Skutull

Árgangur

Skutull - 06.02.1937, Blaðsíða 2

Skutull - 06.02.1937, Blaðsíða 2
S K U T U L L ‘2 Raforka til heimilisnota. Eftir Lúðvíg Guðmundsson. Inngangur. Innan fárra daga er ráðgert, að Rafveila ísafjarðar og Eyrarhrepps verði opnuð al- menningi til afnota. Rafsuðu- og -hitunar- tæki af ýmsum gerðum eru nú komin hér á markað og margir bæjarbúar munu nú þegar hafa keypt sér tæki eða pantað. Það er vitanlegt, að allan þorra almenn- ings hér skortir fræðslu um gerð, val og notkun rafmagnstækja, sem notuð eru við heimilisstörf. Það er og ljóst, að gengi raf- veitunnar veltur alhnjög á því, að sem jtest- ir sem allra fgrst og á sem flestum sviðum laki rafmagnið í þjónuslu heimila sinna. En þar eð mér er ókunnugt um, að nokkrar opinberar ráðstafanir hafi verið gerðar til þess að leiðbeina almenningi í þessum efn- um, hefi ég ráðist í að taka saman nokkrar leiðbeiningar um val og notkun rafmagns- tækja til heimilisþarfa. Við samning þeirra hefi ég einkum stuðst við danska reynslu, en vegna þess að verð á raforku er miklu hærra í Danmörku en t. d. í Noregi, leggja Danir meiri áherzlu á sparsemi og hagsýni i noikun raforku, en þessa hvorslveggja er einmill brgn þörf hér. Flestar lýsingarnar á tækjum og leiðbein- ingar um notkun þeirra heíi ég tekið úr ritgerð eftir E. v. Holstein-Rathlou, docent. Hr. rafmagnsfræðingur Höskuldur Baldvins- son hefir lesið handrit greinar þessarar og geíið mér góðar bendingar um ýmislegt, og kann ég honum alúðarþakkir fyrir. Rafmagn. , íslenzkar húsmæður, sem til þessa hafa fæstar átt þess kost að nota rafmagn sér til aðstoðar við heimilisstöríin, hafa eflaust oft litið öfundaraugum til stallsystra sinna með þeim þjóðum, er fyrir löngu hafa beizlað fljót sín og fossa og leitt fram úr skauti þeirra gnægð ódýrrar raforku. Og ástæður til öfundar voru ærnar, því að rafmagnið ber um flest eða allt af öllum öðrum teg- undum orku, sem beita má húsmóðurinni til aðsloðar og léttis við heimilisslörfin. Það lœtur vel að sljórn og sparar þannig tíma og egkur örgggi og feslu i vinnubrögðum. Slgsa- og bruna-hœlla fglgir því nálega eng- in, og það e/lir stórlega þrifnað og bætir þannig alla hollustuliœtti heimilanna. Með samstarfi leikra og lærðra, húsmæðra og sérfróðra vísindamanna, hefir fjölbreytni raftækja til heimilisnota aukist með ári hverju; gerð þeirra hefir samræmst hlut- verki þeirra og húsakynnum almennings, hagkvæmni og listrænum kröfum samtíðar- innar; orkunýtni þeiri'a eða sparneytni hefir vaxið jafnhliða bættum vinnubrögðum þeirra og auknum afköstum. En nú dagar einnig hér af nýrri öld, — öld rafmagns. íslenzk fallvötn eru gengin í þjónustu þjóðarinnar. Nú er verið að bregða beizli á Sogið, sem áætlað er að gefa muni Reykjavík, Hafnarfirði, og ýms- um sveitum á Suðurlandi allt að 10 þús. hestöfl raforku. Akureyri ráðgerir nýja, stórfellda virkjun hjá sér. Og þessa dag- ana er verið að ljúka við virkjun Fossár í Engidal, og innan fárra daga munu flæða þaðan um Eyrarhrepp og ísafjarðarkaup- stað allt að 800 hestöfl raforku! Fræðsla. En áður og um leið og rafveitur þessar eru opnaðar til afnota, er nauðs^mlegt að almenningur, einkum húsmæður, fái fræðslu um gerð hinna nýju starfstækja. Þá er og nauðsynlegt, að stjórnir rafveitanna beiti sér fyrir námskeiðum fyrir húsmæður, þar sem þeim sé veitt verkfeg kennsfa í með- ferð tækjanna og vinnu með þeim. Mun ég nú leitast við að skýra að nokkru frá helztu tækjum, sem notuð eru í raf- magnseldhúsum, og verður sérstök áherzfa fögð á allt, er verða má til sparnaðar. En þess verða íslenzkar húsmæður að minnast, að þeim mun meiri sparnað og hagsýni, sem þær sýna, því ítarlegar, sem þær notfæra sér hverja orkueiningu, sem þær kaupa, því meiri verður ánægja þeirra af rafmagns- efdhúsinu og því betur geta þær veitl sér önnur og fleiri tæki tif þess að fétta sér heimilisstörfin, — og því sælli verða þær og heimili þeirra. Suðuplötur. I nýtízku rafmagnseldhúsi eru fyrst og fremst notaðar svonefndar suðuplötur. Meginhluti þeirra