Skutull

Volume

Skutull - 04.06.1939, Page 4

Skutull - 04.06.1939, Page 4
4 S K U T U L L ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Einróma dómur húsmæðranna er sá, að til viðbits og bökunar sé Sólar- og það allra bezta. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ St j örnu-smjörlíki J ♦ ♦ Mjólkurbúðin. Þar fæst: Nýmjólk. Skyr og rj ómi. Brauð og kökur. Kaupfélag ísfipðiuga. Smásöluverð á eftirtöldum tegundum af tóbaki má eigi vera hærra en hér segir: . . . kr. 14.00 pi'. x/2 kg. í 50 gr. pk. kr. 1.50 pr. pk. í 50 — — — 1.70 — — í 50 — 1.50 — — í 50-— 1.00 — — Rjól B. B. . . . Mellemskraa B. B. Smalskraa B. B. . Mellemskraa Obel Skipperskraa Obel Smalskraa Obel . í 50 — 1.70 — Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má leggja allt að 3% á innkaupsverð fyrir sendingarkostnaði til útsölustaðax'. Tóbakseinkasala ríkisins* svona áberandi ábur. Vilja þeir kenna því um, að efnið sé lakara nú en þá? Um það má náttúr- lega deila. En frá mínu sjónarmiði er þetta eðlilegt. Síldarveitíðin hefir lengzt hér um bil um helm- ing á síðustu árum, og nótin þar af leiðandi vot miklu lengri líma. Þetta mun vera orsök hins mikla hlaups nótanna, enda ber sjaldan mikið á því, fyrr en nótin er búin að vera vot ca. mánaðartíma. Það er því áríðandi, ef nótin á að vera létt og í góðu lagi, að þurrka hana við og við yfir síldveiðitím- ann, og helzt að barka hana um leið. Að barkalita nótina einusinni eða tvisvar lengir mjög endingu hennar. Við það losnar hún við grútinn, garnið harðnar, og verð- ur því ómóttækilegra fyrir vatnið. Þess vegna eigum við nú strax að taka upp hjá okkur börkun á nótum, meðan þær eru i notkun. Sama má segja um önnur veiðar- færi, því að reynsla annara þjóða sannar, að veiðafærin bókstaflega endurnýjast við hverja börkun. Þá skal vikið nokkrum orðum að vetrargeymslunni. Þegar vaipan er lögð í land á haustin, veiður að sjóða hana, til þess að allt salt og grútur hverfi úr henni. Þessi eíni eru það eink- um, sem tefja fyrir þurrkuninni, og raunar fæst sú nót, sem ekki er soðin, aldrei þurr, því að saltið í henni myndar alltaf raka, ef hún liggur lengi um kyrit. Þegar varpan er tekin upp úr suðukarinu, skal hún dregin gegn um hreint, kalt vatn, þá skolast úr henni öll óhreinindi. Síðan skal hengja hana upp eða breiða til þerris, þá helzt á mel. Geymslu- 8taðurinn skal vera laus við raka, og er sjálfsagt að láta spýtur undir nótina, jafnvel þótt timbuigólf sé í geymsluhúsinu. Alltaf skal stafla henni þannig, að þinirnir séu teknir út úr, en ekki látnir liggja innan um garnið. Það skal eink- um gert vegna þess, að korkurinn þornar mjög seint, og getur hann feygt gainið, en þegar hann er tekinn út úr, getur sá raki, sem myndast frá honum, gufað upp. Einnig ætti að umkasta nótinni nokkrum sinnum yfir veturinr, því að hún íæst tæplega svo þurr á haustin, að ekki veiði eftir smáblettir, sem oiðið hafi útundan. Af þeim söknm er hreyfingin nauðsynleg, Um meðfeið síldarneta er þetta það lrelzta. Þagar netin eiu tekin um borð og lögð niður, er það hið fyrsta, sem aðgæta þarf, að hnýta þau rétt saman, en á því hefir oft orðið mikiil misbrestur, svo að þinir netanna núast og slitna mikið fyrr en eðlilegt er. Gætir þcssa aðallega á efra þini. Upp í kapal- inn er hnýtt bandi, sem nefnt er kapalband. Á annan enda kapal- bandsins verður að stinga auga. í það eiga hálsar netanna að koma. Bezta hnýtingin er sú, að vefja netlrálsinum í