Skutull

Árgangur

Skutull - 09.08.1941, Blaðsíða 2

Skutull - 09.08.1941, Blaðsíða 2
SK UTtJLL „Vituð þép enn, eða livað?44 116 liugaioaður urn ýmiss mál. Hann fylgdist mjög vel með i stjórn- málum, var þar frjálslyndur, en gætinn. Þá hugsaði hann mikið um atvinnumál bæjarins og þjóð- arinnar og fylgdi þeim með vak- andi athygli og áhuga. En af öllum almennum málum hafði hann mestan áhuga fyrir kirkju- málum og bindindisstarfsemi. Hann var mjög lengi í sóknar- nefnd, var meðhjálpari í mörg ár, og forsöngvari syðra. Hann gekk í góðtemplarastákunaMorg- unstjörnuna árið 1886 og var siðan alltaf i Heglunni, hér i stákunni Nönnu. Gegndi hann mörgum tránaðarstörfum innan þessa félagsskapar. Uppeldismál voru honum mjög hugleikin, og fyrir fáum árum gaf hann tvö þásund krónur til barnaheimiiis hér á ísafirði. Bókhneigður var hann mjög, og las einkum mikið hin síðustu ár sin, eftir að hann var hættur að stunda iðn sÍDa. Bjó hann þá hjá dóttur sinni,*** Önnu, og manni hennar, Jónasi Tómassyni bóksala og tönskáldi, en var oft á sumrum norður á Hásavík hjá annari dóttur sinni, Sigríði, konu Þórarins Stefáns- Ronar bóksala. lngvar Vigfásson var með af- brigðum vandaður maður til orðs og æðis. Hann var hið mesta práðmenni i daglegri umgengni, en ekki lét hann troða sér um tær, og var hann hvass i svör- um, en ekki margorður, ef hon- um þótti við þurfa, og því var að skipta. Hann var prýðilega greindur — athugaði hvert mál vel, en var skoðanafastur, þá er hann hafði myndað sér skoðun. Þó var hann jafnan fás til að ræða af fullri athugun og sann- girni sjónarmið þeirra, sem voru honum að meira eða minna leyti ósammála um ýmiss mál. Sá, er þetta ritar, bjó nokkui ár í sama hási og á sömu hæð og Ingvar. Töluðum við oft sam- an, og var að ýmsu vikið, trá- málum, uppeldismálum, stjórn- málum, bókmenntum, atvinnu- málum, liðnum tímum o. s. frv. Það, sem mér virtist einkenna Ingvar, var áhugi hans fyrir öllu þvi, er hann taldi að gagni mætti koma — og svo liitt, að hann hefði beinlínis áhyggjur af öllu því, sem hann t.aldi miður horfa — hér í bænum, á íslandi og i heiminum. Honum var ekk- ert óviðkomandi. Hann vildi grandskoða hvert og eitt, áður on hann galt við þvi jáyrði sitt, en hins vegar var hann þó ekki þungur i dómum eða fullur hleypidóma um það, sem honum þótti horfa til hins verra — ef hann aðeins gat skilið það. Nýj- ungar allar vöktu hjá honum mikla athygli, en afstaðan til þeirra fór eftir því, hversu hon- ura virtust þær vaxa ár grasi. Fólk það, sem Bretar tóku hór á ísafirði aðfaranótt hins 8. júní í vor og fluttu til Bretlands, er komið heim fyrir aðgerðir hinnar íslenzku, lýðræðislegu ríkisstjórnar — eftir af hafa setiö vikum sam- an í fangelsi við venjulegt fanga- viðurværi. Fólki þessu er nú fagn- að af ættingjum og vinum, enda full ástæða 'til að telja það heimt úr helju. Það varð að hverfa frá ágætum lífskjörum og fyllsta frelsi til fúilar fangelsisvistar — og enginn vissi, nema það yrði sprengikúlum eða eldsprengjum hinna þýzku nazista að bráð — eða jafnvel tundurskeytum þýzks kafbáts. Þetta fólk hefir nú fengið íorsmekk ófrelsis og faiigelsisdval- ar, sem tugþúsundir frelsisunn- andi manna í ýmsum löndum heims eiga við að búa, og heflr þó ekki kynnzt þeim hörmungum, sem búnar eru ýmsum þeim, sem sitja í fangabúðum eða dýflissum einræðisríkjanna. Og sem betur fer, hefir það ekki orðið að sæta þeim refsingum, sem í einræðis* löndunum eru lagðar á þá, sem að einhverju leyti þykja hafa hag- að sér grunsamlega í sambandi við erlenda menn, er gruna mætti um njósnir eða skemmdarverk. Þær refsingar eru misjafnar að gimmýðgi, en víkja, eins og allrar veraldar vegur, allar Mað sama púnkt.