Skutull

Árgangur

Skutull - 01.09.1928, Blaðsíða 1

Skutull - 01.09.1928, Blaðsíða 1
sSKDTDLLs Útgefandi: Verklýössamband Vesturlands. TI. XR. Yöruvöndun. i. Sjávarmenn mega í mörgu taka samvinnufélagsskap sveitabænda sér til fyrirmyndar. Bændafélögin gengust fyrst fyrir því, að gera saltkjötið þrifalega útflutnings- vöru. Aður var það varla talinn mannamatur. Nú hafa þau enn fært sig upp á skaftið. Þau eru farin að flytja kjötið í kæliskip- um til útlanda. Frystihús eru reist og sláturhús bygð. Kaupfélag Eyfirðinga er að ljúka við bygg- ingu á nýtísku sláturhúsi, á Odd- eyri. Til þessara framkvaamda sinna reyna kaupfólögin að afla sér sem bestrar þekkingar erlendis. Þau senda menn til útlanda, til að kynna sór hvers hinir útlendu kaupendur krefjast. Og ekki nóg með það, þau fá útlendinga upp til landsins, til að kenna sér kvernig þurfi að slátra, svo kjötið verði góð vara. I einhverju íhalds- blaði stóð alveg nýlega, að kaup- fólögin væru að senda mann til Nýja Sjálands í þessum erindum, og að þrír útlendingar kæmu til landsins í haust, til að kenna slátr- un og meðferð á frosnu keti. Kaupfélögin hafa lært að flokka varnÍDg sinn eftir kröfum kaup- endanna. Euginn finnur að þessum fram- kvæmdum kaupfélaganna. Þvert á móti. Það er stafróf verslunar- fræðinnar að vita um kröfur kaup- endanna, til þess að geta selt vöru sína við sem bestu verði. Vöruvöndun, flokkun og skipu- lagsbundin sala kaupfólaganna, hafa verndað landbúnaðinn ís- lenska frá því að hrynja í rústir. II. Fiskimið landsins eru einhver þau auðugustu í heimi, og verð- mætasta veiðin af öllu er síldin. Hún væri landsmönnum hverri gullnámu betri, bara ef þeir kynnu að fara með kana. Á því hefir ísafjörður, 1. september 1928. verið og er mikill brestur. í stað þess að flokka þessa verðmætu vöru eftir gæðum, vanda verkun. heDnar, svo sem best þekkist, og skipulagsbinda söluna, hefir feit og mögur síld, stór síld og smá- síld verið verkuð saman í graut. Kylfa verið látin ráða kasti um verkunina, og aflafeDgur alveg ráðið sölunni. Slíkt ástand hefir ráðið um sölu þassarar góðu vöru, að innlsndu sildarbraskararnir voru ekki orðnir annað en verk- færi í höndum sór verri erlendra braskara, en útgerðarmenn all- flestir leiksoppar í höndum þeirra til skiftis. Síldarsalan hefir undanfarið freistað braskaranna til álíka stiga- tnensku í verslunarháttum, eins og þegar bændur settu hunda- skrokka í tólgar- eða kæfubelgina á dögurn versta verslunarólagsins, og síldaratvinnan verið hverju lotteiíi hættulegri. Uadir slíku átti fjöldi manns afbomu sína. Kröfurnar um einhver afskifti ríkisvaldsins af þessu voru orðnar svo háværar, að alþingi samþykti lög um samlagssölu útgerðarmanna 1926 En ekki gátu þeir komið sór eaman um framkvæmd á þeim, og vóru því samþyþt einkasölu- lögin frá síðasta þingi, að miklu eftir kröfum útgerðarmanna sjálfra. Lög þessi eru hvergi nærri eins og jafnaðarmenn hefðu óskað. Einkasalan er ekki ríkisfyrirtæki, nýtur því ekki lánstrausts, sem slík hafa, og gerir það rekstur allan miklu erfiðari en ella. M. a. þess vegna getur einkasalan ekki borgað ut meira af síIdinDÍ við móttöku, en hún gerir nú. III. Auk þeirra galla, sem eru * á sjálfu skipulagi einkasölunDar, hefir hún við að striða skilnÍDgs- leysi landsmanna sjálfra, ásamt andstöðu erlendra og innlendra braskara, sem troða íhaldsblöðin full með allskonar lýgar og öfgar. 33. tbl. Einkasalan gerir nokkra tilraun til vöruvöndunar þegar í 6umar, með því að flokka síldina eftir stærð og gæðum. Slíkt telst sjálf- sagt um alla vöru. En fávísustu og illkvittnustu ihaldsblöðÍD, eins og Yesturland, rísa gegn þessu, og kalla það „frekjuu útleDdinga og hótfyndni. Saltaða hafsíldin er ílokkuð í þrjá flokka eftir stærð, millisíld, er ekki veiðíst í herpi- nætur á sumrin, í tvo flokka, smásíld í tvo flokka. Svo^eru að sjálfsögðu sett 6Órstök vörumerki á kryddsíld og sykursaltaða sild, eða aðrar tegundir, eftir því, hvernig þær eru verkaðar. Alls eru flokkarnir 18 og koma vitan- lega ekki til greina, á flestum síldarstöð vum, nema svo sem þrir flokkar, en frá þessu er skýrt af ihaldsblöðunum eins og flokka þurfi síldina í 18 flokka upp úr hverju skipi. Óvandvirknin og fávísi blaða þessara er svo mikil, að furðu sætir. T. d. segir blaðið Yesturland frá þvi, að söltunar- menn hafi neitað að hlýða reglum einkasölunnar, „oy söltuðu síldina eftir mati hinna lögsldpuðu mats- manna.u Með einkasölulögunum eru lög frá 26. nóv. 1919 um skoðun á síld feld úr gildi. Það eru því engir lögskipaðir matsmenn til lengur, aðrir en umboðsmenn einkasölunnar, sem kornið hafa í stað matsmannanDa gömlu. M. ö.o. eftir frásögn Yestur- lands neituðu síldarsaltendur að hlýða fyrirmælum einkasölunnar, en söltuðu sildina eftir mati um- boðsmanna heDnar, eem eiga að hafa eftirlit með að fyrirmælum henDar eó hlýtt! Þeir, sem leika sór að því að reyna að rifa niður slika umbóta- starfsemi sem einkasöluna, vinna þjóðinni ill verk og tefja fyrir að velmegun geti aukist í landinu. En þrátt fyrir alla galla á skipu- lagi einkasölunnar, og mótspyrnu illviljaðra braskara,eða sendisveina þeirra, gora menn, 6em vit hafa

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.