Skutull

Árgangur

Skutull - 23.09.1932, Blaðsíða 2

Skutull - 23.09.1932, Blaðsíða 2
S K U T U L L Dfr kvistur. Stjórnarráðshásið, sem ná er, á 6ér að ýmsu leyti merkilega sögu, þó það sé lítið og láti ekki mikið yfir sér. Flestum mun t. d. kunnur sá þátturinn ár sögu þess, er það var aðal-hegningahás landsins, og geymdi um Iengri eða skemmri tima flesta ofbrotamenn þjóðar- innar. — Svo mikið er víst, að þeir, sem völdu Magnúsi Guð- mundssyni valdasess i þessu gamla fangahúsi eftir að skrifstofa Péture Magnússonar hafði heimtað saka- málsrannsókn á hendur honum, vissu vel um fortiðarsögu þess. En fleira er markvert við sögu stjórnarráðshússins. Fyrir tilverknað ihaldsins verð- ur þessa húss jafnan minnst, þeg- ar ritað verður um fjármálaafglöp og óstjórn flokksins, eem nú puntar sig með sjálfstæðisnafoinu. Arið 1917 voru veittar á fjár- lögum 1500 kr. til utnböta og viðhalds á stjörnarráðshúsinu og ráðherrabústaði’um, en i frum- varpi til fjáraukalaga sarna árs fer stjörnin fram á 27 000 króna aukafjárveitingu til breytÍDga á stjórnarráðshúsinu. Skyldi upphæð þeirri varið til að byggja kvist á austurblið hússins. — Fékkst sam- þykki þingsins fyiir þessari upp- bæð. — Þegar landsreikningur ársins 1917 var endurskoðaður, gaf beldur en ekki á að líta : — Þar kom i ljós, að landsstjórnin hafði smátt og smátt. án þess að heimta neina greinargerð fyrir framkvæmd verksins, greitt kr. 90163,33 — Níutiu þúsund, eitt hundrað sextíu og þtjár krönur og 33 aura fyrir byggingu kvistsins. — Auð- vitað gekk alveg fram af endur- skoðendum við að sjá þetta, og háðskömmuðu þeir rikisstjórnina fyrir eftirlitsleysi og óstjórn á meðferð landsfjár enda var megin- hluti þessarar upphæðar, eins og sjá má af ofanrituðu, tekinn i al- gerðu heimildarleysi. — Endur- 9koðendum farast m. a. orð á þessa leið: „Bera reikningarnir það með sér, að smiðnum (yfirumsjóuar- manninum) voru fengnar i hendur stór'járhæðir til eigin ráðstöfunar, samtals yfir 30 000 krónur, og þykir oss furðu gegna, að stjórn- in skyldi að nauðsynjalausu hafa svo slakt taumhald & fénu, þar sem henni var innan handar að hafa eftirlit með því undir hand- arjaðri HÍnumu. Stjórnin svaraði aðfinslum end- urskoðenda því einu til, að þe9si fjireyðsla væri með öllu eðlileg. Dýrtiðin hefði vaxið og meira þurft að gera en áaatlað hefði verið i fyr9tu. Það tókst þó ekki að svæfa umtalið meðal almennings um þennan dýra kvist, og var mál- inu að síðustu hreyft á þann veg af trésmið i Reykjavik, að rikis- stjórnin treystist ekki tilaðleggj- ast á það til fulls. Jón Magnús- son setti dú sérstakan rannsókn- ardómara i málið, og kom við það í ljós, að svindlað hafði verið stórkostlega á verkinu. Að rann- sókn lokinni (hún 9tóð árum saman. — Það var nú röggsemin þar.) tók dómsmálnráðherrann, Jón Magnússon sig síðan til og dæmdi málið pjálfur. Þeð hefir víst ekki verið heppilegt að hleypa allt of mörgum óviðkomandi að þessum eftirmálurn kvistbyggingarinnar, því óveijandi var það, að stjórnin dæmdi i máli, sem fyrst og fremst var áksara á hana sjálfa. En af einhverjum ástæðum var þó sú leið álitin heppilegust enda farin í þes9u máli. Urnsjónarmaður kvÍ9t- byggingarionar mun svo hafa orðið að borga til baka 4 þúsund krónur og kostnað af ranDsökn og málarekstri, en aldrei hefir Alþingi, svo vitað sé, verið gerð grein fyrir svindlinu við kvist- byggÍDguDa. — Enginn hefir leyft sér að koma með nærgÖDgular spurningar út af ' því torskilda at.riði, hvemig s^jórniu gat gefið skýrslu um, ai allt vari með felldu urn framkvæmd og kostnað verksins, og láta síðan fara fram opiobera réttarrannsókn á ríkisins kostnað um framkvamd þe9sa sama verks. En staðreynd er það, að svona var farið með rikisfé fyrir augum ríkisstjórnarinnar, i húsum, sem hún hjálf hafði aðsetur sitt. Geta menn þvi rennt grun i, hvernig eftirlit þeirrar sömu stjórnar háfi vérið á meðferð rikisfjár á fjar- lægari stöðum. íhaldsstjórn var þetta að meirihluta, en þesa skal Johannes V. Jensen: Den lange Rejse. Þaö er stundum verið að telja okkur fslendingum trú um það, af sumum okkar hálflærðu hroka- gikkjum, að Dinir hafi ekki i seinni tíð átt neinar bókmenntir, sem sóu verðar þess, að önnur eins bókmenntaþjóð og við leggjum okkur niður við að lesa þær. Það er satt og rétt, að dinskar bók- menntir hafa vait verið eins stór- biotnar og t. d. norskar bókmenntir, en óhætt mun að fullyrða, að Dvnir hafi átt mörg skáld á sein- ustu fimmtíu árum, sem margt og mikið má af læra. Mörg at skáld- um þeirra hafa oiðið fyrir miklum og margvíslegum áhrifum frá um- róti og umbótum seinni tíma, og sum hafa verið þar mikill aflvaki. Hér hefir áður verið minnst á Mvrtin Andersen Nexö, sem hefir geit hvorttveggja í senn, riflð niður og byggt up i, en þó kann ske haft mest áhrif fyrir það, hve lifandi og inuilega hann hefir lýst sálarlífi. og lífskjörum smæ’ingjanna. — Hann hefir jafuýel kennt hinum forhert- ustu stórborgurum að líta á fátækan og vanræktan ungling, sem ein- stakling með sínu sérstæða og athyglisverða sálarlífi, en sú þjóð- félagslega þýðing, sem slík fiæðsla hefir í för með sér, er ótrúlega mikilsverð og áhrifarík. Sá stór- borgari, er fyrir sterk og lifandi áhrif skapandi aDda breytir ósjálf- rátt áliti sínu á hinum fyrirlitna og snauða lýð, hann á ekki lengur að eins við að stríða samtök fjöld- ans, heldur lika sínar eigin- tilfinn- ingar. Hann efast um rétt sinn og er þar með sviftry sínum beztu hlifum í baráttunni. Hann er sj vlfum sér sundurþykkur. — — Jeppe Aakjær og Johan Skjoldborg hafa b .ðir tveir gengið i barattuna fyrir bættum háttum í þjóöfélaginu og unnið mikið starf. Henrik Pontoppi- þó getið, að 1 framsöknarráðherra var í henDÍ. — Stækkun hússins stóð éinmitt í sambandi við mannafjölgun í ríkisstjórninni. — Þetta er eitt dæmið um meðferð ihaldauna á ríkisfé

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.