Skutull

Árgangur

Skutull - 10.11.1928, Blaðsíða 1

Skutull - 10.11.1928, Blaðsíða 1
sSKUTDLL- Útgefandi: Verklýössamband Vesturlands. VI. ÍR. - ^ ísafjörður, 10. nóvember 1928. 43. tbl. 1 Áf áYöxtunum Það er ekki óalgeDgt að heyra íhaldamenn halda því fram í ræð- um og riturn, að jafnaðarmenn vilji taka jarðirnar af bændum og gera þær þjóðareign. Telja þeir slíkt hina mestu hættu fyrir ís- lenskan landbónað og þjóðarbúið yfirleitt. Þeir þykjast þess fullvissir, að jarðirnar séu best komnar í höndum einstakiinga, se’n eiga þ»r sjálfir, og taka þess vegna allan þann arð, er þær gefa af sér. Þeir setja alt sitt traust á fram- tak einstaklingsins, að eigendur jarðanna bæti þær svo, að þær gefi honum sem mestan arð og auki þannig velmegun hans og annara. Þeir eru sannfærðir urn, eða þykjast 'minsta kosti vera það — að einkaeign á jörðum sé ekki aðeins til efnalegrar hagsældar jarðeigendum sjálfum, heldureinnig öllum Iandsmönnum, og þess vegna bó 8Ú stefoa jafnaðarmanna, að þjóðnýta jarðirnar, skaðleg allri þjóðinni, vegna þess að slíkt kyrki framtak einstaklingsins.' Jafnaðarmenn vilja hinsvegar að öll aðalframleiðslutæki ogallar jarðir sóu þjóðareigu. Þeir telja einstaklingseign á slíku skað- lega þjóðarheildinui, vegna þ9ss að hún gefi mönnum tækifæri til að kúga aðra, t. d. geti eigendur jarðanna selt öðrum nytjar þeirra, beit, slægjur, byggingalóðir o. fl., við svo háu verði að öllum sé um megn að greiða slíkt jafnvel þótt þ9Ír neyðist til þess. Jafn- aðarmenn eru þess því fullvissir, að þjóðin öll auðgaðist, ef þjóðin sjálf ætti allar jarðir, þvi að þá yrði þeim ráðstafað með hag al- mðnnings fyrir augum, í stað þess að nú er fyrst licið á það sem „borgar sigu fyrir eigandann, hvort sem almenningi er það til bóta eða ekki. Eionig er með þjóðnýt- ingu loku fyrir það skotið að hægt só að braska með jarðimar, eins og algengt er með einstakra manna eignir. Nú er það líklegt, að hvorir- tveggja aðilar, íhaldsmenn engo síður en jafnaðarmenn, són sann- færðir um ógæti skoðan sinna, og báðum sé því full alvara. Reyndar beudir margt til þess, að fjöldi íhaldsmanna berjist gegn þjóðnýtingu, aðeins vegna þess að hún skerðir hagsmuni þeirra sjálfra, en þó verður að gera ráð fyrir því, að talsverður hluti þeirra telji það ástand, sem eignaróttur einstaklingsins skapar, í allastaði ágætt, og allar breytingar á því, almenningi til tjóns. Jafnaðarmeno hafa oft áður, bæði í ræðum og ritum, færtgild rök fyrir sínum skoðunum, það hafa íhaldsrnenn líka gert, eða talið sig gera. En út í slikar rök- ræður verður hér ekki farið. Það er erfitt að sannfæra með orðun* um einurn. Verkin verða að tala. Nú vill svo vel til, að hór á landi má bend.i á ýinislegt er sýnir Ijóslega muninn á þessum tveimur stefnum, íhaldsstefnunni og jafn- aðarstefnunni, í framkvæmd, enda þótt hór sé ekki um verulega þjóð- nýtingu að ræða, lieldur takmark- aðan ríkis eða bæjarrekstur. Og þau dæmi, sem beinast liggur fyrir að taka málstað íhaldsins til sönnunar eru þannig, að íhalds- rnönnum hlýbur að verasönn ánægja að því, að um þau só rætt, hins vegar er það iitla sem hér hefir verið gert í stefnu jafnaðarmanna, langt frá því að vera nægileg sönnun fyrir ágæti þeirrar stefnu. Verður því ekki með eanni sagt að hér só hallað á íhaldsmenn. Skal þá fyrst tekið dæmi er sýnir ágæti hins persónulega eigna- róttar. Á Plateyri við Öuundarfjörð hefir á síðustu áratugum risið upp talsvert fjölment kauptún. Hefir aðalatvinna þorpsbúa verið fisk- veiðar, og nú á siðari árnm sildar- iðnaður. Nokkrir þeirra hafa reynt að eignast og ala nokkrar skepn- ur, og bætt þannig lítillega við arð þann er sjórinn gefur, sem ofb vill bregðast til beggja vonai Um miklar fjáreignir er þar vítanlega ekki að tala, þótt mönnum geti verið að þeim góður styrkur. Jörðin Eyri, sem Flateyri stend- ur á, og þorpsbúar verða að kaupa allar nytjar af, er einkaeign. Þar hefir ‘þjóðnýtingarstefna socialista ekki náð að skerða friðhelgi eigna- róttarins og drepa dát^ hinna fram- takasömu einstaklinga, eins og íhaldsmenn myndu orða það. Má því ætla að þar njóti menn þeirra landnytja sem kostur er á með mjög hagkvæmurn kjörutn, þannig, að allir sem skepnur eiga á jörð- inni, eða hafa hennar einhver önn- ur not. þurfi ekki að greiða fyrir það svo há gjöld, að þeim sé slíkt algerlega ofvaxið. Sé svo ekki, þó er hér einhver galli á. í heilbrigðisskýrslu héraðslækDa árið 1926 segir hóraðslæknirinn í Plateyrahóraði: „Mjólkurskortur er víða í Öuundarfirði, búskapar lólegur, ræktun miðar ekkert á- fram kringum þorpin, og ganga menn þó iðjulausir svo- vikum skiftir. Á Plateyri er alt landið eins manns eign og olcrað á. Beit fgrir kiud Jcostar 3 kr., fyrir ge.it 6 lcr. og '2i lcr. fyrir lcú. Af tún- um oq görtfitm er Jcrafist hebnings uppskern*), Hausum og hryggjum er fleygt í sjóinn. Eyrinn er upp- blásin og sandfok talsvert, en mykju er ekið í sjóinn.............w IJm erfðafestulönd er þar ekki að tala. Ekki er Skutli heldur kunnugt um hvað tekið er þar í leigu af fiskverkunarstöðvurn, en í öðru kauptúni hér Vestanlands, Þing- eyri við Dýrafjörð, Ieigði bankinn fiskverkunarstöð þá er Proppé *) Leturhr Skutuls;

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.