augað á kap- albandinu, tvisvar sinnum, og benzla síðan hálsinn í sjálfan sig. Þetta er öruggasta samhnýt- ingin, og hefir þann kost, að þarna myndast enginn núningur. Er og fljótlegt að skera benzliu, þegar skipta þarf um net. Mæla skal netin við kapalinn, og hafa hann jafn langan, einnig er rétt að setja á hann merki við hvert net. Það er nauðsyn- legt, að netin sóu jafn löng, svo ekki þurfi að mæla kapalinn uPPi þogar skipt er um net. Þegar netin eru dregin, og veiði er göð, er oftast hrist úr þeim jafn óðutn, og þau ekki lögð strax niður. Þau eru, undir þessum kringumstæðum, fljötandi í grút, og því ákaflega næm fyrir hita, sem eyðileggur þau á örskömmum tima. Þvi skal salta hvert net um leið og búið er að hrista úr því, jafnvel þótt aðeins liði stutt stund, þar til þau verða lögð niður, en þá verður að salta þau vel og týna úr þeira kinnar, sem orðið hafa eftir, þegar hrist var úr þeim, annars rífa þær smágöt á netin. Ef legið er í landi einn sölarhring, skal um- kasta netunum og salta þau á ný. Hver bátur, sem stundar rek- netaveiði, þarf að eiga 10—15 net fram yfir það, sem hann notar daglega, og skal hann skipta vikulega um þennan fjölda neta. Á þennan hátt getur hann alltaf haft nokkurn hluta netanna í landi til þurrkunar og viðgerðar, og er það nauðsynlegt, af því að net, sem eru mjög lengi vot, hlaupa mjög rnikið, og veiða illa af þeim sökum. Auk þess endast þau mikið lengur, ef þau fá þurrkun og hreinsun við og við. Öll síldarnet eru viðkvæm, og þarf þvi að fara varlega með þau, sérstaklega þegar hrist er úr þeim. Ætti hver bátur, sem stundar reknetaveiðar um ca. tveggja mánaða tíma, að barklita alla „trossuna11. Sá, sem gerði það, ásamt þvi, að salta netin vel, mundi á skömmum tíma komast að þeirri niðurstöðu, að þar hefði hann fundið iéttu leiðina til að tryggja góða endingu neta sinna. Hjónaefni. Opinberaö hafa trúlofun sína ungfrú Elísa Elíasdóttir frá Nesi í Grunnávík og Símon Helgason stýrimaður, ungfrú Nanna Hermannsdóttir úr Fljót- um í Skagafirði og Jón Jónsson skrifstofumaður í Kaupfélagi ísfirðinga — og loks ungfrú Unnur Hermannsdóttir frá Þúfum í Reykjaríjarðarhreppi og Olafur Olafsson skrifari hjá bæjarfógeta. Það er vor og gróður víðar en í moldinni. Gjöf f Björgunarskútusjóðinn. Stjórn Kvennadeildar slysa- varnafélagsins hér á ísafirði barst í vikunni myndarleg gjöf í björgunarskútlisjóðinn. Voru stjórninni afhentar hundrað krónur frá skipshöfninni á Huginn I. Stjórnin lieíir beðið Skutul að llytja skipshöfninni beztu þakkir. Er gleðilegt, hve áhuginn á björgunarskútumál- inu er inikill bjá sjómönnum hér vestra. Verðlaunakeppni. Eins og menn yfirleitt munu vita, var efnt lil verðlauna- keppni um hátíðaljóð banda íslenzkum sjómönnum. Hlaut lrið ágæta Ijóðskáld, Magnús Steíánsson, sem orkt heíir undir dulnefninu Örn Arnar- son, fyrstu verðlaun, en önnur hlaut Jón Magnússon skáld. Þá var og efnt til verðlauna- keppni um lag við ljóðið, og sigraði þar Emil Thoroddsen. Magnús Stelánsson er Aust- firðingur, en er nú búsettur í Hafnaríirði. Hann er alkunn- ur fyrir ljóðabók sína Illgresi og ýmiss kvæði í blöðum og tímaritum. Hátíðaljóð hans eru birt hér í blaðinu í dag, svo að þeir, sem ekki ná í það sérprentað, geti klippt það úr og geymt. Mannslát. ^Aðfaranótt föstudagsins2. júnf lézt hér í bænum frú Kristín Jónsdóttir, kona Benedikts R. Steindórssonar skipstjói'a.

x

Skutull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.