Skutull

Árgangur

Skutull - 08.02.1947, Blaðsíða 4

Skutull - 08.02.1947, Blaðsíða 4
4 S K U T U L L Rekstur Sundhallarinnar. Bréfaskipti í bæjarmálum. — Klíkuskapur í stjórn Sundhallarinnar. Þrjátíu og fimm þúsund króna halli á 11 mánuðum. — Tuttugu og sex þúsund krónur þó reiknaðar til tekna fyrir kyndingu fimleikahúss og bókasafns í smíðum. — Óráðið fólk á förum. — Þungar ásakanir um stjórnleysi og óþrifnað. Margar vikur liðu, án þess athugað væri, hvort kæruatriði tveggja stjórnarmanna væru á rökum reist. — Dýrir þvottar. —Ófullgert upp- kast að fjárhagsáætlun. — Sennilega er sundhallarreksturinn aðeins sönn spegilmynd af ástandinu í stjórn bæj- armálanna yfirleitt hjá íhaldi og kommúnistum. Á bæjarstjórnarfundi, sem hald- inn var 8. janúar var meðal ann- ars lil umræðu og afgrei$slu fund- argerð sundhallarstjórnar. Það var um inarga hluti furðuleg fundar- gerð, eins og hér mun verða að vikið: Fyrsti liðúr fundargerðarinnar var í sendibréfsformi. Voru það tvcir fulltrúar bæjarstjórnarmeiri- hlutans í sundhallarstjórn, sem bréfið höfðu ritað. Það var stílað til bæjarsljórnar, en átti þó að vera svar við hréfi frá sundhallar- stjóra, og mundi því sumum sýn- ast, að eðlilegra hefði verið, að svarið væri stílað til hans!! Efnislega kenndi margra grasa í bréfinu: Þar er einna fyrst vikið að því, að bréfritararnir telji, að sund- hallarstjórn hafi fulla lieimild til að krefjast þess „að forstöðumað- urinn taki ekki að sér aukastörf, heldur njóti hvildar og svefns í eðtiiegum mælill! Þvi næst ef kvartað undan klíku- skap formanns sundhallarstjórnar og forstöðumanns. Segja bréfritar- arnir, að þessir tveir menn hafi jafnan, er þeir komi á fund, „hina einu lausn málanna“ á takteinum og gefist öðrum stjórnarmönnum enginn eða lítill umhugsurfarfrest- ur, en svo sjái þeir oft, er frá líði, að þessi „eina lausn“ hafi ekki ver- ið sú heppilegasta. Að vísu verður varla talið, að það geti talizt til þungra saka, þótt formaður og forstöðumaður beri ráð sín saman um vandamál stofn- unarinnar utan funda. Og naumast mundi þykja ástæða til að kasta þungum steini að hinum öðrum stjórnarmönnum, þótt þeir einnig létu hugann hvarfla að þeim piál- um, jafnvel utan fundartíma. Kynni þá svo að fara, að þeir ein- hverntíma dyttu ofan á hina réttu lausn málanna, ef til vill fyr en eftir dúk og cfisk. I þriðja lagi upplýsa bréfritar- arnir, að sundkennari, „sem nú er á förum. frá Sundhöllinni“ liafi aldrei verið ráðinn til fyrirtækisins af sundhallarstjórn og því síður af bæjarstjórn. Út af þessu var spurzt fyrir um það á bæjarstjórnarfundinum, hvort þetta mundi rétt vera, og ef svo væri, hvort þarna mundi þá ekki leynast fleira af áráSnu fólki. — En um það vörðust bæjarfull- trúar meirihlutans allra frétta. Á einum stað í bréfinu kvarta bréfritararnir um,, að fundir séu haldnir í sundhallarstjórn, án þess þeir séu á þá boðaðir. Mundi það vera ásökun í garð formanns sund- hallarstjórnar. Undir lok bréfsins þyngist tönn- inn, og eru þar borin fram eftir- farandi kæruatriði út af rekstri Sundhallarinnar: 1. „Eftirlit baðvarða með þvotti sundlaugargesta er algjörlega ábóta- vant, svo að nálgast óþrifnað 2. Algjört stjórnleysi (ríkir) í