Skutull - 23.11.1940, Blaðsíða 3
S K U T U L L
15 Ö
Alþýðufólk, vepzlið við Kaupfélagið á ísafirði.
slit. Næsta haust, er sköli skyldi
taka til starfa á uý, — (eins og
reyndar á hverju hausti) var
auðvitað enginn stundakennari
til við skólann. Þar af er aug-
Ijóst, að engan af stundakenn-
urum seinasta vetur var hægt að
svipta störfum. Þeir höfðu þau
ekki lengur. — Eða mundi kaupa-
kona, sem ráðin var hjá Arn-
grími bónda í surnar, með réttu
geta hermt upp á hann svik eða
starfssviptingu, þótt hann róði
aðra kaupakonu næsta sumar?
Eg hygg, að allir teldu slikt
augljósa fjarstæðu. En alveg er
þessu eins farið með stunda-
kennarana. Þeir eru ráðnir vetur
og vetur í senn — eins og
kaupakonur eru ráðnar eitc og
eitt sumar í einu.
Haustið 1939 fól skólanefnd
mér einnig að „athuga um að
gera tillögur um ráðningu stunda-
kennara við skólannw, eins og
orðrétt stendur í fundagerð
skólanefndar 7. október það haust.
— Á næsta skólanefndarfundi
lagði ég fram tillögu mína um
ráðningu 10 stuodakennara. Var
einn liður hennar sá, að Haukur
Helgason bankafræðingur tæki
við bókhaldskennslu skólans, en
hón er samtals, eins og fyrr er
sagt, einar 4 stundir á viku.
í fundargerð skólanefndar frá
7. október 1939 stendur svo
ráðning skólanefndar á stunda-
kennurum skólans fyrir það ar
bókuð með þessum orðum:
„Nefndin samþykkir þessar til»
lögur skólastjóra.
Fleira ekki gert. Fundarbók
upp lesin og staðfest“.
Og þarna fóru með ráðningar-
valdið þeir Jens Hólmgeirsson,
Jón A. Jónsson og Helgi Hann-
esson.
Það var því ekki einusinni
svo, að Guðmundur Hagalin,
þessi „háskalega pólitiskiu for-
maður skólanefndar, stæði að
þessari ráðningu hins nýja bók-
haldskennara. Nei, heldur var það
JónAuðunn, og gerði hann
enga athugasemd við. Hefði
honum þó verið i lófa lagið að
leggja til, að H. Aspelund yrði
ráðinn til starfans á ný. En það
gerði hann ekki. Veit óg því
fyrir vist, að hann hefir ekki
vænt mig um það, að óg með
tillögu minni væri að gera til-
raun til að „svipta Aspelund
starfi“ vegna stjórnmálaskoðana
hans. Að svo var heldur ekki
styðst auk þess, sem fram hefir
verið tekið, við það, að maður-
inn, sem ráðinn var í hans stað,
var enginn samflokksmaður
minn eða meirihlutans í skóla-
nefnd, heldur fylgjandi flokki,
sem ég hefi engu meiri mætur á
en íhaldinu.
Hygg ég dú, að um þetta
atriði hafi plöggin verið svo
greinilega á borðið lögð, að ég
verði ekki framar vændur um
pólitíska hlutdrægni i sambandi
við það mál. En svona skýr
svör Og reiðilaus af mér getur
Arngrímur fengið um hvert það
atriði, ergagnfræðaskólann snerta,
aðeins ef hann spyr beint og
fláttskaparlaust.
Ég geri nákvæmlega þá sömu
kröfu til sjálfs min og Arngrím*
ur segir Sigurjón Jónsson hafa
gert til sin og annara. — Þessa
kröfu, að pólitískar deilur skuli
ekki blandast skölastarfinu. Eg
bygg, enginn nemandi minna
hafi nokkru sinni orðið þess var
1 kennslu minni, hvað á daga
mína hefir drifið i bæjarstjórn
eða bæjarráði, og heldur ekki
hitt, hvort á mig hefði verið
ráðizt í blaði, eða ég staðið i
ritdeilu út á við um almenn
mál. Og þetta er einmitt síl
krafa, sem sjálfsagt er að gera
til hvers þess kennara, sem jafn-
framt hefir afskipti af opinberum
málum, hvort sem það eru sveita-
stjórnarmál eða landsmál, og
hvort sem af þvi leiðir funda-
rimmur eða blaðadeilur.
Það er því staðreynd, að þótt
ég árum saman hafi orðið að
verja mig fyrir ósvifnum og
illvigum árásum, eink&nlega frá
hendi Arngrims Bjarnasonar, þá
hefir ómurinn af þeim viðskipt-
um aldrei borizt inn í skólann og
þvi siður inn i kennslustofurnar.
Arngrímur Bjarnason er nefni-
lega — og sem betur fer — ekki
í mínum nemendahópi — eða
verður að minnsta kosti alger-
lega að teljast „utanskóla nem-
andiu, hafi hann eitthvað af
mér lært, sem reyndar sóst nii
ekki mikið mót á. En svo mikið
er víst, að af honum sjálfum
mundi ég aldrei státa.
Þá skal ég víkja að þvi, sem
ritstjórinn vogar sér að kalla
ásakanir sjálfs skólablaðsins til
min um dauflegt og hrörnandi
félagslif í skólanum.
Hafi ritstjóri Vesturlands lesið
annað en fyrirsögn áminnstrar
greinar í skólablaðinu, hlýtur
hann að hafa séð, að hún var
ekki skrifuð sem ásökun 1 minn
garð, heldur sem hvatning og
eggjan til allra skólasystkina
höfundarins um að taka öflugan
og almennan þátt 1 fólagsllfi
skólans.
