Skutull

Årgang

Skutull - 13.11.1943, Side 1

Skutull - 13.11.1943, Side 1
SKUTULL Útgefandi: Alþýðusamband Vestfirðingaf j órðungs. XXI. ár. ísafirði, 13. nóv. 1943. 39. tbl. Fólk er vinsamlegast beðið að panta helzt myndatöku fyr- irfram. Myndastofan er upphituð. M. SIMSON. Messað verður í Isafjarð- arkirkju á morgun kl. 2 e. h. Byggjum lýðveldið á bjargi hins fyllsta drengskapar. Ólafur Thors og kommúnistar eru komnir á flótta í sjálfstæðismálinu. Fullyrðingar um fyigi ríkisstjórnar- innar við óðagotsleiðina eru biáber ósannindi. Vitnisburðir dr. Björns Þórðarsonar forsætisráðherra og dr. júris Einar Arnórssonar dómsmálaráðherra, full- trúa Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórninni. Sjálfstæðisgusu mikla sendi Sigurður frá Vigur frá sér til eyðufyllingar i seinasta Vest- urland. Var því þar haldið fram, að i yfirlýsingu rikis- stj órnarinnar í sj álfstæðismál- inu kæmi i ljós fylgi við óða- gotsleiðina. En þetta er rangt með öllu. Stjórnin tók þar fram skýr- um orðum,- að hún vildi ekki blanda sér í þá deilu. Þannig varðist hún allra frétta um það í yfirlýsingu sinni, hver væri hennar af- staða til málsins, og er þó reyndar furðulegt í slíku stór- máli. En sökum þess, hve óháð liin óþinglega ríkisstjórn er vilja þingsins, taldi hún á- stæðu lil að gera það landslýð kunnugt, hvort hún mundi Leysa þetta mál i samræmi við þingviljann, þegar hann kynni að verða látinn í ljós. Var yfirlýsing stjórnarinnar á þá lund um þetta atriði, að hún mundi framkvæma vilja þingsins i sj álfstæðismálinu, en legði þó ríka áherzlu á, að þingið gæli orðið sammála um lausn þess. Nú er það vitað mál, að sammála verður þjóðin ekki um óðágotsleiðina. Þar skerst greinilega i odda um drengi- lega og ódrengilega leið. Þetta er ríkisstj órninni mæta vel ljóst. Hinsvegar mundi hæði þing og þjóð verða sanunála um kjarna málsins, stofnun lýðveldis á lslandi, ef óðagots- mennirnir vildu leggja ofur- kappið til hliðar og hætta að klifa á vanefndum af hendi Dana, og liverfa að lýðveldis- stofnun samkvæmt hinni á- hættulausu og drengilegu leið, sem hafnar einhliða sambands- slitum, meðan bæði Danir og Islendingar eru hernumdar þjóðir. Með tilmælum sínum um sameiginlega lausn getur stjórnin þvi ekki meint annað en það að biðja óðagotsmenn að gæta fulls drengskapar og laga um lausn málsins. Að öðru leyti getur hvorug- ur deiluaðili í sjálfstæðismál- inu tekið sér yfirlýsingu stj órnarinnar útaf fyrir sig til tekna. Verði hraðskilnaðar- leiðin farin, ætlar stjórnin að visu að framkvæma þingvilja, svo að ekki þurfi að hrófa upp nýrri stjórn til þess eins, og verði hin áhættulausa leið far- in, ætlar stjórnin einnig og ekki síður að framkvæma formsatriði málsins á þeim grundvelli. En er þá ekkert vitað um afstöðu núverandi ríkisstjórn- ar til sjálfstæðismálsins? Hér skal aðeins bent á vitneskju sem liggur skjallega fyrir um afstöðu tveggja ráð- herranna, þeirra dr. Björns Þórðarsonar forsætisráðherra og dr. Einars Arnórssonar dómsmálaráðherra. — Mætti furðulegt heita, ef ekkert þætti upp úr því leggjandi, sem þess- ir menn, bæði vegna þeirrar stöðu, er þeir nú gegna fyrir þjóðina og svo vegna mennt- unar þeirra og viðurkenndra vitsmuna, segja um þetta mál. Dr. Björn Þórðarson forsæt- isráðherra ávarpaði þjóðina í útvarpið 1. desember siðastlið- inn. Hefir ræða þessi verið birt í tímaritinu Helgafell. Þar stendur m. a. þetta: „Sjálfstæðið höfúm vér öðl- azt á grundveíli laga og réttar, og því aðeins getum vér orðið hlutgengur aðili í samfélagi ])jóðanna, að enginn skuggi falli á mannorð vort í því efni, þar megum vér aldrei tefla á tæpasla vaðið". Um meðferð sjálfstæðismál- anna á árinu 1942 (en þá voru þau undir stjórnarforustu Ól- afs Thors) sagði dr. Björn Þórðarson meðal annars: „Ég skal ekki þreyta hlust- endur á því að rekja lengur hinn raunalega gang