Skutull

Árgangur

Skutull - 24.06.1944, Blaðsíða 3

Skutull - 24.06.1944, Blaðsíða 3
SKUTULL 87 / Alþýdixfólk, verzlið viö Kaixpfélagiö á ísafiröi. á Þingvöllum gleymist heldur eltki. Það er sá atburður, þeg- ar forsætisráðherra kvaddi sér liljóðs og skýrði frá lieilla- óskaskeyti Kristjáns konungs til íslenzku þjóðarinnar. Það var óhlandinn fögnuður sem þá var látinn i ljós á Þing- velli við öxará. — Boðskapur konungsins hafði vissulega náð til hjartnanna. Um það varð ekki villst. Þennan mann höfðu höf- undar auðu seðlanna svívirt' á undanförnum dögum og vik- um, nú höfðu allra augu opn- ast fyrir göfgi lians og mann- dómi, — en þeir höfðu sjálfir svívirt sína eigin þjóð. — Þannig urðu leikslokin á Is- landi þann 17. júni 1944. Fréttatilkynning frá skrifstofu forseta Islands. Þessar kveðjur bárust for- seta Islands til Þingvalla 17. júní: „Einlægar hamingj uóskir til forseta, stjórnar, Alþingis og Islendinga við stofnun lýðveld- isins. Guð blessi Island. Grettir Jóhannsson, ræðismaður, Winnipeg“. „Islendingar i Washington senda yður innilegustu heilla- óskir. Megi gifta fylgja störf- um yðar. Guð blessi lýðveldið og íslenzku þjóðina. Thor Thors'. „Einhuga íslenzkar heilla- óskir frá Moskva. Pétur Benediktsson“. „Færeyskir skilnaðarmenn senda hinu nj'ja íslenzka lýð- veldi beztu óskir sínar um á- framhaldandi andlegar og efnalegar framfarir. Suerri Patursson“. „Félag íslenzkra námsmanna í Minneapolis sendir þjóð sinni og yður, herra forseti, sínar hugheilustu árnaðaróskir á lýðveldishátið þjóðarinnar og óskir um blessunarrika fram- tíð lýðveldisins íslenzka. Björn Halldórsson“. „Mikil hátíðasamkoma allra íslenzkra félaga í Winnipeg samþykkti einróma í dag álykt- un úm að senda hjartanlegar heillaóskir til rikisstj órnar og Islendinga i tilefni af stofnun lýðveldisins. Valdimar Eyland, fundarstjóri". „Félag Islendinga í Van- couver sendk’ ldýj a.r kveðjur og lætur í ljós stolt sitl yfir stofnun hins íslenzka lýðveldis. Megi framtíð j)ess hlcssast og allar vonir þess rætast. L. H. Thorlaksson, vararæðismaður“. „Alúðarfyllstu árnaðaróskir lil islenzka lýðveldisins. Öska öllum blessunar guðs. Kitty Clieatham, New York. „Tökum þátt i liinni miklu hrifningu Islendinga og send- um einlægustu heillaóskir og vinarkveðj ur. Dr. Holbek, Montreux, Sviss“. „Iþróttasamband Islands og •íslenzkir íþróttamenn senda vinarkveðjur og árnaðaróskir með endurreisn hins íslenzka lýðveldis og forsetakj ör. Gæfu- ríka og farsæla framtíð. Benedikt G. Waage“. Reykjavík, 18. júní 1944. ★ Fréttatilkynning frá ríkisráðsritara. Fundur var haldfnn í ríkis- ráði að Þingvöllum 17. júni kl. 6 siðdegis. Voru þar staðíest lög um þjóðfána Islands og gefinn út forsetaúrskurður um sk j aldarmerki hins islenzka lýðveldis. Ennfremur voru gefin út að nýju embættisskilríki handa sendiherra Islands i London, herra Stefáni Þorvarðssyni, sendiherra Islands i Banda- ríkjunum, herra Thor