Skutull

Árgangur

Skutull - 23.11.1940, Blaðsíða 1

Skutull - 23.11.1940, Blaðsíða 1
SKUTULL Ctgefandi: Alþýðusamband Vestfirðingafjórðungs. _______________________■__________Prentstofan lsrún. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: GUÐMUNDUR GÍSLASON HAGALÍN. XVUI. ár. ísafjörður, 23. nóvember 1940. 43. tbl. Flísar i og plötur á veggi og gólf. Asfaltlím. Dúkalím. Kr. H. Jónsson. Þing Alþýðusambands íslands og Alþyðuflokksins. Skipulagsbreytingiii samþykkt með geipilegum meirihluta atkvæða. Eins og á'ður er getið hór i blaðinu, hófst 16. l>iug Alþýðu- sambands íslands hinn 12. þ. m. Eftir allýtarlega athugun og um- ræður var skipulagsbreyting sú, sem fyrir þingiuu lá, samþykkt við allsherjaratkvæðagreiðslu með 68 atkvæðum fulltriia fyrir 5675 fólagsmenn. Á móti greiddu at- kvæði 10 fulltrúar fyrir 813 fó- lagsmenn. Iljá sátu eða greiddu ekki atkvæði 21 fulltrúi — fyrir 1431 félagsmann. hegar liór var komið áttu þá sæti á þinginu 09 fulltrúar, er fóru með um- boð 7919 fólagsmanna. Var nú þingiuu slcipt í stóttar- þing og flokksþing — og sátu þau á rökstólum þaugað til hinn 20. þ. m. I>á fóru fram þingslit. I stjórn Alþýðusambandsins vortx kosnir: Forseti Sigurjón Á. Ólafsson, formaður Sjómannafólags Reykja- víkur og alþingismaður, varafor- seti Jón Axel Pótursson hafn- sögumaður, ritari Guðgeir Jóns- son bókbindari, en meðstjórn- eudur í miðstjórn frú Jóhanua Egilsdóttir, Magnús H. Jónsson prentari, Sigurður Ólafsson gjald- keri Sjómannafólags Reykjavík- ur, Runólfur Pótursson formað- ur fólagsius Iðju, frú Sigurrós Sveinsdóttir í Hafnarfirði og Jón Sigurðsson erindreki. Magnús H. Jónsson var annar helzti and- stæðingur skipulagsbreytingar- innar, og heflr haun beðizt und- an að gegna stjórnarstörfum og óskað þess, að varafulltrúi taki sæti sitt, en 1. varafulltrúi er Bjarni Stefánsson, gamall tog- aramaður og þrautreyndur í fó- lagssamtökum vinnustóttanna í Reykjavik. Þessir menn hlutu kosningu í sambandsstjórn, sem sórstakir fulltrúar samtakanna utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar: Hálfdán Sveinsson, Akranesi, Guðmundur Sigurðsson, Yest- mannaeyjum, Hannibal Valdi- marsson og Finnur Jónsson, ísa- firði, Erlingur Friðjónsson, Akur- eyri, Árni Hansen, Sauðárkróki, lngólfur Hrólfsson, Seyðisfirði, og Sveinn Kr. Guðmundsson Fá- skrúðsfirði. í stjórn Alþýðuflokksins: Forseti Stefán Jóh. Stefánsson félagsmálaráðlierra, varaforseti Ilaraldur Guðmundsson alþiugis- maður, ritari Jónas Guðmuudsson eftirlitsmaður bæjar- og sveita- fólaga — og meðstjórnendur í miðstjórn: Sigurjón Á. Ólafsson, Ingimar Jónsson skólastjóri, Guð- mundur R. Oddsson forstjóri, Ásgeir Ásgeirsson alþingismaður, Guðm. I, Guðmundsson liæsta- róttarmálafærslumaSur, frú Soffía Ingvarsdóttir, Kjartan Ólafsson bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og Emil Jónsson alþingismaður. Þá lilutu kosuingu í fiokks- stjórn sem sórstakir fulltrúar hinua ýmsu landshluta: Guðmuudur Jónssou frá Narf- eyri, Sveinbjörn Oddssou, Akra- nesi, Finnur Jónsson, ísafirði, Guðmundur Gíslason Hagalíu, ísa- firði, Sveinu Einarsson, Patreks- firði, Hjörtur Hjálmarsson, Flat,- eyri, Þórður Jónsson, Súðavík, Halldór Albertsson, Blönduósi, Magnús Bjarnason, Sauðárkróki, Erlendur Þorsteiusson, Siglutirði, Erlingur Friðjónsson, Akureyri, Sigurður Kristjánssou, Húsavík, Ólafur Jólianuesson, Vopnafirði, Gunnlaugur Jónasson, Seyðisfirði, Oddur Sigurjónsson, Norðfirði, Sveinn Guðnason, Eskifirði, Sveinu Kr. Guðmundsson, Fá- skrúðsfirði, Páll Þorbjarnarson, Vestmannaeyjum, Kriitján Guð- mundsson, Eyrarbakka, og Ragn- ar Guðleifsson, Keflavík. Á þingi Alþýðusambandsins, stóttarþinginu, var gerð ein löng og ýtarleg ályktun. Nokkur helztu atriði liennar voru þessi: Lögð verði álierzla á lækkun dýrtíðarinnar í landinu með af- námi tolla á liinni nauðsynleg- ustu erlendri vöru, lækkun farm- gjalda — og með útflutningsgjaldi