Skutull

Árgangur

Skutull - 06.09.1936, Blaðsíða 4

Skutull - 06.09.1936, Blaðsíða 4
4 S K U T U L L Hugheilar þakkir fyrir hluttekningu við fráfall og jarðarför Þóreyjar Magnúsdóttur. Aðstandendur. Breytingar á starfstíma barnaskólans á ísafirði. Síðustu 32 árin hefir barnaskól- inn á ísafirði starfað í ll/2 mán- uð árlega eða frá 1. okt. til 15. mai. Sú breyting verður nú á, samkvæmt hinum nýju fræðslulög- um, sem gengu í gildi 23. júní þ. á., að skólinn tekur til starfa 1. sept. og endar 15. júni eða byrjar mánuði fyr að haustinu og stendur mánuði lengur að vorinu. Börn á aldrinum 11 — 14áraverða þó skemur í skólanum árlega en áður, eða frá 1. okt. til 1. maí. Þann tfma hafa yngri börnin nokkru minni kennslu en áður, en aftur á móti verða þau í skóla ca. 26 tíma á viku í septembermán. að haustinu og frá 1. maí til 15. júní að vorinu. Þessi Ienging skólatímans fyrir yngri börnin mun vera ýmsum nokkur þyrnir i augum, og skal því gerð nokkur grein fyrir því, hvernig á henni stendur. Svo að segja í öllum kauptún- um og kaupstöðum landsins hafa á síðustu árum verið mestu vand- ræði með húsnæði fyrir vaxandi barnafjölda í skólunum. Var því um tvennt að ræða: annaðhvort að byggja til viðbótar, sem víða var ókleift, eða þá nota betur það húsnæði, sem til var og stóð autt langan tíma af árinu. Þetta var hægt meö því að færa kennslu yngri barnanna yfir á vorið og haustið en draga úr skólavist þeirra, meðan þau eldri sækja skól- ann. Sá kostur var valinn. Þá er það alkunna, að með jafn iöngu fríi og verið hefir, týna yngri börnin ákaflega miklu niður yfir sumarið, en ur þessu verður einmitt bætt að nokkru með því að stytta friið, eins og nú er gert. Loks skal bent á það, að heilsu- fræðingar álíta, að hollara sé fyrir heilsu barnanna, einkum hinna yngri, að vera sem stystan tíma í skólanum á dag að vetrinum, þeg- ar mótstöðukrafturinn er minnstur. Hinsvegar sé nægur tími til úti- vistar, þó börnin gangi í skóla vor og haust, þegar sólar nýtur. Síðustu árin hefir skólaskylda hér hafist 1. okt. það almanaks- ár, sem börnin hafa orðið fullra 7 ára. Hér eftir verða börnin skóla- skyld frá 1. maí það ár, sem þau verða fullra 7 ára. Þetta eru einu verulegu breyt- ingarnar, sem nýju fræðslulögin valda hér á ísafirði. Björn H. Jónsson. Reyktur karfi. Friðrik Hafberg á Flateyri heör í sumar reykt, karfa með þeim ái- angri, að þeir, som smakkað haía, telja hann ekki st.anda að baki reyktum laxi sem álegg á brauð. Nýr póstbátur. Huginn II. hefir verið ráðinn til póstferða um Djúpið í haust. Komu hann og hiuir Hugarnir heim af síld- veiðum þann 3. þ. m. Jónas Sigurðsson verkamaður átti sjötugsafmæli á höfuðdaginn. Hann er Breiðfirðingur að ætt og fluttist hingað árið 1882. Jónas hefir ávalt verið góður borgari og gegn. Árni Sigurðsson, bóndi i Skaladal í Aðalvík, er hér gestkomandi í bænum um þessar mundir. Hann er 95 ára að aldri og þó vel ferðafær. * Kartöflurækt hefir mikið aukist í Hnífsdal á þessu ári. Hafa margir þorps- búar byrjað kartöflurækt á holtum framan til við barnaskólann. Símaskráin 1937. Breytingar, viðaukar og leið- réttingar við símaskrána við- komandi í s a fj a r ð a r k a u p s t a ð, sendist undirrituðum fyrir 10. september n. k. ísafirði, 2. september 1930. S. Dahlmann. Góð aðalbláber kaupir Norskabakariið. Umbúðapokar allar stærðir, hvítir og brúnir, tast í Bókaverzlun Jónasar Tómass. Myndarammar og Speglar fást i BókaverzlunJónasarTómass. Umsóknir um ellilaun og örorkubætur samkvæmt VI. kafla gildandi laga um al- þýðutryggiogar, ber að senda á bæjaiskrífstofuna íyrir 20. þ. m. Eyðu- blöð undir umsóknir þessar fást á bæjarskrifstofunni. Bæjarstjórinn k Xsafírði, 1. sept. 1936. Jens Hólmgeirsson. Lostæti á matbordid. Royktur karfl, þrunginn a£ vítamínum verður framvegis seldur hór í bænum hjá Ólafi Kárasyni. Betra áleggi á brauð eiga húsmæður ekki völ á. Fr. Haf berg, Flateyri. Lögtök Lögtök hafa verið úrskurðuð á útsvörum 1936 og íásteignagjöldum, sem fallin eru í gjald- daga. Verða gjöld þessi tekin lögtaki á kostnað gjaldenda, án frekari fyrirvara, séu þau ekki greidd innan átta daga frá birtingu þessarar auglýsingar. Ísaíirði, 4. september 1936. Bæj argj aldkerdnn. TIL SÖLU er geymsluhús við Fjarðarstræti og vörubifreiðin í. S, 37 hvorttveggja eign þrotabús Finnboga Magnússonar bif- reiðarstjóra. Þeir, sem kaupa vilja eignir þessar, sendi tilboð sín til undirritaðs skiftaráðanda fyrir 20, þ. m. / Bæjarfógetinn á ísafirði, 4. september 1936. Toi*fi Hj artarson. Auglysing. Umsóknir um undanþágu írá skólaskyldu fyrir börn, sendist, undii- rituðum fyrir 10. þ. máD. Umsókuirnar verða að vera skriflegar og skal tekið fram í þeim, hverrar og hve mikillar kennslu barnið eða börnin eigi að Djóta í vetur. Isafirði, 1, sept. 1936. Björn H. Jónsson. Prentslofan Isrón. 4 . Filmur fást í Bókav. Jónasar Tómassonar.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.