Thors, og sendiherra Islands í Sovét- ríkjunum, herra Pétri Bene- diktssyni, svo og veitingabréf fyrir aðalræðismann Islands í New York, dr. Helga P. Briem. Staðfest voru lög um breyt- ingu á 85. gr. almennra hegn- ingarlaga nr. 19, 12. febr. 1940, og lög um laun forseta Islands. Gefin voru út aldursleyfi til vígslutöku handa guðfræði- kandidötunum Guðmundi Guð- mundssyni, Sigurði Guðmunds- syni og Stefáni Eggertssyni. Reykjavík, 18. júní 1944. Úr heimahögum. Hörmulegt slys. Þann 9. þessa mánaðar vildi það hörmulega slys til, að sex ára gamall drengur féll út af bæjar- bryggjunni og drukknaði. Dreng- urinn hét Reynir og var sonur Jóbanns Gunnars Ólafssonar bæjar- fógeta. — Er sár barmur kveðinn að þeim hjónum við sonarmissinn, og vottar Skutull þeim liina dýpstu samúð Isfirðinga. Mannsldt. Þann 9. júní lézt liér í Sjúkra- liúsinu Kolbeinn Jakobsson frá Un- aðsdal. Kolbeinn í Dal, eins og bann var áv'allt nefndur, var fæddur í Unaðsdal 13. sept. árið -1862, og voru foreldrar lians Jakob Kol- beinsson bóndi þar og kona hans Elísabet Þorleifsdóttir frá Sand- éyri. Kolbeinn í Dal var lengi brepp- stjóri og sýslunefndarmaðúr og gegndi ýmsum öðrum trúnaðar- störfum fyrir sveil sína og sýslu. Hann var greindur maður og i'róður, ötull sjósóknari um ára- tugi, enda braustmenni og garpur liinn mesti, Kona bans var Sigurborg Jóns- dóttir frá Bæjuin í Snæfjallaströnd. Nú seinast var Kolbeinn í Súða- vík lijá Jakob syni sínuin, og var heilsan þrotin, enda var hann, svo sem að framan segii-j kominn á níræðis aldur. Þorlákur Þorlúksson. Sama dag lézt að heimili dóttur sinnar hér í bænum Þorlákur Þor- láksson verkamaður, áttatíu og tveggja ára að aldri. Hann var fæddur að Lambanes-Reykjum í Holtalireppi, en fluttist til ísafjarð- ar árið 1920, og bjuggu þau Mar- grét Grímsdóttir ljósmóðir kona hans hér ávallt síðan. Þorlákur heitinn lærði ungur sjómannafræði og gegndi um skeið skipstjórn, en stundaði jafn- an búskap jafnframt. Ýmsum opin- berum trúnaðarstörfum gegndi hann fyrir sveit sína í Skagafirði og innti þau af hendi af mikilli alúð og samvizkusemi eins og allt annað, sem hann tók sér fyrir hendur. Nokkra seinustu mánuðina var Þorlákur mjög þrotinn að kröftum, en lífsgleði hans varð aldrei bug- uð. Hann var góður faðir og eigin- maður og góður samferðamaður. Elísabet Halldórsdóttir frá Bolungavík, kona Árna Elías- sonar, lézt hér á Sjúkrahúsinu 16. þessa mánaðar. Hún mun hafa verið um sjötugt. Þann 22. þessa mánaðar lézt í Sjúkrahúsi bæjarins Sigríður Þórð- ardóttir. Hún var háöldruð, lifði ógift alla æfi og var fædd hér á Isafirði 4. október árið 1863. Friöaröld. Það er almannarómur, að hér hafi varla sézt drukkinn maður á hátiðahöldunum 17. og 18. júní, enda var áfengisbúðinni lokað um vikutíma. Segir lögreglan, að það liafi verið ólíkt eða 17. júní síð- astliðið ár, en þá voru drykkju- skapur og drykkjulæti til hins inesta ósóma fyrir bæinn og