sundlaugarsalnum sjálfum. Sund- gestir, aðallega unglingar, vaða þar uppi eftir eigin geðþótta, stinga sér t. d. af hliðarkanti laugarinnar og úr gluggum, og algengt að 10— 12 unglingar séu í eltingaleikjum fram og aftur um liliöarpalla og laugina sjálfa — allt óátalið af starfsfólki sundhallarinnar eftir því sem við vitum bezt. 3. öryggishandgrip meðfram laugarveggnum hefir verið rifið niður fyrir mörgum vikum, og ekki verið lagfært ennþá. Smáhlut- ir, svo sem speglar, ýmist brotnir eða alveg horfnir. 4. Nokkrir af mönnum þeim, sem tóku þátt í sundnámskeiði s. I. sumar, hafa tjáð okkur, að liðið hafi 8'eða 9 kennslutímar sam- fleytt, án þess að nokkur kennari hafi mætt til kennslu. Hafa þeir enga uppbót eða Ieiðréttingu feng- ið á þessu,. og er ekkert af þessu til þess að auka viðskipti manna við fyrirtækið. 5. Einnig er það skoðun okkar, að forstöðumaðurinn hafi ekki nægilegan áhuga fyrir góðri fjár- bagsafkomu fyrirtækisins. Það skiptir ekki litlu máli, hvort Sund- höllin er rekin með 24 þúsund króna tapi á ári eða 60 þúsund króna tapi. ísafirði, 4. des. 1946. Virðingarfyllst Hafsleinn 0 Hannesson (sign.) Björn Guömundsson (sign.) I sambandi við þennan síðari hluta bréfsins, sem hér hefir verið birtur orðréttur, mundi sjálfsagt margan fýsa að vita, hvort bréf- ritararnir hafa borið fram í sund- hallarstjórn tillögur lil úrbóta á þessum kæruatriðum. Ilafa þeir lagt fyrir Sundhallar- forstjóra að veita bgðvörðum auk- ið aðhald, svo að nauðsynlegum hreinlætiskröfum sé fullnægt? Hefir slík tillaga máske verið felld i stjórninni? Hafa bréfritararnir lagt fyrir sundhallarforstjóra að halda uppi fastari stjórn í sundlaugarsal? Eða hefir meirihluti máske fellt slíka tillögu? Ilefir verið borin fram tillaga um, að gert verði þegar við þííð, sem brotnað hefir? Hefir komið fram tillaga í sund- liallarstjórn um að bæta mönnum upp þær kennslustundir, sem nið- ur hafa fallið, sökum fjarvistar kennara? Ef engar slíkar tillögur hafa komið fram frá bréfriturum eða öðrum í sundhallarstjórn, verður ekki annað séð, en að þeir hafi vanrækt skyldur sínar allir til hópa, engu síður en forstöðumað- urinn. En hafi þær komið fram og ver- ið felldar, er fyrst eðlilegt að að- finnslurnar komi fram sem kæru- atriði til bæjarstjórnar. En þá er komið að öðrum þætti málsins. — Þann 4. desember fól bæjarstjórn bæjarráði og sundhall- arstjórn að athuga, hver af hinum alvarlegu kæruatriðum bréfritar- anna kynnu að liafa við rök að styðjast. En svo leið allur desem- ber, að slík athugun fór ekki fram. Og þegar næsti bæjarstjórnarfund- ur var haldinn fimm vikum síðar, þann 8. janúar 1947, liafði heldur ekkert verið gert. Þetta er stórvítavert frá hvaða hlið, sem á málið er litið. Það er óverjandi að láta e. t. v. saklausa menn liggja undir þung- um ásökunum vikum saraan, án þess að sýkna þeirra sé þá leidd í ljós. Eins er það, ef eitthvert kæruatriðið skyldi hafa við rök að styöjast — eða máske öll að pieira eða minna leyti, — þá er óverjandi með öllu að láta tímann líða, án þess ráðstafanir séu gerðar til að bæta úr því sem aflaga fer. Það var aldrei ætlunin að koma upp sundhöll á Isafirði fyrir hundruð þúsunda, og leggja 30— 40 þúsund króna árlegan