Skutull - 30.05.1942, Síða 1
s KUTULL ntgefandi: Alþýðusamband Vestfirðingafjórðungs. Prentstofan tsrún. Dagatql lækkað verð — og Handbók kanpsýslumanna
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: GUÐMUNDUR GÍSLASON HAGALÍN. fæst i
XX. ár. ísafjörður, 30. nxai 1942. ‘22. tbl. Bókhlððunni.
Hvers vegiia er þetta mál
lekid upp nú og hvers getur
alþýðan vænzl al' lramgangi
þess ?
Þessar spurningar eru nú
bornar upp at' öllum þorra
manna, og er nauðsjmlegt, að
menn geri sér sem gleggsta
grein fyrir því, hvernig þeim
beri að svara.
Alþýðuílokkurinn var stofn-
aður af alþýðunni við sjávar-
síðuna til þess að bera fram á
þingi og í bæjar- og sveita-
stjórnum réttindamál hinna
vinnandi stétta. Flokkurinn
heíir aldrei haft á Alþingi
meirihlutaaðstöðu. Hann hefir
alltaf orðið að vinna að nauð-
synja- og réttlætismálum fólks-
ins í sambandi við aðra ílokka
— og þá oftast Framsóknar-
llokkinn. Þannig hefir Alþýðu-
tlokkurinn fengið fram togara-
vökulögin, lög um verkamanna-
bústaði, mikilvægar umbætur
á framfærslulöggjöfinni, rýmk-
un kosningarréttarins, trýgg-
ingarlöggjöfina o. ft., o. 11. Kn
um eitt mál heíir hann orðið
að hal'a samvinnu við Sjálf-
stæðisflokkinn, og |>að mál er
breytingar á kjördæmaskipun-
inui í laUdinu. Þar hefir Fram-
sóknarflokkurinn jaf'nan snúizt
öfugur við umbólum. Og nú
var svo komið á Alþingi, að
slerk samvinna var hafin milli
Framsóknar og sjálfstæðjs-
manna um að sitja sem l'astast
á rétli launastéttanna og hlut-
armanna, en veita þeim, sem
hal'a sérréttindaaðstöðu í Iíjóð-
félaginu, sem atlra mest l'relsi
lil að neyta þessarar aðslöðu
sér til auðgunar.
Þegar svona var konxið, var
það auðsætt, að Alþýðutlokk-
urinn gfeti ekki látið hjá líða
að laka kjördæmamálið upp á
nýjan leik. Einmitt í krafti
r a nglá tr ar kj ördæm a sk i p unar
sá l'ramsóknarflokkurinn sér
fært að þverbrjóta lög á fauna-
stéttum og hlutarmönnum. Og
þarna var líka tækifærið lil að
rjúla hina nánu samvinnu
hinna íhaldssömu flokka, þar
sem Sjálfstæðisflokkurinn með
sína mörgu kjósendur við sjávar-
síðuna á í þessu máli samleið
með flokki alþýðunnar. Og nú
er samvinnan milli Framsókn-
ar og Sjálfstæðisflokksins rofin
í bili.
En livaða gagn getur svo al-
þýðan vænt sér al stjórnar-
skrárbreytingunni ?
Við hana jafnast atkvæðis-
réttur manna í landinu, og svo
framariega sem alþýðan sjálf
viil ná tökum á þingi og stjórn,
þá veitist henni þess kostur.
Vegna samstarfsins viðFram-
sóknarflokkinn hefir Alþýðu-
flokkurinn hliðrað til fyrir
Framsóknarmönnum við kosn-
ingar og þá einkum látið hjá
líða að taka upp harðvítuga
sókn í sveitum landsins. En
framvegis verður Alþýðuflokk-
urinn að leggja áherzlu á það,
að fá öll sín atkvæði, hvar sem
þau eru á landinu og vinna
engu síður að útbreiðsiu stefnu
sinnar í sveitum en í bæjum.
Hann á sitt hlutverk að vinna
meðal bændanna, engu síður
en meðal launþega og hluta-
manna við sjóinn. Og l. d. á
Norðurlöndum var svo komið,
að fjöldi af bændunum kaus
frambjóðendur Alþýðuttokk-
anna. Þetta mun verða eins
hér, þegar skörulegur málflutn-
ingur verður tekinn upp í sveil-
unum al' hendi Alþýðuflokks-
ins.
Nú á hann að starfa bein-
línis með það fyrir augum að
ná sem l'yrst því takmarki, að
verða meirihluta-flokkur á Al-
þingi, tlokkur, sem ræður þar
skipán málanna fyrir hið vinn-
andi fótk í sveit og við sjó.
En aðstöðu til þessa gat
liann ekki fengið nerna með
nýrri breýtingu á stjórnar-
skránni.
Húsmæðraskólinn.
Hinu síðara fjögurra mánaða
námsskeiði húsmæðraskólans
lýkur í dag. Hafa próf staðið
yfir undanfarna daga og sýning
á handavinnu námsmeyja, sem
voru 15) að Jxessu sinni.