er kringlótt pfata úr steypujárni. Efra borð plötunnar er rennt og eggslétt en í neðra borði járnþlöt- unnar figgja rafmagnsþræðirnir, sem hita hana. Þegar rafmagnssti'aumi er hleypt í tækið, hitna þræðirnir; lieitir þræðirnir hita járnið og úr því leiðist hitinn í botn ketils þess eða potts, sem á plötunni stend- ur. Gefur að skifja, að það tekur nokkurn tíma að hita járnplötuna, sem er allþykk. Tif þess að tryggja það, að hitinn feiðist fljótt og greiðlega úr pfötunni í pottinn, verður botn hans að vera rennsléttur, svo að hann fafli sem þéttast að plötunni. Vatn, ryk, rusf og hverskonar óhreinindi, sem komist hafa á milli potts og plötu, tefja fyrir hituninni og auka þannig á eyðslu rafmagnsins. Til þess að enginn hiti fari forgörðum, verður þvermál á bolni jjolta og katla að vera jafnl þvermáli suðuplöl- unnar, eða nokkru meira. Ef botnflötur ílátsins er minni en suðuplatan, geislar allmikið af hita plötunnar út í loftið. Mörg- um hættir til að gæta þessa síður en skyldi, einkum þar, sem raforkan er ódýr. t Hafnarfirði er nú verið að koma upp raftækjaverksmiðju. Er gert ráð fyrir því, að verksmiðja þessi framleiði ýmsar teg- undir raftækja til notkunar við heimilis- störf, t. d. suðuvélar, ofna, þvottavélar o.fl. A myndinni, er hér fylgir, er sýnd ein tegund þeirra suðuvéla, sem verksmiðjan mun fram- leiða. »Vélar þessar líta mjög vel úl og eru ólíkar eldri gerðum suðuvéla að útliti. Þær hafa hreinar línur og slétta lleti. í innri byggingu eru þær einnig mjög full- komnar. Þær eru glerhúðaðar að utan- verðu; bökunarofninn er úr ryðfríu stáli, og hefir hann sjálflokandi hurð. Neðan undir bökunarofninum er hitaskápur. Tvö- falt borð er á vélunum og má lyfta el'ra borðinu, sem er á hjörum, að aftanverðu, og le§gja upp að baki vélarinnar... Rofarnir eru settir aftan á vélarnar, en snerlarnir að framanverðu. Allar leiðslur eru undir neðra borðinu og algerlega vernd- aðar fyrir raka. Raforkueldavél þessi er gerð í tveimur stærðum, — 5 gerðir —, tveggjíi plötu vél með bökunarolni og með eða án hilaskáps; sama stærð með 3 plöt- um og bökunarofni og raforku-steikarrist. Stærri gerðin hefir 3 plötur, mjög djúpan bökunarofn og hitaskáp. Raforkurist verður í öllum þessum stærri vélum.« (Nik. Frið- riksson: Raftækjasýningin í Osló. Tímarit Iðnaðarmanna 1936). Pottar og katlar. Af því, sem áður hefir verið sagt, er Ijóst, að pottar þeir og katlar, sem notaðir eru á olíu- eða kola-eldavélar, eru alls eigi not- hæfir á rafmagnseldavélar. í stað þeirra eru notaðir gleraðir (emailleraðir) járnpotl- ar og kallar með eggsléltúm, slipuðum botni, eða aluminium-pollar og -katlar með þgkk- um, rennsléttum, sllpuðum bolni. Sú trú sumra, að aluminium-ílátin séu hættuleg heilsu manna, hefir við engin rök að styðj- ast. Dökk skán, sem myndast innan í aluminium-potta við suðu, er ósaknœmt elnasamband, og ver það málminn að nokkru gegn frekari eyðingu. Er því alveg ástæðulaust að fást um skán þessa, eða að reyna að ná henni á burt Aluminium leiðir hita mjög vel og flýtir það suðunni. Aluminium leiðir hita betur en járn, og heldur hitanum hetur en flestir aðrir málmar. »Einnig er stór kostur við aluminium- áliöld, hvað þau eru létt, samanhorið við áhöld úr þungum málmum. Að nota tæki með þykkum hotnum fyrir suðu við raforku er sjálfsagt af eftirfarandi ástæðum: Þykkbotnuðu tækin falla þétt að plötun- um og breytast ekki við hitann. Þunnu tækin aftur á móti breytast fljótt við hitann og falla eigi þétt að plötunni, en það orsakar, að hitinn frá plötunni á erfiðara með að hafa áhrif á það, sem ver- ið er að hita, og gengur það því seinna og eyðist til þess meiri orka. Einnig reynir það mikið meira á plöturnar, ef hitaleiðsl- an er ekki góð, þannig að þær endast ver. Rannsóknir, sem gerðar hafa verið á þessu, sýna, að ef notuð eru slæm áhöld við suðu með raforku, þunnir og beglaðir pottar og önnur áhöld, verður eyðslan allt upp í 70% meiri, en ef notuð eru tæki með^þykkum

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.