Skutull

Árgangur

Skutull - 06.02.1937, Blaðsíða 4

Skutull - 06.02.1937, Blaðsíða 4
4 S K U T U L L Stækkun síldarverksmiðjanna. (Framhald). um er varla hægt að koma fyrir viö síldarverksmiðjurnar á Siglu- flrði, vegna þess hve oft er óró- legt í sjóinn við bryggjurnar. Hinsvegar hefir núverandi stjórn verksmiðjanna fullan skilning á, hversu nauðsynlegt er að búa betur í haginn fyrir sjómenn og mikinn hug á að koma á hið allra fyrsta verulegum umbótum við uppskipun á síldinni, og hefir falið framkvæmdastjóra að athuga og gera tillögur um þær, einkum í sambandi við hina fyrirhuguðu þróarbyggingu. Sennilega mun það, hve vélaafl verksmiðjanna er tak- markað, vera nokkur þrándur í götu þess, að framkvæmdir í þessu efni geti orðið eins miklar og skjótar og nauðsynlegt er, en þetta mál er í rannsókn og ekki unnt að s^gja neitt um það með ákveðinni vissu. Svo sem sjá má af framan- rituðu, fara flestar tillögur þær, er stjórn síldarverksmiðjanna þeg- ar heflr gert til ríkisstjórnarinnar, á sl. hausti, saman við þær kröf- ur, er sjómenn almennt gera um umbætur á verksmiðjunum, og væri vel, ef fó fæst til að koma þeim í framkvæmd sem allra fyrst, en á því veltur raunar að öllu leyti. Formaður verksmiðjustjórnar er nú á förum hóðan til Alþingis og mun, ásamt meðstjórnendum sín- um og framkvæmdastjóra verk- smiðjanna, halda áfram að vinna að framkvæmd þessara mála að svo miklu leyti, sem undirbún- ingur til framkvæmda ekki er þegar haflnn áður. Að þessu sinni lítur óvenjuvel út með verð á bræðslusíld, þar eð stjórn síldarverksmiðja ríkisins heflr selt 5000—6000 smálestir af síldarlýsi fyrirfram fyrir 21 sterl.pd. smálestina, en meðal- verð á síldarlýsi í fyrra var 16.15 st.p. Öll lýsisframleiðsla síldarverk- smiðjanna á Raufarhöfn og Siglu- firði er venjulega áætluð um 7000 smálestir. Flestar síldarverk- smiðjur einstaklinga hafa einnig selt lýsi fyrir þetta verð og ein verksmiðja nokkru hærra. Ætti því bræðslusíldarverð að geta orð- ið talsvert hærra næsta sumar, en sl. sumar, þrátt fyrir mikla hækkun á ýmsu, er verksmiðj- urnar þurfa að nota til fram- leiðslunnar, svo sem bæði kolum og salti. Dagatöl seljast nú með niðursettu verði. Jónas Tómasson. Bæjarstjórn leysir vandræði landróðrabátanna. Hvað er um h. f. Huginn? Eitt hundrað og tuttugu sjó- menn fara nú í atvinnu fyrir atbeina bæjarstjórnar. Fiskurinn kemur í bæinn til verkunar. Svo sem skýrt var frá í síðasta Skutli hafði bæjarstjórn gefið hinum stærri skipum kost á svo nflegri aðstoð, sem óskað hafði verið eftir. Þá var það jafnframt tryggt með skilyrðum bæjar- stjórnar, að fiskurinn kem- ur allur hingað í bæinn til verk- unar. Eftir var að leysa vandræði landróðrabátanna, en það var gert á síðasta bæjarstjórnarfundi, svo sem hér segir: Bærinn ábyrgist helming trygg- inga, eða 75 krónur fyrir hvern skipverja. Bátunum sé haldið út héðan úr bænum á vetrar- og vorvertið, og leggja þeir upp allan afla sinn hér til verkunar. Veiðist ekki fyrir tryggingunni fái bærinn, sér framseldar þær kröfur skip- verja, er hann leysir út, enda ganga þær þá yfir á næstu vertíð. Hefir bæjarstjórn þannig að öllu leyti uppfyllt kröfur sjó- mannafélags Isfirðinga. Nú er verið að búa skip Sam- vinnufélagsins út á þorskveiðar, og landróðrabátamir byrja veiðar, þegar er gefur á sjó. Fá þarna 120 sjómenn atviunu fyrir atbeina bæjarstjórnar, og jafnframt er tryggt, að allt, sem aflast, kemur hingað í bæinn til verkunar. Um hf. Huginn er ekki vitað ennþá. Aðspurður