Upp úr mánaðamótunum
verður hálfsmánaðar mat-
reiðslunámsskeið f'yrir konur,
og síðan ánnað jafnlangt fyrir
matsveina.
Byggingar í bænum.
Eins og áður liefir verið frá
skýrt, er hafin bygging verka-
mannabústaðanna — og er þar
um að ræða 12 íbúðir, enjafn-
vel ráðgert að bæta 4 við þeg-
ar í lxausl. l>á hefir Ingimund-
ur Ögmundsson reisl tveggja
íbúða hús við Hlíðarveg, þó
að það sé raunar ekki ennþá
J'ullgert. Ennlremur er ýmist
hafin eða ákveðin í sumar, ef'
efni ogVinnukraftur leyl'a, bygg-
ing fjölmargra annara íbúðar-
lnisa. Við Urðarveg ofanverðan
byggja lítil liús Veturliði Vet-
urliðason og h. f. Iljörgvin. Við
Eyrargötu byggja Indriði Jóns-
son og Símon Helgason 3ja
íbúða hús, Indriði Guðjónsson
2ja og Daníel og Óli Sigmunds-
synir 2ja. Á horni Hlfðarvegs
og Eyrargötu byggja Ólafur
Halldórsson og Halldór Ólafs-
son 2ja íbúða hús, en hinurn
megin á móturn sömu gatna
Anton Ólafsson og þrír menn
aðrir fjögurra íbúða hús. Við
Hlíðarveg byggir Gísli Þor-
bei'gsson hús með tveimur íbúð-
um, Óli Pétursson hús með
einni íbúð og að líkindum
Heliiel Friðriksson einnig ein-
býlishús einhvers slaðar þarna
upp frá. Á horni Sólgötu og
Fjarðastrætis er Guðmundur
Halldórsson og fleiri að byggja,
fjögurra íbúða hús.og Marzelíus
Bernharðsson nnin byggja
tveggja íbúða hús við Austur-
völl. Loks er SaÍÖrne Björns-
dóttir flutt í nýtt og ekki l'ult-
gerl hús við SeljaUmdsveg.
Rafveitan.
Á seinasta hæjarstjórnar-
fundi var Hannibat Valdimars-
syni skólastjóra falin fram-
kvæmdastjórn við hinar nýju
vi rkj u narfr a rnk væm di r, ,1 ón i
Guðmundssyni falin verkstjórn,
en Guðm. G. Kristjánssyni falið
að mæla l'yrir vatnspípxinni.
A Hvítasunnudag —
þegar konxið var l'asl að
miðnætti, kviknaði í [xeim
enda rafstöðvarhússins að
Fossurn, sein í á að koma
hin nýja vélasamstæða. Bruna-
fiðið var kvatt á vettvang, og
tóksl að slökkva án þess aö
tjón yrði á leiðslunx eða vél-
um. Ekki hefir orðið upplýst,
hver verið hafi upptök eldsins.
Bæjarstjórn
hefir kosið í byggingarnefml
Juismæðraskólans hér í bænum
Hannibal Valdimarsson, Jón-
ínu Guðmundsdóttur kennslu-
konu og Ragnar Bárðarson
byggingarmeistara.
Fimmtugsafmæli
átti á hvítasunnudag Eggerl
Samúelsson, starfsmaður við.
timburvei'zlun Ivaupfélags ís-
firðinga. Eggert er afar-vinsæll
maður, og heimsóttu hann
margir vinir hans á fimmtugs-
afmælinu. Bárust honunx mörg
skeyti og margar gjafir.
Sama dag varð fimmtugur
Olat'ur Hjartar, vélsmiður á
Þingeyri í Dýralirði. Hann hefir
í fjölda mörg ár starlað við
vélsmiðju Guðmxindar Sigurðs-
sonar og verið jiar stéypumað-
ur. Er Olafur lelinn hinn mesti
kunnáltiunaður við verk sitt.
Ólafur er gleðimaður, skemml-
inn og gamansamur, og Ixefir
sjállsagl verið glatl á lijalla og
gestkvæml hjá lionum fimm-
tugum.
Kj öskrá.
Þar eð kjördagur hefir verið ákveðinn 5. júlí
n, k., framlengjast hér með frestir þeir, er getið
var um í auglýsingu minni dags. 25. apríl s. 1.,
þannig, að kjörskrá til alþingiskosninga í ísatjarð-
arkaupstað liggur frammi á bæjarskrifstofunni við
Austurveg hér í bæ til 13. júní n. k., að þeim
degi meðtöldum.
Kærur út af kjörskránni skulu vera komnar til
bæjarstjóra fyrir kl. 12 á miðnætti hinri 13.
júní næstkomandi.
Bæjarstjórinn á ísafirði, 30. nxaí 1942.
Þorsteinn Sveinsson.