Skutull

Árgangur

Skutull - 23.11.1940, Blaðsíða 2

Skutull - 23.11.1940, Blaðsíða 2
SKUTULL 158 jMRannveig Hákonardóttir. Til er hljóð. Til er hljóð, sem heyrt ei eyrcið fœr — hœð og dýpt, sem ekkert mannlegt nœr, og til er það, sem þreifað varð ekki á, og það, sem danðlegt auga má ei sjá. Á lífsins reisu tát því maður hœgt, og leitarfálm þíns bróður dœmdu vægt, því oft þeim minnsta opinberað var, sem aldrei skildu stœrstu spekingar. G. Geirdal. Á mánudaginn var lézt hór í bænum Rannveig Hákonardóttir, kona Eyjólfs Bjarnasonar bókbind- ara. Hún var sjötíu og níu ára gömul. Rtnnveig var fædd 2 ágúst 1861 í Alviðru í Dýrafiiði og var af góðu og dugandi bændafólki komin. Biæður hennar voru þeir Jón Hákonarson, lengi bóndi á Felli í Dýrafirði og siðan á Meira- Garði, og Guðmundur, sjómaður og löngum vélstjóri, búsettur á Þingeyri. Systir Rannveigar var Kristín, sem gift var Þórarni Guðbjartarsyni sjómanni hór í bæ. Rannveig fluttist hingað til ísa- fjarðar og kynntist hór Eyjólfl, manni sínum, sem hór var þá í at- vinnu, en átti heima hjá foreldr- um sínum að Gillastöðum í Reykhólasveit. Fór Rannveig með honum suður þangað, og voru þau gefln saman í hjónaband þar syðra árið 1886. Höfðu þau því verið 54 ár í hjónabandi, þegar Rinn- veig lézt. Hingað til ísafjaiðar fluttust þau frá Breiðafirði árið 1890 — og hafa þau jafnan búið hór siðan. Eyjólfur heflr stundað bókband, ræktað hór tvö erfðafestulönd og haft alltaf nokkrar kindur og geit- ur og lengst af hest. Þá hafði Af því a5 hér er til umræðu stórmá!, sem flesta bæjarbúa snertir beint eða óbeint, bið ég ekki afsökunar á því, að ég ger- iet um það nokkuð fjölorður 1 annað sinn i dálkum Skutuls. Hins skal ég gæta vandlega að halda mér við umræðuefnið sjálft og skera gegn um allt það skarn, sem ritstjóri Vesturlands kastaði að mér í bræði sinni í seinasta Vesturlandi. Eg veit til fulls, að það hrín ekki á mér að neinu leyti, svo mér er meira að segja óþarft að grípa til „pbrluduftsins", sem hann sá ástæðu til að auglýsa að hann þekkti (það hvað annars vera fremur lélegt þvottaefni) hvað þá að ög þurfi að grlpa til sterk- ari hreinlætismeðala. Ég byrja þá með að endur- taka tilboð mitt til Arngrims Bjarnasonar um að koma hvenær sem vera skal og fyrirvaralaust í „skóla minn". Og til hins ætl- ast ég lika, og tel sjálfsagt að taka það fram, að ég óska einn- ig eftir því, að skólanefndar- menn Sjálfstæðisflokksins geri sér allt far um að kynnast því, hvort flokkspólitískum iróðri sé blandað sarnan við skólastarfið i gagnfræðaskólanum hér, og þá af hverjum. — í>etta tel ég, að þeirn beri að ganga úr skugga Eyjólfur áður á árum verzlun — og leDgi hefir hann haft söluum- boð fyrir verksmiðjuna á Álafossi. Þau hjónin voru alltaf mjög samhent í öllu, bæði starfsöm, dugleg, áhugasöm og yfirleitt bjartsýn. Þau höfðu sameiginlegan áhuga á bindindismálum, sam- vinnumálum og stjórnmálurr, störfuðu í stúkunni Dagsbrún frá því að hún var stofcuð, og létu sór bæði jafnannt um veg Sjálf- stæðisflokksins gamla hér í bæ — og síðan Alþýðuflokksins. Rann- veig var og meðal stofnenda Kaupfélags ísflrðinga. RmDveig var trygglynd með afbrigðum, iæðin, hressileg og glaðleg í viðmóti, hreinskilin og ákveðiD. Mun margur vinur og nábúi sakna hennar úr hópi hinna gömlu ísfirSinga — en mest og sárast hinn áttalíu og tveggja ára gamli bóndi hennar, en hann er karlmenni í lund og ekki víl- gefinn. Rannveig var barngóð með af- brigðum, en ekki varð þeim hjón- um barna auðið. Aftur á móti tóku þau til sín og ólu upp Eyj- ólf Randver Árnason, sem var kosinn bæjarfulltrúi hér á ísaflrði 1938. Hann á nú heima á Siglu- flrði og stundar þar gullsmíðar. um og skýra síðan frá niður- stöðu sinni, hvort sem hún yrði til að styðja aðdróttanir flokks- ritstjórans eða hnekkja þeim. Að öðrum kosti eru þeir ekki heilir raenn og hollir í stjórn skólans, en um það vil ég á engan hátt efast að óreyndu. Ljöst er af seinustu grein Arngríms Bjarnasonar, að mér á ekki að vera heimilt að hafa pólitiska sannfæringu, ég má ekki verja mig fyrir