“ Hér skal ekki fullyrt neitt um það, hvort hinir ísfirzku fangar hafa gert sór grein fyrir því, hvað þeim gekk til gerða sinna, en trú- Iegt er það, að hinn brezki vara- ræðismaður, víðförull og veraldar- vanur, hafl þó að minnsta kosti gert sór Ijós öll innri sem ytri rök málsins. Trúlegast er það, að allir þeir, sem þarna voru við riðnir, konur og karlar, bæði þeir, sem burtu voru fluttir og eins hinir, sem hér íengu að vera áfram í friði og velsæld, frelsi og ðryggi — já, trúlegast er, að allt þetta fólk hafi staðið i þeirri meiningu, að íslandi og ís- lendingum ynni það ekki ógagn Um liðinn tima var gott að leita fróðloika til hans, þvi að hann gerði þar hvorki að fegra né sverta, en yndi var konum að þvi, að minnast liðinna ára. Hann var heillamaður sjálfum sér og öðrum. Börn þeirra hjóna, önnur en þau, sem þegar kafa verið nefnd, eru Arnfriður, kona Jóns Olafs Jónssonar málarameistara hér i bæ — og Vigfás, pípulagninga- maður og blikksmiður, einnig básettur hér. Ingvari Vigfássyni fylgja hlýir hugir, — þakklæti, virðing og vinsemd. Guðmundur Gfslason Hagslfn. með gerðum sínum, hvort sem hvatirnar hafi nú verið nazistiskt ofstæki eða íslenzk góðvild og gestrisni — eða kannski. allt þetta í senn. En þunga ábyrgð hafa þeir, sem kynnu að hafa- með gælum sínum við nazismann leitt einhverja inn á hina háskalegu braut, sem enginn hefði getað sagt fyrirfram, að hvaða vegar- eða lífslokum kynni að hafa leitt hina ólánssömu. Afstaða Breta i þessu máli er öllum löngu ljós, og skal hún ekki rædd að þessu sinni, en það er annað, sem okkur öll varðar mjög mikið, Islendinga, og þá ekki sízt Vestflrðinga, sem eiga sína syni svo að segja á hverri fleytu, sem fer á milli Islands og út- landa, og á hverjum bát, sem flýtur hór á fjörðunum og úti fyrir þeim — og þótt víðar væri kannað kringum þetta land sjó- mannanna. Getur verknaður hins nú heimkomna fólks að nokkru leyti verið hættulegur, ef ekkert tillit er tekið til afstöðu Breta og bandamanna þeirra,gagnvart okkur íslendingum? Það virðist í fijótu bragði ekki geta verið neitt við það að at- huga, að liðsinnt só vegalausum útlendingi. Það gæti meira að segja virzt svo, að sjálfsagt væri, að hver sá, er það gerði, safnaði fjársjóði á himnum, hver sá, er veitti slíkum mönnum mat, húsa- skjól, fó eða flutning, vestur eða austur, ynni til loís og þakka frá öllum góðum drengjum. Þetta mun og þana veg hafa virzt i Noregi og víðar, þar sem á und- anförnum árum var veitt.ur hinn bezti beini þýzku farand- og nauð- leitarfólki, — já, þetta mun þann veg hafa virzt, unz Þjóðverjar gerðu innrás í Icndin undir leið- sögn þessara nauðleitarmanna — íarandi eflir Ijósmyndum, vegvis- um og skýrslum frá þeim hinum sömu. Þeir héldu sig líka vera að vinna góðverk og jafnvel