á bæjarstjórn- arfundi sagði Arngrímur á mið- vikudaginn er var, að ákvörðun myndi verða tekin þegar Jóhann Eyfirðingur kæmi heim. Nú er Jóhann kominn, og bíða margir sjómenn með óþreyju eftir því að vita, hvort stjórn hf. Huginn ætlar sér að nota hið ágæta til- boð bæjarstjórnar um sérstakt heimflutningsgjald, 2 V2 eyri á kg. fyrir allan fisk, sem skipin flytja heim undan Jökli eða úr Faxaflóa, eða hvort félagið ætlar að lóta Huginn I. og Huginn HI. liggja hór í vetur. Kaupdeila við h.f. Huyinn. Vélstjórafólag ísfirðinga hefir samning við útgerðarmenn um kaup og kjör vólstjóra. Huginn I., sem menn annars hefðu vonast eftir, að yrði gerður út á þorsk- veiðar, var leigður í flutninga, eftir að tilboðið um heimflutnings- gjaldið kom frá bæjarstjórn. Samn- ingur vélstjórafólagsins um kaup á flutningum er kr. 15.00 á dag eða mánaðarkaup kr. 360.00 á mánuði og frítt fæði, en á Hug- inn I. var vélstjórinn skrásettur fyrir 5 af hundraði. Sá vélstjóri úr vélstjórafélaginu, sem gerðist taxtabrjótur, heitir Arinbjörn Clausen. Vélstjóraíélag Isfirðinga mun hafa leitað aðstoðar Alþýðu- sambandsins, til þess að koma í veg fyrir þetta samningsrof og láta setja verkbann á skipið, verði þetta ekki leiðrótt. Mjöl breitt á þvottasnúrur. Jón Fannberg Ieigir Jóhannesi Hjálmarssyni Huginn I. í flutn- inga, svo hann só „löglega" af- sakaður að láta hann ekki fara á vetrar- og vor-vertíð. Nasreddin sagðist ekki geta lánað nágrannakonu sinni þvotta- snúrur af þvi hann hefði breitt mjöl á þær. Að gefnu tilefni skal þess getið, að Guðmund- ur Hagalín er ekki meðlimur í Sjómannafélagi ísfirðinga. Skattaframtölum verður að skila í síðasta lagi miðvikudaginn 10. þ. m. Skýrslum er veitt móttaka á skrifstofu h. f. Fiskimjöl ad eins kl.1—2 virka daga. ísafirði, 5. febrúar 1937. Skattanefndin. Orgel — dálítið notað — hefi ég til sölu. Jónas Tómasson. Matsala Alþýðuhúss- ins selur einstakar máltíðir aðeins á eina krónu, og afgreið- ir þær með stuttum fyrirvara. ísfirðingar! Búið ykkur undir að nota ódýra rafmagnið! Við tökum að okkur rafmagnslagnir i húsum. Höf- um 5 vel færum mönnum á að skipa og munum gera okkur far um, að lagnirnar verði fljótt og vel af hendi leystar. Þeir, sem vilja notfæra sér þjónustu okkar í þessu efni, eru beðnir að gefa sig fram á skrifstofu okkar sem fyrst. — Pantanir verða afgreiddar í sömu röð og þær koma inn. Pantið suðuvélar, suðuplötur og ofna sem fyrst hjá okkur. Kaupfélagið. Atvinnuleysisskýrslur Samkvæmt lögum um atvinnuleysisskýrslur fer fram skrán- ing atvinnulausra sjómanna, verkamanna, verkakvenna, iðnaðar- manna- og -kvenna á Vinnumiðlunarskrifstofu bæjarins n. k. mánudag, þriðjudag og miðvikudag, 8., 9. og 10. febr., kl. 10—3 alla dagana. Þeir, sem láta skrásetja sig, eru beðnir að vera viðbúnir að gefa nákvæmar upplýsingar um heimilisástæður sínar, eign- ir og skuldir, atvinnudaga og tekjur á síðasta ársfjórðungi, hve marga daga þeir hafi verið atvinnulausir á síðasta ársíjórðungi vegna sjúkdóms, hvar þeir hafi haft vinnu, hvenær þeir hafi hætt vinnu, og af hvaða ástæðum, hvenær þeir hafi flutt til bæj- arins og hvaðan. Ennfremur verður spurt um aldur, hjúskaparstétt, ómaga- fjölda, styrki, opinber gjöld, húsaleigu og um það, í hvaða verkalýðsfélagi menn séu. Loks verður spurt um tekjur manna af eignum mánaðar- lega og um tekjur konu og barna. Bæjarstjórinn á ísafirði, 4. febrúar 1936. Jens Hólmgeirsson. Prentstofan íarún.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.