Við, sem fullorðnir erum, vit-
um bezt, hve sorglega fátt það
er í þessum heimi, sem full-
koinið getur kallazt. Og sizt
mundi vera sanngjarnt að ætlast
til þess, að fyrsta viðleitni ung-
linga á 14—16 ára aldri til fé-
lagslegra starfa, bæri á sér
merki fullkomleikans. Það er því
ekkert undrunarefni, þótt frá þvi
só sagt, að í uDglingaskóla
skorti einhverja nemendur alvöru
í almennum fundastörfum, eða að
tiltölulega fáir tali á fundum.
Sýnir það ekki einmitt þann
rétta anda, að nemendur eggja
hver annan til að vera samtaka
um að mæta á hverjum skóla-
fundi, hverri skólaskemmtun,
tefla á taflfundum og daDsa á
dansæfingum? Er það ekki heil-
brigt, að nemendur þriðju deildar
eru hvattir til að láta ekki for-
ustu félagslifsiuu aðeins hvila á
örfáum mönnum, og nemendur
annarar og fyrstu deildar eggj-
aðir til að byrja þegar að báa
sig undir þann tlma, þegar á-
byrgð forustunnar í félagslífi
skólans komi til með að leggj-
ast á þeirra herðar? — Þetta er
mór allt saman gleðiefni, en
ekki hryggðar. Þetta tel ég vera
eins og vera ber, en sé alls ekki
í þvi nokkurn vott af ásökun i
minn garð, enda veit óg vel, að
svo er ekki.
Þessi grein i blaði neraenda,
sem nú. hefir, vonandi fremur af
vaDþekkingu en illgirni, verið
dregin inn 1 opinberar blaða-
deilur, sýnir það eitt, að nem*
endur hafa fyllsta skilnÍDg á
gildi góðs fólagslifs, og að þeir
vilja gera til sjálfra sín strangar
kröfur um öflugt og almennt
starf til eflingar þessum mikil-
væga þætti skólalifsins.
Ég held einmitt, að fyiirkomu-
lag mitt á félagslífi skólans, só
það lang skársta í minni«Sfull-
komnu skólastjórn. Þar hefi óg
falið nemendum allvíðtæka sjálfs-
stjórn. Og árangurinn er sá, að
nemendur flnna greinilega til
þeirrar ábyrgðar, sem á þeim
hvílir. Áhuginn fyiir því, að fé-
lagslifið sé ekki daufara en árið
á undan, er vakandi. Engin til-
hneiging kemur fram til að draga
fjöður yflr, í hverju fólagslíflnu sé
áfátt á hverjum tíma, engin til-
hneiging til að fegra sig og sín
verk í samanburði við fyrirrenn-
arana kemur fram. Og allt þetta
tel ég heilbrigðisvott — og hann
ánægjulegan. Nú er aðeins liðinn
rúmur mánuður af skólatímanum.
Og á þessum tíma hafa verið
haldnir þrír fjölmennir málfundir,
hafðar tvær vel sóttar dansæfingar,
þar sem nemendur hafa sjálfir
lagt fram upplestur, söng, hljóð-
færaslátt og smá ræður til skemmt-
unar, áður en farið var að dansa.
Auk þessa hafa allar deildirnar
haft fleiri og færri umræðufundi
hver út af fyrir sig; og nú eru
^Raigur er meðal hollustu
næringarefna. — Gefið börn-
um yðar, og elið sjálf, meira
af rúgbrauði.
Reynið rúgbrauð frá Bök-
unaríélagi Isfirðinga.
Bæði seydd og óseydd.
Ekkert brauðgerðarhús á
I Vesturlandi framleiðir nú
I meira af þessari brauðteg-
I und en Bökunarfélagið.
Nýtízku tæki til brauðgerðar.
Káputau,
ensk — falleg og vönduð —
nýkomin.
Verzl. Karls Olgeirssonar.
nemendur í óða önn að undiibúa
sína 1. desembeiskemmtun. Hór
við má svo bæta því, að um
hveija helgi hefir verið útilega í
Birkihlið, og í þeim hafa svo að
segja allir nemendur skólans tekið
þátt. Heflr útileguáhuginn aldrei í
sögu skólans verið jafn almennur
og í vetur. Enn er þess svo ógetið,
að nemendur hafa nú sjálflr á
eigin spýtur, samið, gengið frá og
gefið út dálítið skólablað, sem ég
tel vera þeim til sóma. Það er að
vísu ekkert háfleygt eða andríkt
— enda væri það sízt kostur
— en það er sannur vottur um
góðan vilja til snyitilegrar með-
ferðar á móðurmálinu, og upp-
fyllir að mínu áliti í bezta lagi
þær kröfur, sem gera má til
14—16 ára unglinga.
Þetta er skrumlaus og fáorð
frásögn af félagslífi skólans, eins
og það heflr verið, það sem af er
þessum vetri. Og óg er ekki kröfu-
harðari en svo, að mér flnnst hór
hafa verið innt af hendi mjög
sómasamlegt fólagslegt starf, þegar
litið er á það, hve mikib er af
nemendunum heimtað bæði af
bóklegu og verklegu námi.
Ég tek það að siðustu fram, að
það er mín meginregla, að
drottna ekki yfir nemendum mín-
um í félagslífi þeirra, en ég sé
hins vegar um, að jafnan eigi þeir
kost leiðbeininga og aðstoðar frá
mér eða einhveijum kennaranna,
þegar nemendur óska og þurfa þess
með. Og það er sannfæring mín,
að á þennan hátt þroskist nem-
endur bezt í félagslegum störfum.
Enda er það samstarf, sem ég i
sambandi við þessi mál á við nem-
endur mína, eitt hið allra ánægju-
legasta í öllu mínu starfl.
Ef Arngiímur Bjarnason hefði