Skutull - 13.11.1943, Side 3
SKUTULL
157
Alþýðufólk, verzlið við Kaupfélagið á Isafirði.
OWiilll—ITTTr'limilWWBIIIBia——————————M—
því að drykkjuskapur se með
minna móti en áður hér í bæ. —
Það eru skaplitlir menn, sem geta
látið hafa sig til þess að verðhæta
ónýtt kjöt í Krísuvíkurhrauni.
Laxdalskvöld.
Þann 11. þessa mánaðar hélt
Sunnukórinn hljómleika í Alþýðu-
húsinu og söng einungis lög eftir
Jón Laxdal tónskáld undir stjórn
Jónasar Tómassonar.
Var aðsókn svo mikil, að selja
varð allmörg stæði, og urðu þó
margir frá að hverfa.
Einsöngva sungu frú Jólianna
Jolinsen, ungfrú Helga Ágústsdóttir
og séra Sigurður Kristjánsson.
Tvísöngslögin sungu þeir Tryggvi
Fr. Tryggvason og Jón Hjörtur, en
við hljóðfærið voru þær frúrnar
Áslaug Jóhannsdóttir og Sigríður
Jónsdóttir.
Var þetta fjölbreytt og góð
skemmlun, enda munu bæjarbúar
fylla Alþýðuhúsið aftur, þegar
Sunnukórinn syngur næst, en það
verður á mánudaginn.
Bíó Alþýðuhússins
sýnir:
Laugard. og súnnud. kl. 9:
KON A
MIKILMENNIS
(The Great Man’s Lady)
Amerískur sjónleikur
frá Paramount.
Aðallilutverkin leika:
Barbaia Stanwyck
Joel Mc. Crea
Brian Donlevy
Sunnudag kl. 5:
VESTURFARAR
Siðasta sinn.
Barnasýning.
Byggjum lýðveldið á
bjargi,
Framhald af 1. síðu.
heldni og áreiðanleiki i al-
þjóðaviðskiptum að koma okk-
ur Íslendingum i stað bæði
landhers og -lofthers og flota.
Skutull tók þá afstöðu, er
hann nú fylgir i Sjáll'stæðis-
málinu fyrstur allra íslenzkra
blaða, enda kallaði Jónas frá
Hriflu það þá strax hjáróma
rödd. En hvor afstaðan er nú
•
hjáróma röddin meðal þjóðar-
innar. Það getur verið val'a-
mál. Sjálfstæðisflokkurinn er
mjög klofinn um málið eins og
sannaðist með áskorun hinna
270 kjósenda til Alþingis.
Sama má segja um Framsókn-
arflokkinn. Út af þessari ó-
þægilegu staðreynd fer svo
Vesturlandið að dreifa því út,
að Alþýðuflokkurinn sé einnig
rainklofinn um málið og að í
honum séu allir, nema tveir
þingmenn, Stefán Jóhann og
Finnur Jónsson, mótfallnir á-
liættulausu leiðinni, og séu
ólmir óðagotsmenn. Kemur
þetta illa heim við þá stað-
reynd, að öll hlöð ílokksins:
Alþjrðublaðið, Skutull og Al-
þjrðumaðurinn eru öll andvíg
óðagotsleiðinni. En málgögn
Alþ5rðuflokksins standa ekki
ein í þessu máli. Bæði Þjóðólf-
ur og Island, blað Árna frá
Múla, eru eindregin móti ein-
hliða sambandsslitum. Visir
hefir flutt greinar frá báðum
hliðum um málið. Og tímaritin
Straumhvörf og Helgafell, sem
hafa geysimikla útbreiðslu,
heygja harðvítuga baráttu
gegn óðagotsmönnum i Sjálf-
stæðismálinu. Þá má geta þess
merkisatburðar, að út er kom-
in allstór bók, rituð af 14 þjóð-
kunnum Islendingum úr öllum
flokkum, og er þar eindregið
varað við einhliða sambands-
slitum. Þessir menn eru: Guð-
mundur Hannesson prófessor,
Gylfi Þ. Gíslason docent, Hall-
grímur Jónasson kennari við
Kennaraskóla Islands, Ingimar
Jónsson skólastjóri, Jóhann
Sæmundsson læknir, fyrrum
ráðherra, Jón ólafsson lög-
fræðingur, Klemenz Tryggva-
son hagfrseðingur (sonur
Tryggva heitins Þórhallsson-
ar), Magnús Ásgeirsson rithöf-
undur, Ólafur Björnsson
dócent, Pálml Hannesson rekt-
or, Sigurður Nordal prófessor,
Sveinbjörn Finnsson verðlags-
stjqri, Tómas Guðmundsson
rithöfundur og Þorsteinn Þor-
steinsson hagstofustjóri.
Þessi atburður — útkoma
bókarinnar, Ástandið i sjálf-
stæðismálinu — sýnir bezt, að
Alþýðuflokkurinn stendur ekki
einn sem málsvari fyrir hinni
öruggu og drengilegu leið, og
það er óþarft að aumkva hann
fyrir að hafa tekið þessa af-
stöðu. Hann hefir valið sér hið
góða lilutskiptið, og verður þvi
að hafa það, hvort sem það
kostar hann atkvæðatap eða
ekki. Það er i sjálfu sér algert
aukaatriði, en einmitt þarna
sldn það í gegn um grunn-
liyggni Sigurðar frá Vigur, að
afstaða Sjálfstæðisflokksins er
tekin með tilliti til atkvæða-
veiða. Og verði honum gott al’
því.