aurkasti og aðdróttunum í opinberum blöð- um, og ég má ekki vera bæjár- fulltrúi eða bæjarráðsmaður — af því að ég sé skólakennari. En hitt er lika jafn ljóst, að þessi sami Arngrímur hefir ekk- ert við það að athuga, að hvaða kennari sem sé, fylgi Sjálfstæðis- flokknum að málum, só i hrepps- nefnd eða bæjarstjórn, gegni oddvitastörfum, bjóði sig fram til þings, skrifi ádeilugreinar um menn og málefni — i Morgun- blaðið — og sé jafnvel póli- tfskur ritstjóri jafnframt kenn- arastarfinu. Nöfn manna eins og Jónasar Magnússonar, Bjarna Benediktssonar, Magnúsar Jóns- sonar og Sigurðar Kristjánssonar kennara, sem jafnframt var hér ritstjóri VesturJands — sanna fullvel, að þessi er afstaða þess ritstjóra, sem ihaldið hér beitir nú fyrir sig sem sverði og skildi í hverju máli. Einnst mönnum ekki til um heilindin? Finnst mönnum þetta ekki óhlutdræg og ópólitísk af- staða til manna og málefna? Finnst mönnum þessi tvöfeldni vera líkleg til sigurs fyrir dóm- stóli almennÍDgsáiitsina? Um syni Arngríms Bjarna- sonar er ég ófáanlegur að ræða í ritdeilu, þótt hann sé sá smekk- maður, að telja það hæfa. Þá kafla i grein ritstjórans, sem voru á svo óvönduðu hrogna- máli, að óskiljanlegic voru jafn- vel snjöllustu Islenzkumönnum i flokki ritstjórans sjálfs, vil ég heldur ekki minnast á. Ambögu- smiðurinn starfar á ábyrgð þess flokks, sem sérstaklega kennir sig við sjálfstæði þjóðarinnar, og nú iðkar hann málskemmda- listir sinar á þeim tímum, þegar fleiri og stærri hættur steðja að móðurmáli voru en nokkru sinni fyrr, allt frá upphafi Islands- byggðar. En þetta kemur ekki mér við. Sá hefir sjálfsagt nógu breitt bakið, sem ábyrgðina ber. En málglæpi nefnir prófessor Árni Pálsson Dýlega samskonar blekiðju blaðamanna og þá, sem vesturlandsritstjórinn lét seinast frá sér fara. Væri e. t. v. rétt að senda Árna framleiðsluna, og sjáifsagt er að birta hana i Skutli, þó seinna verði, bæjarbú- um almennt til aðvörunar og íhugunar. — Er ekki vandséð, að slika menn sem vesturlands- ritstjórann vill prófessor Árni kalla »málglæpamenn“. Skal ég nú snúa mér að þeim hluta vesturlandsgreinarinnar, sem skiljanlegur var: Arngrlmur spyr beint, hvernig óg svari ásökun um, „að ég hafi svipt stundakennara við skólann kennslu vegna stjórnmálaskoð- ana“. Þessari spurningu er mér ljúft að svara. Er þar skemmst af að segja, að um þetta er ég hafður algerlega fyrir rangri sök, — Þetta hlýtur Amgrími líka að vera ljóst sjálfum. Sern bæjar- fulltrúi veit hann vel, að skóla- stjóri hvorki ræður kennara né segir þeim upp störfum. Allar ráðningar bæði fastra kennara og stundakennara annast skóla- nefnd. Ég hefi aðeins tillögurétt um stundakennara, en ekki einusinni atkvæðisrétt um ráðn- ingu þeirra, þegar til þess kem- ur að ráða þá á skólanefndar- fundi. Af ummælum Arngríms sést, að átt muni vera við Harald Aspelund, sem hafði hór við skólann fjögra stunda kennslu á viku veturinn 1938—1939. Þenn- an mann róði skólanefnd á fundi sínum 11. október 1938 eftir til- lögu minni. Vissi ég þá jafn vel og nú, að H. Aspelund var sjálf- stæðismaður, og hefir þvi póli- tlsk afstaða mín til hans 1 engu breytzt til þessa dags. Má það e. t. v. vera til nokkurs skiln- ingsauka um það atriði, hve rammpólitískur ég só I kennara- vali til skólans, að af þeim fjór- um stundakennurum, sem ég lagði til að ráðnir yrðu, og skóla- nefnd réð, á þessum fundi, voru með vissu þrír þeirra ákveðnir pólitískir andstæðingar Alþýðu- fiokksins. Kennarar þessir voru: Harald Aspelund, frú Hertha Leósson og Tryggvi Þorsteinsson, en sá fjórði var Gunuar Klængs- son. Þeir, sem að þessari ráðningu stóðu, algerlega ágreiningslaust, voru: Sigurgeir Sigurðsson, Jón A. Jónsson, Eyjólfur Árnason, Finnur Jónsson og Jens Hólm- geirsson. Eða með öðrum orðum: Sjálfstæðismennirnir, kommún- istinn og alþýðuflokksmennirnir stóðu algerlega öklofnir að þess- ari ráðningu. Nú var ráðningar- timi allra þessara stundakennara útrunninn vorið 1939 við skóla- Skólamálin til annarar umræðu.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.