bæj- arbúa. Ndins- og skemmtiför. Þann 6. júní lögðu þriðjubekk- ingar Gagnfræðaskólans af stað í liina árlegu skemmtiför sína. Héldu nemendurnir áleiðis til Siglufjarð- ar með Dettifossi, en þaðan til Hjalteyrar. Með bíl var svo farið til Akureyrar og þaðan í Vaglaskóg, að Goðafossi, um Mývatnssveit í Slútnes og upp í Námaskarð, en þaðan til Húsavíkur. Frá Húsa- vík var haldið að Laxárvirkjun og þaðan að Laugaskóla. Ur þessari för var haldið að Þverá í Eyjafirði, Laugalandi og Kristnesi. Auðvitað skoðuðu svo nemendurnir Akur- eyri náið og ýmsar stofnanir þar og í grenndinni. Frá Akureyri var farið í 26 manna bíl yfir öxnadalsheiði, um Skagafjörð, Blönduós, fram í Vatns- dal og að Reykjaskóla við Hrúta- fjörð. Næsta dag lá ieiðin um HoltVörðuheiði að Hreðavatni, í Reykholt, að Hvanneyri, um Fer- stiklu og fyrir Hvalfjörð til Reykja- víkur. 1 Reykjavík var haldið kyrru fyrir næsla dag, en því næst farið í Rannsóknarstofu Háskólans, háskólabygginguna, farið í Iiíl að Bessastöðum og til Ilafnarfjarðar, en þar var farið í sundlaugina ,og liinn undurfagra lystigarð Ilafn- firðinga, Hellisgerði. WIH'llflíllriliWíWWBflWMHWIPII—— I^.úgur er meðal holiustu næringarefna. — Gefið börn- um yðar, og etið sjálf, meira af rúgbrauði. Reynið rúgbrauð frá Bök- unartélagi Islirðinga. Bæði seydd og óseydd. Ekkert brauðgerðarhús á Vesturlandi framleiðir nú meira af þessari bráuðteg- und en BökunarfélagiO. Nýtízku tæki til brauðgerðar. Sumarbústaður minn í Tunguskógi er til sölu nú þegar. Lysthafendur snúi sér til undirritaðs, sem gefur nánari upplýs- ingar. Gunnar Bjarnason, innheimtumaður. TILBOÐ ÓSKAST i húseignina Fjarðarstræti 35 hér ásamt geymsluskúr og til- heyrandi eignarlóð. — Tilbob sendist undirrituðum fýrir næstkomandi mánaðamót. — Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafiía öllum. Nánari upplýsingar gefur Sigurður Guðjónsson, Vallarborg. Þakkarávarp. Innilegustu þakkir fyrir auð- sýnda samúð og hluttekningu við fráfall og jarðarför konu minnar og móður okkar, Svövu Guðmundsdóttur frá Tirðil- mýri. Sérstaklega viljum við þakka kvenfélaginu Hlíf, kvenfélag- inu Ósk og sóknarprestinum, Sigui’ði Krist j ánssyni, fyrir auðsýnda hjálpsemi og ein- stakan góðvilja. Halldór Borgarsson og börn. Þann 16. júní héldu nemendurn- ir á Þingvöll og voru þar til sunnu- dags, en á mánudagskvöld fóru þeir í leikhúsið, og á þriðjudag heimleiðis með Esju, og höfðu þá verið hálfan mánuð í förinni. Sjúkrasamlög « hafa ‘nú verið stofnuð í flestum hreppum hér vestanlands. — Ber að fagna hinum vaxandi skilningi, sem þjóðin virðist nú vera að fá á tryggingamálunum. M-aöur hverfur. Þann 16. þessa mánaðar fór Alf Simson liéðan úr bænum og ætlaði yfir Iieiði til Súgandafjarðar, en þaðan með bát til Rafnseyrar. Ilef- ir ekkert til hans spurzt siðan. Miðvikudaginn 21. þessa inánað- ar var farið að óttast um piltinn,

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.