þjóð- þriíastörf,Þjóðverjavinirnir í Belgiu, Hollandi, Noregi o. s. frv., sem héldu á laun Þjóðverja og veiltu þeim aðsiöðu til að vita um skipaferðir, strandgæzlu, veður- horfur til árása o. fl. Nýloga hafa verið birt í aðal- blaði Sjálfstæðisílokksins plögg nokkur, sem sýna, hvorn viðbún- að Þjóðverjar höfðu hór fyrir ó- íriðinn. íslendingur var fenginn til ‘ að hafa á hendi störf fyrir hina þýzku nazista. Hann skyldi afla ýmsra upplýsinga, en fyrst og fremst búa jarðveginn undir þýzka erjun með sem allra mestum og styrkustum áróðri. Hann reyndist ekki vaxinn því að uppfylla kröíur sinna þýzku húsbænda, og var þá sendur hingað Þjóðverji til þess að gera betur. Hann var látinn ná í sínar hendur öllum aðalviðskipt- unum við Þýzkaland, og af um- boðslaunum hans var svo tekið fó til áróðursins, og í raun og sann- leika voru það við fslendingar, sem borguðum brúsann. Þjóðverji þessi bar íslendingum hið versta söguna. Það skyldi bitna á þeim í viðskiptasamningum, hve vin- veittir þeir væru Bretum inni við beinið. Svo skall ófriðurinn ýflr. Og vorið 1940 hernámu Bretar ísland. Þá voru yfirleitt hinir þýzku áróðursmenn teknir hönd- um. Sumir fóvust i hafi, fyrir vopnum sinnar eigin þjóðar, aðrir sitja í íangelsi í Bretlandi og Kanada. En sigur töldu Þjóðverj- arnir sér vísan, og svo töldu þeir einnig, nazistarnir íslenzku. I september 1940 átti stríðinu að vera lokið með sigri Þýzkalands. íslenzkir nazistar voru svo sann- færðir um þetta, að þeir vöruðu lýðræðisvini í hópi vina sinna við þeirri hættu, sem yflr þeim væri vofandi. Úr innsta hópi áróðursliðsins í Reykjavík bjargaðist, einn maður. Hann leitaði vestur á fjörðu til fólks, sem hann treysti til að veita sér fulltingi. Hann mun hafa sagt því, að þó að það ætti kanski fyrir sór að liggja að komast fyrr eða síðar í hendur Breta, þá mundi hann ekki ljósta upp um nokkurn þann, er haíði veitt honum liðsinni. Ilanu heflr og að líkindum fullyrt, að hann væri aðeins fátækur og allslaus vesalings flóttamaður, sem hefði alls ekki í hyggju að gera að neinu leyti neitt illt af sér, heldur vildi hann aðeins forða sór undan fangelsisvist í Bretlandi. Og hon- um tókst að koma svo ár sinni fyrir borð, að hann gat óáreittur haft aðsetur sitt á einum afskekkl- asta bæ íslands — úti á yzta annesi, þar sem nauðasjaldan ber gest að garði, en vel sór til veð- urs og skipaíerða, einkum frá og til Vestíjarða. Þeim, er þetta ritar, er ekkert kunnugt um athafnir hans annað en það, að hans fyrsta verk, eítir að hann hafði verið tekinn af Bretum, var að gefa ýtarlega skýrslu um alla þá, sem höfðu á einhvern hátt veit.t hon- um liðsinni. Þetta er auðvilað nokkur vitneskja um þýzkar naz- istahugmyndir um drongskap, og eins vitum við öll, hverra erinda maður þessi var hór upphaílega — og hver hafa verið verk slíkra manna í hinum ýmsu löndum? Þýzkur maður hengdi sig í Reykja- vík sumarið 1938. Okkur grunaðí þá þegar, hvers vegna hann gerði það. Nú er okkur það ljóst. Hann átti ekki góða heimvon, eins og sagt var hór áður fyrr um deyj- andi rnenn, sem ekki höfðu guð- rækilega lifað. Og hverja heim- von myndi sá hafa átt, sem brugðizt hefði nazistaskyldu sinni

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.