þessa máls, því að það væri endur- tekning á því, sem allir vita. En ástæða er til að benda á það, að vér höfum fengið með nokkurra mánaða millibili ráðleggingu og bendingar frá tveimur lieimsveldum, sem eru vinir vorir og verndarar, um það, hvernig vér ættum EKKl að haga oss . . . “ „ ... Annars er það ihugun- arvert livort þessar aðvaranir gegn því, að vér einhliða IgsE um sambandssáttmálann úr gildi fallinn og segðum kon- unginum upp, eru ekki einnig fram komnar af því, að réttur vor til þessara athafna þyki EKKl MEÐ OLLU TVl- MÆLALAUS. En hvað sem því líður, er æskilegt að kom- ast hjá aðvörun í þriðja sinn“. Þarna liggur fyrir ótviræður vitnisburður þess mæta manns, dr. Björns Þórðarsonar for- sætisráðherra, til sjálfstæðis- málsins, eins og afstaða hans var fyrir tæpu ári síðan. I ræðu, sem hann hélt 17. júní siðastliðinn tók hann mjög í sama strenginn. Og svo kemur Vesturlandið nú, og segir þjóð- inni, að ríkisstj órnin sé reiðu- búin til að fylgja óðagots- mönnum í sjálfstæðismálinu. — Það er svo sennilegt, að slikur maður hafi tekið svo flausturslega afstöðu til máls- ins í upphal'i, að liann sé nú hlaupinn frá henni við nánari yfirvegun ! ! Því má hver trúa sem vill, enda liggur ekkert fyrir, sem bendi í ])á átt. Þá er það afstaða dr. júris Einars Arnórssonar, núverandi dómsmálaráðherra, eins hins lærðasta og gáfaðasta lögfræð- ings þjóðarinnar meðal núlif- andi manna. Svo vel vill til, að um af- stöðu þessa ágæta manns til sjálfstæðismátsins og einkan- lega um sambandsslit við Dan- mörku liggja fyrir góð og gegn prentuð skilríki. Eru orð hans þeim nnm veigameiri fyrir þá sök, að þau eru rituð, áður en mál- þetta varð deilumál, og er að finna í lögfræðilegu vís- indariti, sem höfundurinn nefndi: Þjóðréttarsamband Islands og Danmerkur. Þar segir Einar Arnórsson meðal annars þetta: „Þá má vera, að annaðhvort ríkið ryfi samninginn í veru- legum atriðum. Oft mundi það velta á skilningi á fyrirmælum sambandslaga, hvort samn- ingsrof skyldi lelja framin eða ckki, og ávallt mundi tryggast að leggja ágreining um þau efni í gerðardóm, og géra samningsrof e k k i gildandi, fyrri en gerðardómur hefði úr- skurðað þau framin. Og samn- ingsrof þurfa að vera veruleg, til þess að réttlæta uppsögn á sáttmálanum. Einnig það atriði væri heppilegt að leggja undir gerðardóm“. (bls. 126—127.) Og ennfremur segir Einar Arnórsson i hinu sama vísinda- riti sínu: „Vera má ennfremur, að framkvæmd sambandslaganna kynni að einhverju leyti að frestast vegna óviðráðanlegra atvika. Þetta gæti orðið, ef annað rikjanna yrði tekið her- skildi í bili (okkuperað), eða ef það aðeins lenti í ófriði. Danmörk gæti orðið ómögulegt að fara með utanríkismálaúm- boðið, ef hún lenti í ófriði, nema að nokkru leyti. Og frestaðist þar með framkvæmd sambandslaganna að nokkru leyti“. (bls. 127). Nú er það einmitt nákvæm- lega þetta, sem gerzt hefir, og af því á að leiða, ekki brott- fall sambandslaganna, eins og yl'irlýst vár með samþykkt Al- þingis 1940, heldur aðeins frestun á framkvæmd þeirra í bili. Þar að auki segir Einar Arnórsson, að ávallt s<^ örugg- ast að leggja ágreinmg um meint samningsrof undir gerð- ardóm.'- Eins og allir vita, hefir þctta ekki verið gert, og það er nú eitthvað annað en að óðagots- mennirnir vilja gefa sér tóm til slíks. — Hvað ætli þeir kipptu sér upp við það, ])ótt gerðardómur eða alþjóðadóm- stóll yrði síðar að dæma stofn- un hins islenzka lýðveldis ó- löglega og byggða á samriings- rofum og svikum við sam- bandsþjóð vora. — En þjóð- inni mundi svíða undan slíku, og það mundi setja ævarandi smánarblett á íslenzkan heiður. Ritstjóri Slcutuls er ekki lög- lræðingur, en hann var vel kunnugur sambandslögunum. Og honum var það vel ljúst. að i milliríkj amálum verður orð- Framh. á 3. síðu.

x

Skutull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.