Skutull

Árgangur

Skutull - 30.04.1932, Blaðsíða 4

Skutull - 30.04.1932, Blaðsíða 4
4 SKUTULt flokksins og vinna honum fylgi í vitund þjóðarinnar. — Eftirfar- andi kafli sýnir vel, hvílíkt reg- indjúp er & milli kenninga Jónasar í skattamálum fyrir nokkr- um árum og stefnu flokks hans nú. Hann skrifar i 6. árgang Skinfaxa á þessa leið: „. . . . Eftir þvi sem mönnum vex þekking og viðsýni i fjór- málum, munu tollarnir minka og hverfa með öllu. í stað þeirra virðist sýnilegt að koma muni þrir tekjustofnar, og má ráða það af framþróun skattamálanna erlendis. Fyrst kemur verðhækkunarskattur af öllu landi og löðum, sem hækka í verði fyrir aðgerðir þjóðfélagsins, eða af almennri framþröun í landinu. Þá hækk- andi skattur af stóreignum og háum áretekjum. Sá skattur er mjög nauðsynlegur til að fylla upp i eyður verðhækkunarskatts- ins, sem ekki nær ætið sem skyldi til manna með mikinn höfuðstól í lausafó. I þriðja lagi getur vel komið til mála, að þjóðfélagið liafi með höndum arð- herandi atvinnurekstur, svo sem siglingar, fiskveiðar, samgöngur o. fl. — Þannig munu skatta- málin liggja fyrir hinni uppvax- ai di kynslóð. En til þess að búa ekki við óþarflega liáa eða rang láta ekatta, verða framfaramenn- irnir að breyta nokkuð frá þeirri stefnu, sem nú er fylgt, hverfa frá tollum, en hníga að beinum sköttum.......“ Af þessum ummælum Jónasar sést, að óþarft er að gera mikið úr þekkingu og viðsýni núver- andi flokksmanna hans i fjár- málum. En á hinn bóginn dylst engum, að stefnu þeirri i skatta- málum, sera Jónas segir að ráða muni í heiminum 1 framtiðinni, er nú fylgt af Alþýðuflokknum einum allra íslenzkra stjórnmála- flokka. Þetta ættu islenzkir kjós- endur að leggja sór á hjarta, og haga sór þar eftir, þvi ekkert skiftir mönnum eins í flokka, eins og afstaða þeirra til skattamál- anna. ÁbyrgtSarmaður: Finnur Jónsson. Prentsmiðja Njarðar. ttHTT XTýfctí XTýtfc! XTýfctl Hf. Smjörlikisgerðin á ísafirði hefir jafnan fylgst vel með í öllum framförum i iðngrein sinni, og eru vinsældir Sólarsmjörlikisins besta sönnunin fyrir þvi. En verksmiðjan veit, að bragðkennd manna er æði mismunandi, svo að sumum finnst það af- bragðs gott, sem öðrum finnst aðeins dágott. Verk- smiðjan hefir því látið vinna að athugunum ogtil- raunum á þessu sviði. Er árangurinn sá, að hún byrjar nú að framleiða nýja tegund af smjörliki, sem hún nefnir Stjörnusmjörliki. Hefir efnablöndun og tilbúningur þess tekist svo vel, að fjöldi manna, sem hafa bragðað það, hafa ekki fundið mun á þvi og nýju islenzku smjöri, en haldið þvi ákveðið fram, að Stjörnusmjörlikið væri isleDzkt smjör. Þrátt fyrir það, verður Stjörnusmjörlikið selt sama verði og Sölarsmjörlíkið, sem verksmiðj- an, eftir óskum fjölda viðskiftavina, einnig heldur áfram að framleiða eins og áður. Vestfirðingar! Eflið vestfirzkan iðnað! i • Kaupið Stjörnu-smjörliki! aupið Sólar-smjörlíki! aupið Sólar-jurtafeiti! 0 L2 CPPBOÐSAUGLf SING. Útistandandi skuldir i þrotabúi Jónasar Þorvarðssonar, kaup- manns í Hnifsdal, verða seldar á opinberu uppboði, er haldið verður á skrifstofu embættisins fimmtudaginn B. mai næstkomandi kl. 2 e. h. Uppboðsandvirðið greiðist við hamarskögg að viðbættum 3°/0 innheimtulaunum. Nánari upplýsingar fást á skrifstofunni. Skrjfstofu ísafjarðarsýslu, 22. aprll 1932. Oddur Gislason. Skrifstofur Samvinnufélagsins verða fluttar núna um helgina i Kanpfélagshúsið nýja við Hafnar- stræti og Austurveg, 2. heð.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.