Skutull - 26.10.1928, Blaðsíða 1
Útgefandi: Verklýðssamband Vesturlands.
VI. ÍR.
ísafjörður, 26. okfóber 1928.
41. tbl.
Bæjargjöld
sem ekki verða greidd innan loka þessa mánaðar verða afhent bæjar-
fögeta til lögtaks.
í jaSrði 16 . októbor 1928.
CBsej ar g* j a,ldk:©r i rari..
Síidareinkasalan.
P. A. Ólafsson frainbvæmdar-
stjóri skýrir frá.
„-----P. A. O. hefir
þekkingu á því som
honuin or œtlað að gera.
og er auk þoss okki í
rauða samhandinu.11
Vesturland, í. ág. 1928.
Alþýðublaðið og P. A. Ólafsson
áttu svo hljóðandi tal saman:
„Alls var saltað og kryddað í
aumar um 170 þús. tunnur, sagði
framkvæmdarstjórinn, þar af voru
um 120 þús. tn. saltsíld, en 50
þús. tn. kryddað eða verkað á
annan sórStakan hátt. Salan befir
yfírleitt gengið nijög greiðlega.
Milli 30 og 40 þús tn. vom seldar
fyrirfram í vor. I sumar var selt
eftir hendinni og nú rétt nýlega
var selt í einu lagi það, Sem eftir
var af saltsíldinni, um 50 þús.
tunnur. Kryddsíldin er líka öll
seld, nema örlítið, sem haldið
hefir verið eftir og sent verður
sem sýnishorn á nýja markaði.
Hverjir eru kaupendurnir?
Svíar hafa eins. Og að undan-
förnu, keypt langmest og Danir
nokknð, en auk þess höfum við
selt talsvert til Finnlands og
Þýskalands og dálítið til reyoslu
til Póllands. Rússar keyptu ekkert
nú. Þeir sendu ýmsar fyrirspuinir,
þegar líða tók á sumarið, en af
því að búist var við að aflinn
yrði lítill, treystum við okkur ekki
til að bjóða þeim svo mikið, að
þá hefði tnunað nokkuð verulega
um það.
Hvað er um verðið?
Eg tel víst, að útkoman verði
sæmilega góð, söluverðið nokkuð
yfir framleiðslukostnftð yfirleitt.
En að svo stöddu tel eg ekki rótt
að skýra frá verðinu opinberlega.
Gangverð á nýrri eíld til söltunar
mun hafa verið nyrðra í sumar
9 —12 krónur tunnan Söluskilmál-
ar hafa yfirleitt verið okkur hag-
feldir, t. d. var þriðjuDgurinn af
andvirði þeirra 50 þús. tn., sem
síðast voru eeldar, greiddur við
samningsgerð, annar þriðjungur
verður greiddur við afheridÍDgu
hór, sem sennilega fer fram bráð-
lega, og eftirstöðvarnar eiga að
greiðast við útskipun, þó ekki síð-
ar en fyrir áramót. Síldin er seld
eftir mati og vigtun hór heirna.
Hvernig láta Svíar af því að
skifba við Einkasöluna?
Yfirleitt eru Svíar ánægðir. Þeir
telja Síldareinkasöluna tryggingu
fyrir heilbrigðum viðskiftum, en
það hefir síldarverslunin ekki
getað kallast undanfarin ár Neyt-
endum í Sviþjóð er enginn hagur
að því að braskað só með síldina.
En útgerðarmenn her, hvernig
líkar þeim við Einkasöluna?
Það er auðvitað mjög misjafnt.
Sumir láta vel af benni, en
nokkrir eru óánægðir, enda er
mikið gert til þes9 «f íha!d+blöð-
unum að vekja audúð og óvild
gegn Einkasölunni og gera haDa
tortryggilega. Eo eg býst við, að
þetta breytist mjög þagar reikn-
ingar eru ful!g°rðir.
Hveroig befir Noiðmönnum
gengið veiðin utan laridhelgi?
Samkvæmt þeim skýrslum, sem
eg hefi séð, hafa Nofðmenn og
Svíar saitað og kryddað utan
landhelgi um 150 þús. tn. Eyrst
munu þeir hafa selt fyrir 26—27
aura norska pr. kg., síðan hækk-
aði verðið npp í 28 — 30 aura, og
og hefi einhversstaðar séð, að nú
síðast hafi þeir selt eitthvað fyrir
32 aura, en sönnur á því veit eg
engar.
Hefir Einkasalan j’firleitt tekið
við síldinni af útgerðaimönnum
sjálfum, eða hafa milliliðir komist
þar á miiii og keypt af ótgerðar-
mönnum?
Því miður hefir það gengið svo,
að milliliðir hafa keypt talsvert
af síld af skipunum. Veldor því
fyrst og fremst það, að Einkasal-
an hefir ekki haft rekstursfó, en
útgerðarmenn þurfa auðvitað að
fá peninga út á síldina strax við
afhsndingu. Eg tel sjálfsagt, að
því verði komið svo fyrir fram-
vegis, að Einkasalan geti tekið
við síldinni frá útgerðarmönnum
sjálfura' og engir milliliðir komist
þar að.
Verður greitt sama verð fyrir
reknetasild og herpinótasíld? —
Hingað til hafa reknetabátar feng-
ið hærra verð.
Eg geri ráð fyrir, að verðið
verði jafnt, ei.da fæst ekkert
hærra vorð fyrir roknetasíldina er-
lendis en herpinótasíld, ef mat og
flokkun er í lagi. Það kom til
oi ða að halda reknetasíldinni að-
greindri frá hinni, en af þvi varð
ekki.
Verður ekki gefín út skýrsla
um starfsemi Einkasölunnar?
Eg tel sjálfsagt. að samin verði
og gefin út öpinberlega skýrsla
um starfsemi Einkasölunnar í ár.
Nú er búið að selja síldina alla,
og má því búast við reiknings-
skilum miklu fyrr en lögin gera
ráð fyrir, eða snemma á næsta