Skutull - 10.02.1940, Qupperneq 2
16
S K tr T U L L
Þorrasina.
Vesalings grasið í kiildamim kell,
þó komi það grœnt undan snjónum.
A þorranum breglisl hver safi í svell
og siim í valllendismónnm.
Eins nístir ofí kuldinn manns hjarla og hug
á harðlyndum mannlífsins þorra,
hann svellar um nœlur og sveigir á bug
liverja sumarþrá lífsdrauma vorra.
En líkfölvi siminnar Ifjsli inn á svið,
þar lífsrótin óx bak við náinn. —
Ef væri ekki eilífðin mark vort og mið,
þá mœtliun vér öfunda slráin.
OrL 10. febrúar lO'il).
G. Geirdal.
myndin áreiðanlega fróðleikslöngun
þeirra manna, sem þrá það að
þekkja ókunn lönd, annara þjóða
háttu og menningo. — Betri
„heimskynnii* fyrir alþýðu manna
er ekki til en kvikmyndirnar.
Erlend tungumál leggjum vér
íslendingar allra þjóða mest stund
á að læra. Vér flnnum til smæð-
arinnar, og viljum ekki einangrast.
Menn gera sér varla ljóst, hvern
þátt bíóin eiga í því, að efla mála-
kunnáttu unga íólksins, og væri
þó áreiðanlega hægt að nota kvik-
myndirnar betur í þjónustu beinn-
ar tungumálakennslu. En um þýð-
ingu þess fyrir fámenna þjóð, að
sem flestir einstaklingar hennar
geti kynnzt bókmenntum annara
þjóða, mun enginn efast.
Bíógesturinn situr að vísu á
sama stað, en samt er hann að
ferðast. Og erlend tungumál nem-
ur hann með augum og eyrum
jafnframt því, sem honum berast
margvísleg áhrif, er vekja áhuga
hans á hinum fjarskyldustu svið-
um mannlegs lífs. Um þetta
hvorugt er hægt að deila.
En ætli bíógestuiinn verði nokk-
urra fleiri gæða aðnjótandi?
Talið er, að sá, sem æflr eyra
sitt við tónlist og söng, verði að
öðru jöfnu hæfari til að skyoja
almennt hið fagra og góða, sem
mætir oss, þótt í öðrum myndum
sé. Með öðrum orðum: Tónlist er
talin hafa almennt menningarlegt
gildi.
Á seinustu árum hafa kvik-
myndafélögin sífellt geit meira og
meira að því að tryggja sér beztu
söngkrafta heimsins. Bíógesturinn
á þess því nú kost svo að segja
daglega að kynnast því, sem af ber
í tónlist veraldarinnar að fornu og
nýju, og hvergi nema í kvikmynd-
unum á almenningur þess kost
að hlýða á mestu söngsnillinga
heimsins.
fá má enn benda á, að svo
íremi, að það sé rétt, að leiklist
hafl menningarlegt gildi, þá hljó'.i
kvikmyndin líka að færa mönnum
einhver og allveruleg verðmæti á
því sviði.
Leikarar heimsins, sem hæst
ber, eru flestir í þjónustu kvik-
myndalistarinnar.
Hinsvegar á leiklistin hér á landi
við mjög frumstæð skilyrði að búa,
enda hlýtur svo að verða lengst-
um, og eru bíóin því einasti stað-
urinn, þar sem almenningur á þess
kost að kynnast töframætti stór-
brotinnar leiklistar.
Og að síðustu: Enginn sá, sem
nokkurs metur bókmenntaleg verð-
mæti, og það gera flestir íslend-
ingar, andlega hraustir og með
fullu viti, getur neitað kvikmynd-
unum um, að þær hafa í því efni
upp á samskonar verðmæti að
bjóða og bækurnar. Menn verða
að vísu að hafa vit á að hafna og
velja, þegar um kvikmyndir er að
íæða, eins og bækur. En hvenær
er þess að vænta, að menn þurfl
ekki á að halda heilbrigðri dóm-
greind og kunnáttu i að velja og
hafna? Og þó að mikið sé til af
kvikmyndaruslinu eins og bóka-
ruslinu, þá er hitt jafn satt, að
meginafrek heimsbókmenntanna
eru líka sýnd á veggtjaldi kvik-
myndahúsanna.
Sé t. d. á það litið, hvað af ís-
lenzkum bókmenntum hafi sézt á
bíó, þá sjáum vér strax, að sorinn
hefir ekki verið til þess valinn,
heldur fyllilega verið valið af betri
endanum. Okkur dettur t. d. strax
í hug S3ga Borgarættarinnar eftir
Gunnar Gunnarsson og frægasta
íslenzka leikritið, sem enn hefir
verið skrifað: Fjalla-Eyvindur, eftir
Jóhann Sigurjónsson. Hér hafa og
á undanförnum árum verið sýnd
á bíó fjöldamörg stórfræg bók-
menntaleg listaverk. Mát. d. benda
á, að um það leyti, sem þetta er
skrifað, stendur til, að hér verði
sýnd tvö heimsfræg skáldverk, sem
mikill bókmenntalegur fengur þótti
að, er þau komu út í íslenzkum
búningi s.). haust. Þetta eru:
Maria Antoinetta og Borgarvirki.
Þá mun sumum ekki Þykja minna
um vert að fá að fylgjast með
ferðum Livingstone’s og Stanleys
um frumskóga og eyðimerkur
Afriku, en sú kvikmynd mun
einnig verða sýnd hér innan
skamms.
