Skutull

Árgangur

Skutull - 15.04.1932, Blaðsíða 3

Skutull - 15.04.1932, Blaðsíða 3
S K U T U L L 3 n || Besta viðbitið er I Sólar-saaa j 0rlílcið. 1 i [♦] Það getið þér ávalt fengið nýtt af strokkn- 1 [♦] um, munið því qð biðja ávalt um það. M pg i ásaES&ði Frá Alþingi. — 0 — Flestum mundi finnast það 'ósmngjarnt og ranglátt, ef verka menn á eyrinni færu að seilast eftir forgöngurétti til vinnu inn til sveica og upp til dala, og heimtuðu, að sveitafólkið yrði að lögum látið mæta afgangi. En er þá ekki sama máli að gegna um þtð, þegar nti er flutt á Alþingl frumvarp til laga, um að bæ dur eigi að sitja fyrir vinnu við át- skipun og fleiri tegundir „vinnu i sjávarþorpum, en verkamenn kaup- túnanna sjálfra að mæta afgangi? í þessa átt fara breytingar á Samvinnulögunum, sem þeir eru flutuingsmenn að, kaupfélagsstjór- arnir Hannes á Hvammstanga og Björn Kristjánsson. Hafa þeir auk þess féngið einn af flutnings- mönnum brenni vinsfrumvarpsins sem meðflutningsmann að þessu uppkasti að þrælalögum. Svo virðist, sem flutningsmenn- irnir búist við, að verkamenn taki vinnuútilokun þessari ekki með þögn og þolinmæði, þvi frumvarpið ákveður, að þeir skuli sæta 2 — 20 000 króna sektum, setn ekki taki fyllsta tillit til þessa forgangsréttar sveitamann- anna á eyrinni. Eins og menn sjé, nema bá- markssektirnar hvorki meira né ■minna en 10 — 11 ára brúttó launum verkamanns með svipuðu ikaupgjaldi og nú er. Er það vist, að ekkert mun flýta meir fyrir falli íhaldanna, en tilraunir eins og þessar til löghelgaðar kúgunar hinna vinn- andi stétta. Forsetakosnlngin í Þýzkalandi fór þannig, að Hindenburg var endurkosinn. Fékk bann rúmlega 19 milj. og 300 þús. atkvæði. Hitler fékk 13 milj. og 400 þús., og ThSilmann, fulltrúi kommúnista 3 milj. og 600 þús. atkv. Einna mesta athygli vakti það við kosDÍngaúrslitin, að kommúnistar fengu meir en einni miljón og 300 þús. atkvæðum færra við seinni kosninguna en þá fyrii, en svartliðaforinginn að sama skapi meira en í fyrra skiftið. Virðist því ekki vera neitt djúp staðfest milli kommúnista og svartliða i Þjzka- landi, þó þeir óskapist hvor geng öðium á yfiiborðinu. Minni óeirðir urðu í Þýzkalandi, en búist var við í sambandi við kosuing- una. Þó voru 5 menn drepnir og marg- ir urðu fyrir meiðslum. Lög fr.4 Alþingi. Þann Ö. þ. _ m. afgreiddi Alþingi lög um heimild handa Hólshreppi að taka eignarnámi, undir fiskverkunarstöð, landið beggjá vegna brimbrjótsins. Er vonandi, að heimild þessi verði sem fyrst notuð til hagsbóta og sjálfstæðis sjómönnum og verkamönnum í Bol- ungavik. — Þingið hefir einuig samþykt lög um eÍBnarnámsheimild handa Eyr- arhreppi á landspildu i Skeljavík. Mótmæli gegn hrennivinsfrumvarpi Jóns Auð- uns hafa borist þinginu viðsvegar að af landinu. Hvítabjörn. Farþegar og skipvarjar á íslandi sáu einn bvítabjörn á ísnum núna á dög- unum, er skipið var á leið til Siglu- fjarðar. Áskoránir um jafnan og almennan kosningarétt, landið eitt kjördæmi og afnám þess ákvæðis, að menn missi kosningarétt vegna fátæktar, drífa nú til Alþingis úr öllum landshlutum. Er negraguðinn nant? Negraguðinn var ákaflega upp með sér á seinasta blaði dagbókar sinnar, af því að eyfirskur bóndi einn hefði valið sér viðurnefnið f a r r 1. Var orð þetta feitletrað af honum sjálfum, svo lesendum skyldi alls ekki skjótast yfir það. Ekki er oss kunnugt um, hvað negraguðinn hefir unnið til nafngiftar þessarar í Eyjafirði, því orðið f n r r i þýðir „g r a ð u n g n r “ Var það til forna notað um naut, sem óðu öskrandi um byggðir, og gerðu spell á eignum manna. Miklu síðar finnst það einnig í afleiddri merkingu sem miður lofsamleg umsögn um per- sónur. — Þýddi það þá ,f 1 æ k ■ i n g u r“, og var að eins notað um óknyttamenn, sem runnu um sveitir. Þykir oss Eyfirðinguriun hafa talað djarft við negraguðinn i skjóli þess, að hann skildi ekki íslenzku, en það hefir sýnilega ekki komið að sök, því hann tók lastyrðið sem lof og sannaði þannig, að hóndinn hefði rétt fyrir sér i vissum skilningi. Þeir, sem ganga vilja úr skugga um, hvort rótít sé hér farið með þjðingu fornyrðisins „farri", eru beðnir að fletta upp í orðabók Dr Sigfúsar Blöndals. Fyrirgefnlng syndanna. Nýlega hefir vorið birt skýrsla um eftirgjafir til einstakra manna af skuld- um við íslandsbanka. Eru eftiifarandi tölur úr þeirri skýrslu; upphæðirnar eru eins og þær voru, er Htvegsbankinn tók við þrotabúinu. Hálfdani Hálfdanssyni hafa verið gefnar eftir 128 967.75 kr. Hf. Andvara á Sólbakka 988 194.18 — Bræðrunum Proppe 436 363 87 — Hannes B. Stephensen 466 104.43 — Óiöfu Benediktsd. (Gísla Hjálmarssyni) 101 672 35 — Smœrri bitum, som mönnum er þó kunnugt um hér á Vestfjörðum virðist hafa verið sleppt. Tíminn slær þvi föstu, að íslands- banki hafi verið ríkissjóður íhaldsins. Færi því betur, að íslendingar þyrftu aldrei að segja, að ríkisBjóður hafi verið íslandsbanki framsóknar. Afll var afar tregur seinast þegar gaf á sjó. Birnirnir eru nú suður undir jökli að veiðum.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.