Skutull

Årgang

Skutull - 01.09.1928, Side 2

Skutull - 01.09.1928, Side 2
1 SKUTULL á, sér vonir um að árangur einka- sölunnar verði þegar á þessii ári eæmilegur. Fullur árangur fæst þó ekki fyrri en sjávarmenn hafa tekið sér rækilega til fyrirmyndar kaup- félög bænda, um vöruvöndun og skipulagsbundna sölu, sem þarna verður að gerast með einkasölunni. Nafnið á bænum. ísafjurður. Skutulsfjarftareyri. Skutulseyri. Ymsir hafa hreyft því, að nafnið á-bænum hér væri illa íil fundið, talið það af misskilningi sprottið, og það sem verst væri — mis- skilningurinn væri danskur. Bjarni heitinn frá Vogi gat ekki lagt Isafjarðarnafnið á tungu eína, og var það vegna rikrar tilfinn- ingar hans fyrir sjálfstæði lands- ins og þess fullveldi. í nýútkominni skýrslu ríkis- gjaldanefndarinnar er lögfest nafn bæjarins, sem hann hefir altaf borið, ísafjörður, aldrei nefnt á nafn nema í svigum á dönsku máli og með gamalli stafsetn- ingu, auðsjáanlega í háðungar- skyni, enda alloftast með háðs- merki aftan við. En bænum er hispurslaust gefið nýtt nafn, sem hér hefir aldrei þekst, hvorki á bænum nó neinu öðru: Skutulseyri. Óánægjan með Isafjarðarnafnið er af engu öðru sprottin en fáfræði og heimsku. Er öllum raunar heimil sú óánægja. Og gjarnan mega menn skemta sér með því að stinga upp á að breyta nafni bæjarins, ef þeir gera það upp á sinn eiginn reikning og á þann hátt sem við é. En það er að kunna sig illa, að nota til þess opinberar skýrslur að brejta lögfestum staðarnöfnum, jafnvel þó að það væri gert án allrar heimskulegrar hótfyndni. Annars er ritstjórnin á þessari þörfu og fróðlegu skýrslu að ýmsu öðru leyti mjög illa af hendi leyst, þó að hér verði að eios þessi nafngift tekin til athugunar. Það er mjög títt hór á landi að bygðir beri sama nafn og vikur, firðir og flóar, er þær liggja að, sbr. Aðalvík, Eyjafjörður, Breiða- fjörður. Er kaupstaðirnir risu upp tíðkaðÍ8t einnig mjög að gefa þeim nöfn á sama hátt, sbr. Reykja- vík, Hafnarfjörður, Eskifjörður^ Seyðisfjörður, Siglufjörður og ótal- margir aðrir kaupstaðir. Isafjarðarnafnið er tilkomið ná- kvæmlega á sama veg, og engu nema fáfræði um að kenna, ef menn átta sig ekki á því. Samkvæmt fornum ritum ber öllum flóanum innan Stiga og Straumness með vikum og vogum og allri bygðinni meðfram honum nafnið ísafjörður. Þuríður sunda’fyllir „setti Kviar- mið á ísafjarðardjúpi og tók til kollótta á af hverjum bónda í ísafirði.14 Landnáma bls. 109.*) .,. . . höfðingi ágætur á íslandi í ísafirði . . . hafði bústað í Vatns- firði.a f'óstbræðrasaga bls. 1. „Sigla gott veður úteftir ísa- firði. Þeir koma út fyrir Arnar- dal.“ Fóstbræðrasaga bls. 46. „Aðalvík í ísafirði.“ Sturlunga I bls. 7. „Snjófjöllum úr í.safirði.“ Sturl. I bls. 80. „. . . norður til ísafjarðar og færði ómagann þeim manni er Jósep hót; hann bjó í Súðavík.“ Sturl. I bls. 313. „Þorvaldur . .. safnar . .. mönn- um um allan Isafjörð . . . hundrað manna.“ Sturl. I bls. 320. „Þorvaldur skyldi óheilagur vera milli Vatnsfjarðar í Breiðafirði og Stiga í ísafirði.“ Sturl. I bls. 330. „Vestur til ísafjarðar á Naut- eyri.“ „Sturl. II bls. 112. „. . . fór hann í ísafjörð og gerði bú mikið í Vatnsfirði.“ Sturl. II bls. 231. „Kom í ísafjörð, færði hann föng sín öll út i Æðey.“ Sturl. II bls. 258. „. . . til landauðnar horfði í Isafirði áður fiskur gekk upp á Kvíarmið.“ Sturl. II bls. 259. „. . . hafði í Æðey skipabúnað mikinn. En er leið að alþingi lót hann bera föng sín öll á skip og fór út eftir ísafirði.“ Sturl. II bls. 341. „. . . sigldu út eftir ísafirði“ (frá Þernuvík). Sturl. III bls. 46. „Sjá þeir (frá Arnarnesi) að sjö skip sigldu innan eftir ísafirði.“ Sturl. III bls. 47. *) Útgáfur Sigurðar Kristjánssonar. „. . . úr ísafirði voru búin þrjú ekip“ (fyrir Þórð kakala). Sturl. III bls. 89- „Sigldi Kolbeinn inn eftir ísa- firði , . . inn til Æðeyjar.“ Sturl. III bls. 112—113. Fleira þarf varla til að tína. Og þó að ruglingur nokkur hafi orðið hér á, á síðari tímum, með því að farið var að kalla sjálfan aðalfjörðinn ísafjarðardjúp (áður mun állinn yst í firðÍDum og .út af honum hafa heitið því nafni), en láta að eins insta hluta hans halda gamla nafninu, þá skiftir það ekki miklu máli. Enn í dag heita þeir allir ísfirðingar, sem búa í þessum sveitum og Bll bygðin eftir því einu nafni ísa- fjörður. Það var ,því í fullu samræmi við íslenska venju, er kaup9taður ris hór upp, eini kaupstaðurinn við ísafjarðardjúp (að fornu og róttu lagi ísafjörð), í bygð, sem einu nafni heitir ísafjörður og allir Iífirðingar óttu sókn ti), hlyti nafnið Isafjörður. Og skiftir það engu máli hvort Danir hafa átt nokkurn þátt í þeirri nafngift eða ekki. En að nafnið hafi átt rétt á eór, sýnir meðal annars það, að það útiýmdi Skutulsfjarðareyrar- nafninu, sem danska einokunar- verslunin hór í Suðurtanganum mun hafa borið um tíma. Þetta var um fáfræðina. En þó að nafnið hafi verið eðli- lega og vel til fundið í öndverðu, þyrfti það ekki að lýsa neiuni heimsku að vilja breyta þvi, ef það væri nú orðið mjög illa við- eigandi. Ep það er síður en svo só. Nafnið hefir aldrei sómt sór betur en nú, jafnvel þó ekkert tillit só tekið til aldargamallar venju, sem gerir flest nöfn góð. Fer ekki vel á því, að höfuð- staðurinn í Isafjarðarsýslunum tveimur, þar sem æðsti valdsmaður þeirra situr, heiti ísafjörður? A ísafirði eru ýmsar stofnanir, sem varða báðar ísafjarðarsýslur, og verða vafalaust enn fleiri, eftir þvi sem tímar líða. Fer ekki vel á því að þær eigi einmitt heimili á stað, sem heit.ir Isafjörður, og kenni sig við ísafjöið? Nema Herr Björnsen i Graver- holt vilji ekki eingöngu breyta nafninu á bænum og kalla Skutuls- eyri, heldur einnig nafninu á Djúpinu og bá*ðum sýslunum og

x

Skutull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.