10 vandar-
högg og auk þess gerður útlægur
úr landinu. Svipuhöggin voru síðar
feld burtu fyrir öflug mótmæli
verkalýðsins. Tveir aðrir pólitískir
fangar, Ben Simon og Kotik að
nafni, voru dæmdir til að dvelja
í dimmum og rökum fangaklefum,
af því að þeir neituðu að krjúpa
á kné og hneigja sig íyrir yfir-
fangavörðunum.
Koish var fluttur úr landi, án
rannsóknar á máli hans, þann
26. júní.
Níu karlar og konur hafa ekki
alls fyrir löngu verið dæmd til
fangavistar, sum fyrir að vera í
kommúnistafélögum, önnur fyrir
að taka þátt í skrúðgöngu 1. maí
og einn maður fyrir það eitt, að
hafa í fórum sinum blaðagrein, er
átti að sendast til útlanda.
82. tbl.
Hinn 29. maí s.l. voru fangar
þessir settir í hlekki og barðir
fyrir að mótmæla því, að þeir
fengu ekki að vera undir beru
lofti 15 mínútur á dag, eins og
fangaregiurnar segja. Þetta var
i ríkiefangelsinu í Jerúsalem. Til
að mótmæla þessari grimmúðugu
aðferð neituðu fangarnir, ásamt
mörgum fleiri föngum, að neyta
matar. Þegar þeir höfðu soltið í
3 daga voru' þeir teknir og barðir
með svipum. Sumir voru svo hart
leiknir, að þeir gátu ekki gíngið
og voru bornir á börurn iím í
fangelsið aftur.
Alþýðu manna í Gyðingalandi
gramdist mjögþetta atferli stjórnar-
innar. Mótmælafundir voru haldnir
um alt landið. Víða var þeim
sundrað af lögreglunni og margir
menn teknir höndum, en múgur-
inn var svo æstur, að hann hreif
fangana aftur úr höndum lögregl-
unnar. Breski verkamannaflokkur-
inn, Verklýðssamband Gyðinga o. fl.
hafa opinberlega mótmælt þessum
aðförum ihaldsins.
Ógnarstjórnin ríkir þó enn þá í
Gyðingalandi og alþýðan má sin
lítils gegn sameinuðu ihaldi Breta
Og Gyðinga.
Þetta er sama sagan upp aftur,
og gerðist í Gyðingalandi fyrir
nær tvö þúsund árum, íhaldið i
landiuu er sama sinnis og gamla
ihaldið var, en Bretar hafa nú
hlutverk Hómverja. Alþýðumenn
berjast gegn andlegri og efnalegri
áþján íhaldsins. Þeir eru eltir af
íhaldinu, barðir og hrjáðir. Þeir
fórna frelsi sínu og lífi fyrir
hugsjónir bræðralags og mannrétt-
inda. Krossfestir eru þeir að vísu
ekki, en jörðin er þó vökvuð blóði
þeirra.
Þeir hafa viljað vekja alþýðuna
til samtaka.
Launin eru þessi, en allir deyja
þeir með þá von í brjósti, að
alþýðan sigri að lokum.