til verðjöfnunar á innlendura af- urðum — o. fl. Kaup hækki heldur meira um áramóc en dýrtíð nemur — vegna þess, livert óróttlæti verka- lýðurinn hefir einn átt við að búa upp á síðkastið — og liækki framvegis í fullu samræmi við visitölu verðhækkunar. Fólögin semji sjálf um kaupgjald, nema þau óski annars, en uppkö.st samn- inga séu send sambandsstjórn. og hafi hún liönd í bagga um samræmingu kaupgjalds í land- iuu. Þingið lýsti því yfir, að það teldi enga hættu á vinnustöðv- un, ef kaupgreiðendur sýndu aðeins við samninga fulla sann- girni og lótu verkamenn og aðra launþega njóta þess róttar til kauphækkiuiar, sem dýrtíðiu gæfi tilefni til. Þá var sambands- stjórn falið að taka upp við stjórnarvöldin samninga um kaup í opinberri vinnu — og skal kaupið eigi vera Jægra en á vinnusvæði þess verkalýðsfólags, sem uæst er vinnustað — og ef svæðið er í umdæmi tveggja eða fleiri fólaga, þá verði kaupið eius og það er á þeim stað, þar sem það er hæst. Á þingi Alþýðuflokksius voru ýmsar ályktanir gerðar. Þar á meðal var ein um ]>að, að komið yrði fastri skipan á æðstu stjórn landsins til frambúður. Þá lýsti flokkuriun yfir vilja sínum til samvinnu um stjórn við hina lýðræðisflokkana, en þó setti þing- ið skilyrði fyrir slíkri samvinnu. Ekki verði hagur neinnar stótt- ar fyrir borð borinn eða dreginu taumur einnar á kostuað heild- arinnar. í skattamálum verði gerð breyting, er hnigi í þá átt, að tekið só tillit til breyttrar að- stöðu um verðlag og tekjur. Ennfremur, að útsvarslöggjöf- inni verði breytt, komið 1 veg fyrir of liá og ósanngjörn útsvör á launþega, en þó bæjar- og sveita- félögum sóð fyrir nægilegum tekjustofnum. Iunlieimta allra opinberra gjalda só framkvæmd af sama aðila og dreifist á 10 mánuði ársius. Gerð verði gang- skör að því, að lialda dýrtíðinni niðri, og mjög strangt eftirlit verði liaft með mönnum og flokk- um, sem aðhyllast erlendar of- beldisstefnur. Þeir menn, sem beittu sór liarðast gegn breytingunni á Al- þýðusambandinu, voru þeir for- maður Pi’entarafólagsins, eins þrautreyndasta og sterkasta verkalýðsfélags í laudinu, Magn- ús H. Jónsson, og svo aðalupp- hafsmaður verkalýðshreyfingar- innar, Ólafur Friðriksson: Magnúsi fórust meðal annars orð á þessa leið: „Ef breytingarnar verða sam- þykktar, eru verkalýðssamtökiu að afsala sór völdum yfir þeim stjórnmálaflokki, sem þau hafa skapað. Engin verkalýðsfólög geta verið ópólitísk. Barátta okkar fyrir bættum kjörum við viununa er lítils virði, ef við stöndum berskjaldaðir á löggjaf- arsviðinu. Til þessa hefir Al- þýðuflokkuriun verið sverð okkar og skjöldur. Reynslan liefir sýnt, að við getum aldrei átt neins góðs að vænta frá íhaldinu, Framsókn og kommúnistum. Við í verkalýðsfélögunum höfum skapað Alþýðuflokkinu, og við eignm ekki að afsala okkur þess- ari eign okkar“. Þetta sagði formaður og full- trúi menutuðustu og fólagsvön- ustu verkalýðsstéttarinnar í land* inu, p r e n t a r a n u a.“ Ólafur Friðriksson sagði: „Þessi sameining verkalýðsmál- anua og stjórnmálabaráttunnar, eius og hún á sór stað í Alþýðu- flokknum og Alþýðusambandinu, hefir gert það að verkun, að verkalýðurinn á Islandi hefir náð því á tæpum aldarfjórðungi, sem tekið hetir verkalýðinn erlendis 50—60 ár að ná, vegna þess, að liann hefir orðið ósamtaka á þessum tveimur sviðum. Alþýðu- sambandið er vígi verkalýðsins, og það á ekki að víkja úr þvi, þó að fjandmennirnir hrópi.“ En nú hefir breytingin verið gerð — og * nú mun sjálfsagt ekki__standa á vilja kommún- ista og íhaldsins til alvarlegra starfa að sönnum hagsbótum verkalýðsins innan Alþýðusam- bands íslands. Bráðum fær þetta að sýua sig. Þá sór verkalýðurinn enn á ný, hverjir eru vinir hans. Nú er ekki lengur neitt yfirvarp eða skálkaskjól fyrir fóndur vefka- lýðsins, eins og ákvæðin um setu á sambandsþingi voru að nokkru leyti orðin.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.