gjalda- bagga á bæjarbúa — til þess að rækta óþrif og auka stjórnleysi. Sé þessa hvorutveggja til að dreifa í þessari stofnun, verður þegar í stað að fást þar breyting á til bóta. Og sé Sundhöllin sínu veglega hlutverki vaxin, og þeir menn, sem henni stjórna, hafðir fyrir röngum sökum, þá verða þeir að fá uppreisn — fá tækifæri til að hreinsa mannorð sitt. I 4. lið þessarar umræddu fund- argerðar sundhallarstjórnar var birt fjárhagsyfirlit yfir rekstur Sundhallarinnar þá 11 mánuði, sem hún hefir verið rekin (1. febr.— 31. des. 1936). Alls voru tekjurnar þar taldar 138 þúsundir og gjöldin 174 þús- und krónur — og halli á 11 mán- uðum 35 500 krónur. Þarna vorn a. m. k. tveir póstar líklegir fil að þurfa athugasemda við. Tekjumegin voru taldar 26 682 krónur, vegna kyndingar á fimleikahúsi og bóka'safni, en þau hús eru bæði í smíðum og hafa því varla verið kynnt upp yfir sumar- mánuðina. Getur því þarna vart verið að ræða um kyndingu meira en í sex mánuði. Mundi þvi kynding þessara húsa geta farið upp í 50 þúsundir á ári. — Það er dýr kynding. Og ekki á- stæðulaust, þótt spurt sé, hvaða að- ilar liafi samþykkt svona skiptingu á kyndingarkostnaðinum milli þessara bæjarstofnana. Gjaldamegin var liðurinn Ýmis- legt (þvottur, sími, pappír) kr. 20 152 krónur. Mestmegnis er þetta auðvitað þvottur, og verður ekki annað sagt, en að það sé dýr Jwottur. Mun Þvottalaugin H. f. vera þar aðili að, og verður mjög að athuga, hvort ekki sé unnt að koma þvott- um Sundliallarinnar fyrir ó ódýr- ari hátt, jafnvel innan stofnunar- innar sj^lfrar. — Alls sýnast tekj- urnar af lánum á sundfötum, þurrk- um og sundliettum vera einar 4800 krónur, eða smáræði eitt móts við þvottaútgjöldin. Eitt af því skritna við fundar- gerð sundhallarstjórnar 5. janúar var það, að þar var borið fram upy- kast að fjórliagsáætlun fyrir Sund- höllina, og frá því skýrt, að sund- hallarstjórn ætti eftir aS ganga cnd- anlega frá henni. Það var og tekið frain, að í þessu uppkasti væri ekki tekið tillit til nokkurra munn- legra tillagna, sem fram hefðu komið í nefndinni til breytinga á áætlunaruppkastinu. Hvað á nú bæjarstjórn að gera með slíkt hálfkarrað uppkasl að fjárhagsáætlun? — Auðvitað á það ekkert erindi fyrir bæjarstjórn, fyr en sundhallarstjórn hefir geng- ið frá því að fullu til fyrri um- ræðu eða endanlega til bæjarráðs, til þess að það geti byggt á því við samningu fjárhagsóætlunar bæjar- sjóðs. Hér hefir nú verið gefin innsýn í rekstur eins fyrirtækis undir stjórn hins nýja bæjarstjórnar- meirihluta. Vitneskja um flest þau atriði, sem gerð hafa verið að um- talsefni, liefir fengizt vegna þess, að tveir úr meirihlutanum urðu ó- sáttir við hina samherja sína. Sennilegt má telja, að þetta sé hið rétta sýnishorn af ástandinu í stjórn bæjarmálanna í heild, þótt það hafi ekki komið eins berlega fram til þgssa, vegna samkomulags meirihlutafiokkanna um að draga fjöður yfir allar misfellur. Þó hefir þögnin ekki getað dulið ýmislegl, sem aflaga fer, og getur svo farið, að seinna gefist kostur þess að sýna bæjarbúum fleiri hliðar ó fyrir- myndarstjórn þeirri, sem Isafjarð- arbær á nú við að búa! --------O--------

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.