Skutull - 10.11.1928, Blaðsíða 3
SKUTULL
3
út yfir sæÍDD. Við fætur aaiua
hjala ölduruar eios og' þ®r séu að
flytja blíðar og hrífandi ræður. Og
h jartað berst hart og þungt í brjósti
mínu. Allir hlutir flytja kærur
sinar á þessari nóttu.
Á þjóðveginum grætur Anna
enuþá. Henni finst hún vera orðin
ekkja, og það er ekki að undra
þótt svo 8ó. Fjöldi fávísra vesal-
inga eru óhuggandi þessa nótt
eins og hún. Og æðsta skepna
jarðarinnar veit enginu ráð tii
þess að þerra tár þeirra. Það er
auðvirðilegt að vera maður á
þessutn blóðtímum.
Þessi er þá árangurinn af þrek-
virkjum snillinganna öld eftir
öld, sameiginlegu menningarstarfi
mannkynsins, himneskum hugsjón-
um þess og takmarkalausri sam-
úð með öllu í heiminúm. — Kjöt-
róttir. — Mennirnir sjálfir í þann
veginn að britja sig niður í kjöt-
kássu, í fæðu handa dýrunum.
^ Heyrið ánægju þvaðrið i loft-
inu, eins og vorfuglaLiópur sé á
flugi. Eru það englar, sem boða
þjökuðu mannkyninu frið áj'órðu?
Nei,. það eru aðeins lirafnarnir,
sem fljúga suður ytir. Þeir koma
suernma í ár. Heyrið þið ekki söng
þairra?
Fljúgum nú hrafnar
fylgendur mannsins.
Hræ vargar
hærra förum.
Berum hálsfjaðrir
blóði stoknar
frá siðustu
sverða leikjum
boðnir af
bumbuslætti
aftur tii
óhófs veislu.
Á vængjumst berumst
uti vegu langa.
Gjöldum þakkir
goðbornum manui,
sem myrðir bróður,
barn og móður.
Heimi til Helju fargar
hrafni til bjargar.
Framh.
„Augu ástarinnar.11
Það er kunnugra en frá þurfi
að segja, að vel leikÍD leikritgeta
haft mikil áhrif um aukna menn-
ingu. En sökum mannfæðar er
erfitt verk að halda uppi góðum
leiksýningum hér á íslaudi, enda
virðist leikfélagið í Reykjavík hafa
gefist upp á að sýna góð leikrit,
en horfið að því óyndisúrræði að
haga sór eftir kröfum þeirra, er
minst hafa listavit og lólegastan
þroska og fylla kvikmyndahúsin
kvöld eftir kvöld, þó að þau sýni
heimskulegar og fáránlegar ásta-
farsmyndir eða herfilega samsuðu
allskonar glæpaatferlis.
Hór á Isafirði er aðstaðan um
leiksýningar auðvitað margfalt
verri en í Reykjavík. En þrátt
fyrir það starfar hér leikfélag, sem
mór hefir verið sagt,- að sýnt hafi
ágæt leikrit alveg furðu vel. Er
áhugi þeirra, er í leikfólaginu
starfa, þakklætisverður, og er það
mikill menniugarvottur, hve vel
bæjarbúar sækja sýningar þess.
Fyrsta leikritið, sem fólagið sýn-
ir á þessum vetri, er „Augu ástar-
inDar“ eftir JohaD Boier Höfund-
urinn er viðfrægur, en öll leikrit
hans eru miklurn mun lakari skáld-
verk en flestar sögur lians. . . Og
„Augu Ástarinnar,“ eru ekki
merkilegt eða vel samið leikrit.
Gallarnir á því eru margir. Má
t. d. benda á það, að allur stíg-
andi í rás atburðanna hverfur,
þegar í 3ja þætti. Þá má og nefoa,
að sum veðrabrigðin í sálarlifi
Ovidu, sem raest ber á í leikritinu,
eru of snögg — og í annan stað
er Eöd höfuðsmaður svo hund-
leiðinleg og ómerkileg persÓDa,
að býsn mega heita. I 1. þætti
leka niður af honum deyfðin og
heimóttarskapurinn — og í 3ja og
4. þætti er hann svo fáranlega og
væmnislega háfleygur, að mönn-
um, sem eru nokkurn veginn vanir
heilbrigðu andlegu andrúmslofti,
liggur við velgju.
En hvernig tekst svo leikfélag-
inu að sýna þetta leikrit? Mór
finst því takast það furðuvel, eftir
því, sém efni standa til. Ekkert
hlutverk er hneykslanlega leikið,
en sum aftur á móti vel. Og heild-
aráhrif leiksins verða fyllilega eins
góð og höfundur á skilið.
Ovidu, veigamestu persónuna
í leikritinu, leikur frú Ingibjörg
Steinsdóttir. Leikur hennar í fyrsta
þætti er léttur og ástúðlegur, en
fyrst í 2. og 3ja sýnir hún, hvað hún
getur. í þeim þáttum er leikur
hennar ágætur, jafnt að málhreimi,
svipbrigðum og hreyfingum. I 4.
þætti eru á því mikil vandkvæði
að sýna tilþrifamikinn leik, svo
vandræðalega sem höfundurinn
hefir þar leyst hlutverk sitt af
hendi, enda njóta sín þar ekki
eins og i hinum þáttunum leik-
hæfileikar frú Iogibjargar.
Margrét Halldórsdóttir leikur
ráðskouuDa hjá föður Ovidu. Leik-
ur Margrót dável í I# þætti, en
úr því er Leikur hennar daufur.
Elín Júlíusdóttir og María Jóns-
dóttir leika vinnukonur. Eru hlut-
verk þeirra lítil, og leikur þeirra
er blátt áfram. Áróra Halldórs-
dóttir leikur gamla konu, er
snöggvast Ltemur inn á leiksviðið,
og segir Áióra vel þær fáu setn-
ingar, sem henni ber að segja.
Beck gamla, föður Ovidu, leik-
ur Samúel Guðmundsson. Leikur
hann hlutverk sitt oftast vel, og
er leikur hans hressileg niótsetn-
ing við væmnisvelluna hjá Höd
höfuðsmanni. Annars má kannske
segja, að Samúel geri karlinn of
áberandi skrípalegan í 3ja þætti.
ítöd leikur Elias Halldórsson, og
tekst 'honum ekki að gera mikið
úr persónunni, sem er, eina og eg
hef sagt áður, leiðinleg frá höf-
undarins hendi. En Elíss skilur
auðsjáanlega hlutverkið og reynir
að draga úr væmninni svo sem
hann getur, án þess að breyta
orðum og raska samhengi.
Félaga Böds, Brandt höfuðs-
mann, leikur Árni Auðuns. í 1.
og 3ja þætti er rödd hans of til-
breytingarlaus, en í 4. þætti mik-
ið skárri. Olgeir Jónsson leikur
prest. Gerfi hans er gott, og hreyf-
ingar hans eðlilegar, en röddin er,
eins og hjá Árna Auðuns, of svip-
uð því oft og tíðum, að verið só
VERSLIÐ VID KAUPFÉLAGIÐ