Þannig er það ávalt. Með stutt-
um millibilum tekst bíóinu að ná
í afbragðsmyndir, sem eiga erindi
til allra, jafnt eldri sem yngri.
En yfirleitt er það svo, að eldra
fólkið fer ekki á bíó. Það liflr í
þeirri trú, að bíófeiðir séu helber
hégómi, sem heyri til yflrsjóna og
víxlspora unga fóiksins, og sé
undir virðingu þess að leggja eig
niður við eða láta sig henda. En
með þessaii afstöðu útilokar það
sig frá margvislegum menningar-
legum veiðmætum, sem það kapp-
kostar þó að tileinka sér af bókum
og með hverju móti öðru, sem
kostur er á.
Sumir telja, að það sé svo dýrt
að fara í bíó, að þess vegna sé
það ekki öðrum fært en hinurn
efhaðri borgurum. Að mestu leyfi
er þetta þó á misskilningi byggt.
Þeir bíógestir eru til, sem fara
á hverja nýja mynd, sem sýnd
er. Þetta er vitanlega aðallega
fólk, sem setur kvikmyndirnar ofar
öllum öðrum skemmtunum og
heör auk þess sæmileg auraráð.
Slík bíósókn þarf þó ekki að kosta
nema um 70 krónur á ári, eða
sízt meira en það kostar að láta
raka sig árlangt á rakarastofu.
En aðrir „láta grön sía“, og velja
úr aðeins beztu myndirnar, sem
völ er á. Segjum, að slíkur maður
færi á bíó einu sinni í mánuði.
Það mundi kosta hann á ári 24
krónur, ef hann keypti dýrustu
sæti, en þyrfti ekki að fara fram
úr 18 krónum. Til samanburðar
má geta þess, að bókin María
Ant.oinetta kostar ein 25 krónur.
Allir sæmilegir menn fyrirverða
sig fyrir að líta aldrei í bók —
og blindur er bóklaus maður. í
raun réttri er það jafn óhyggi-
legt og ómennilegt, að átiloka
sig frá þeim menningaráhrifum,
sem kvikmyndahásin geta veitt.
Að reka kvikmyndahás og þreifa
á því, að beztu myndirnar séu
jafnvel sízt söttar, af þvi að eldra
og þroskaðra fólkið lifir i þeim
fordómum að fara helzt aldrei
á bíó, er jafn ömurlegt, eins og
þegar bökaverðir verða að horfa
upp á beztu bækurnar ósnertar
i hyllunum, en ruslið rifið át af
óþroskuðum lesendum. Slikt á-
stand ýtir líka undir það, að
vanda litt til myndavals og bóka.
Um langan aldur hafa bök-
menntafræðingar ritað um gæði
bóka og gildi, dæmt þær og metið
fyrir almenning. Þetta hefir verið
bóklesendum ömetanleg leiðbein-
ing, og það hefir jafnframt stuðl-
að að því að bæta bókmennta-
smekkinn hjá almenningi. Eins
þyrfti að ritdæma kvikmynd-
irnar, en hér á Iandi má slfkt
heita óþekkt, nema hvað viku-
blaðið Fálkinn hefir stundum
sýnt lit á þessu að því er snert-
ir rnyndir, sem sýna átti i
Iteykjavík.
Þó að um flest mogi rifost, þá
hljóta samt flestir að fallast á,
að kvikmyndin sé komin býsna
langt upp að hliðinni á bókinni
sem menningartæki. Hán er dá-
samlegt fræðslutæki, og hán
býður jafnt yngri sem eldri, æðri
sem lægri, að komast í kynni
við fagrar listir, sönglist, hljóm-
list og leiklist o. s. frv. Það
getur þvi varla liðið á löngU,
áður en það verður litið á það
sem sljóft fólk og viljalaust til
fróðleiksöflunar og menntunar,
sem ekki leggur leiðir sínar í
kvikmyndahásÍD, jafnframt því,
sem bergt er af lindum bók-
rnennta og lista á annan hátt,
svo sem mannkynið hefir gert
um tugþásundir ára og mun
ávallt gera, meðan lögð er stund
á áð greina milli góðs og ills —
fegurðar og fáránleika, anda og
efnis, eða m. ö. o. meðan heims-
menningin hefir ekki liðið undir
lok.
Frumsamdar skáldsögur.
Ljósið í kotinu.
Þó að minnst hafi verið áður á
þessa bók hér í blaðinu, þykir rétt
að geta hennar hér fyrstrar, þar
sem um er að ræða ísfiizkan höf»
und og bókin gefin hér út.
Vestfirðingar hafa þegar lagt
alldrjúgan skerf til íslenzks sagna-
skáldskapar. Jón Thoroddsen og
Gestur Pálsson voru báðir Vest-
firðingar — og frá síðustu árum
má minna á Jakob Thórarensen,
sem um verður getið hér á eftir.
Nú er kominn nýr maður fram
á sjónarsviðið, ísflrðingur, sem
lýsir vestflrzkum kaupstað, vest-
firzku fólki og hefii vestfiizkt tungu-
tak að grundvelli fyrir máli sínu
og stíl.
Hvers má af honum vænta?
Það er enginn vandi að benda
á galla á Ljósinu í kotinu, enda
var höfundurinn kornungur, þegar
hann skrifaði söguna. En hitt er
augljóst þeim, sem sem nokkur
skil kunna á skáldskap, að þarna
er á feiðinni maður, sem sér og
heyrir óvenju glögglega, það sem