Hér í Isafjarðarbæ og yfir-
leitt á Vestfjörðum mun það
vera almenna afstaðan að far-
in skuli í sjálfstæðismálinu
drengileg leið og áhættulaus,
sem í engu tefli málstað vorum
í tvísýnu eða setji blett á þjóð-
heiður Islendinga. Hitt eru
orðnar áberandi hjáróma
raddir, sem taka undir áróður
óðagotsmanna, þrátt fyrir
Ijækling Bjarna Benediktsson-
ar, sem dreift hefir verið inn
á hvert heimili i þorpum og
sveitum og gefinn út í stærra
upplagi en nokkur önnur bók
á Islandi allt til þessa. dags.
Þetta mál er eitt af þeim fáu,
sem á að vera hafið yfir alla
llokka. 1 því á hver maður að
fylgja sannl'æringu sinni. Og
það er einmitt þetta sem gei’zt
hefir. Skriðan. er komin af
stað. Islenzka þjóðin reisir
ekki lýðveldi sitt á samnings-
rpfiun og níðingsbragði. Hún á
ekkert í húfi. Hún á rétt á ein-
hliða lausn sjálfstæðismálsins,
er hún hefir fullnægt öllum
ákvæðum sambandslaga, og
því er sjálfsagt að gera það.
Islenzka ljðveldið verður að
ljyggja á bjargi fyllsta dreng-
skapar við bræðraþjóð vora,
annað er Islendingum ekki
sæmandi.
Hálf húseignin
Sundstræti 35 A er til sölu
rní þegar.
Tilljoð sendist undirrituðum,
er gefur nánari upplýsingar.
Réttur áskilinn til að taka
hvaða tilboði sem er, eða
hafna öllum.
Gísli Hólmbergsson,
Isafiiði.
Tilboð
óskast i húseignirnar nr. 10 og 12 við Tangagötu og verði
þeim skilað til undirritaðs, sem géfur nánaii uixplýsingai’,
fyrir 18. nóvembcr n. k.
Bæj arfógetinn á ísafii’ði, 9. nóv. 1943.
Jóh. Gunnar Ólafsson.
Kjötnáman í hrauuinu.
Blöð og útvarp hafa seinustu dagana flutt hina ótrúleg-
ustu fregn og ótótlegustu um tugi tonna af kjöti, sem hafi
verið kastað og síðan huslað suður í Krísuvíkurhrauni. Þá
hefir einnig fundizt allmikið af hangikjöti i Garðahrauni,
og stórgripakjöt og íshúskjöt hefir ennfremur fundizt á
ýmsum stöðum i nágrenni höfuðborgarinnar.
Islendingum runnu til rifja fregnirnar af því tiltæki
auðhringanna i Ameríku hér á kreppuárunum að brenna
kaffi og korni í miljóna tonna tali í þeim eina tilgangi að
geta haldið verðinu ofan við alla sanngii’ui. En hvað segja
nxcnn nú við matvælaeyðileggingu Islendinga, þegar milj-
ónir manna svelta víðsvegar um heim.
Aðalneyzluvörunni, senx islenzlcur landbúnaður fram-
leiðir, kjötinu, er haldið svo rándýrri, að kasa verður tugi
tonna af henni úti á viðavangi, áður en nýja kjötið kemur
á markaðinn.
Menn eru ekki búnir að gleyma þvi, að Sj álfstæðisflokk-
urinn gerði stjói-narbyltingu i kjötverðlagsnefnd síðastlið-
ið haust — rétt fyrir kosningarnar — og setti þangað Ing-
ólf á Hellu alþingismann til þess að tvöfalda kjötvei’ðið
frá því sem áður var.
Afleiðingarnar af þessunx stói’felldustu kosningamútunx
og jafnframt hinum svivirðilegustu, því að þær voru greidd-
ar af ríkisfé — eru nú komnar i ljós.
Kjöttunnurnar, sem kostuðu upp undir 1000 krónur.
stykkið, og landsfólkið hafði ekki efni á að kaupa, voru
urðaðar liundruðum sarnan út unx hraun og heiðar og á
öðrunx afviknum stöðurn núna rétt áður en sláturtíðin byrj-
aði, eftir að neytendurnir voru búnir að borga á það fullar
verðuppbætur.
Morgunblaðið þykist vera hneykslað yfir þessum fár-
ánlegu ósköpum, en þér ferst ekki, Flekkur, að gelta. Það
er íhaldið, scm með mutupólitík sinni í kjötuerðlagsmál-.
unum s. I. liaust ber þgngstu sökina í þessu stórhnegkslis-
rnáli.
Tíminn tekur aftxir að sér að verja þetta mál, ai' því
að Samband Islenzkra samvinixuíelaga átti eitthvað af
þessxx kjöti. Ber blaðið það á borð fyrir leseixdur sína, að
nú séu reykjavíkui’blöðin að heimta, að neytendum liefði
verið selt skenxmt kjöt, sem dýralæknir hafi heimtað að
væri kastað.
Þetta er hið ai’gasta bull. Auðvitað átti að gefa lands-
búum kost á að kaupa þetta kjöt með skaplegu verði áður
en það varð óætt, en ekki eftir það, og mætti ekki ætla kjöt-
vitringi á borð við Jón Árnason minna en að láta sér detta
þann viðskiptamöguleika í hug, áður en kjötið var orðið
maðkafæða.